Kvennablaðið - 20.01.1910, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 20.01.1910, Blaðsíða 3
KVENNABLABIl). 3 og hafa greitt eitthvað í bæjarsjóð — hvað lágt útsvar sem er. Auðvitað stendur nokkuð öðruvísi á nú, heldur en árið 1908. Þá átti að kjósa alla bæjarstjórnina, eða 15 fulltrúa, en nú á að eins að kjósa 5 af þeim. Af kvenna hálfu þarf því miklu meira atkvæðamagn til að geta komið einhverjum að, en áður. En samt sem áður ætti konum að vera mjög hægt að geta komið iun að minsta kosti 3 fulltrúum, ef þær að eins halda nú vel saman. Ýmsir höfðu haldið því fram, að konurnar ættu nú ekki að hafa sérlista, lieldur ætlu þær að taka þátt í listatilbúningi karlmannanna, og fá sin fulltrúaefni sett á lista þeirra á sæmilegum stað. Með því móti gæti kosningin orðið pólitísk, bæði frá kvenna og karla hálfu sem ekki vrði Iengur lijá komist. En enn þá er ekki unt að fá þá sam- vinnu milli karimanna og kvenmanna, sem ábyggileg sé. Þólt konur séu nú langtum lleiri en 1908, og liátt upp í það að þær séu helmingur allra kjósendanna, þá virðast karlmennirnir í sumuin félögunum eiga erfitl með að viðurkenna það, og yfir höfuð kunna ekki við, að þær geri kröfur til að ráða nokkru um, hvernig þeirra fulltrúa- efni verði sett á listana. Þeir virðast trúa j þvi, að nú sé allur áhugi kvenna í þessu j máli rokinn burtu, og þeir eigi atkvæði j þeirra vís hvorl sem sé. Sumir þeirra hafa jafnvel látið þetta allskýrt í ljósi. Vér verðum því enn á ný að liafa i sérlista og nota afla vorn. Fulltrúaefni j vor eru þær frú Katrín Magnússon, j fröken Ingibjörg Bjarnason og frú Guð- rún Þorkelsdóttir. Um þær verðum vér allar allar að fylkja oss; þar má enginn ágreiningur koma fram, hver þeirra sem verður hlutskörpust með að vera efst á listanum. Heiður vor kvennanna liggur við að láta þessar kosningar fara ekki síður fram frá vorri hendi en 1908, svo ekki sannist þær spár karlmannanna, að nú sé áhugavíman runnin af oss, það hati að eins verið nýjabrum, sem nú sé lijaðnað niður. Fyrir oss konum sé »lyrst alt l'ræg- ast«. Vér séum ekki verðar tiltrúar, og geturn ekki vænt þess, að hygnir menn taki tillit til vor á sama hátt og karlmanna. Reykjavíkurkonur! Látum eigi þá van- virðu um oss spyrjast, að þetta sannist. Fylkjum oss eindregið um kvennalistann, og gefum engan gaum að fortölum þeirra, sem' vilja fá oss til að gera kosninguna pólitíska. Bæjarmálin eru öllum jafnt við- komandi. Gerum ekki þann óvinafagnað, að láta ginna oss út af þeirri braut að halda fast saman, meðan vér erum ekki búnar að fá rétt til að taka þátt í póli- tisku llokksmálunum, sem jafningjar karl- manna. Avinnum oss virðingu þeirra fyrir festu vora. Látum menn sjá, að oss er alvara með að standa á eigin fótum. Vér höfum fulltrúaefni, sem vér erum vel sæmd- ar af. Fylgjum þeim dyggilega og þá munum vér sigra í baráttunni. Utan úr heimi. S t a r f s k o n ur. Septemberheftið af »Kringsjá« tlytur ýmsar fróðlegar upplýsingar um konur og störfþeirra. Þessar skýrslur hafa nýlega verið birtar i Ame- ríku, og sýna þær, að af 5 miljónum kvenna, sem vinna fyrir sér, eru tvær miljónir í Ameriku. Af þessum 2 miljónum er helming- urinn innfluttur seinna. Svei-tingjakonur vinna mest að útivinnu og þvotti, en þýzkar og fransk- ar konur standa tlestar fyrir skrifstofum eða eru nýtízkuverzlunarkonur. Sagt er að 100,000 konur séu hraðritarar. í Bandaríkjunum og jflr 80,000 séu nýtízkuverzlunarkonur. Að öllu sam- anlögðu vinna ll°/o af amerískum konum fyrir ser með sjálfstæðri atvinnu. Á Frakklandi eru verkakonur í verksmiðj- um 927,705, en verkamenn 2,350,819. En við heirailisvinnu eru konurnar stórum tleiri, því þar eru 906,512 konur móti 679,568 karlmönn- um, f saumastofum vinna 381,000 konur, eða fimmfalt fleiri konur en karlmenn. Ýmsaraði-ar iðnaðargreinar eru unnar af fleiri konum en körlum. í Englaudi eru 5,500,000 vinnandi kvenna. 2 milj. af þeim eru vinnukonur, 876,000 konur vinna við ýmiskonar vefnaðarverksmiðjur, 908- 000 eru saumakonur, 80,5000 vinna fyrir sér við verzlun, og nálægt 100,000 reka landbúnað. —•

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.