Kvennablaðið - 20.01.1910, Blaðsíða 7

Kvennablaðið - 20.01.1910, Blaðsíða 7
KVENNABL AÐ í B. 7 Nýr kaffibætir. Allar góðar konur eru beðnar að reyna hinn nýja kafflbæti, sem eg læt búa til suður í Þýzkalandi, úr hinum heilnæmustu og smekkbeztu efnum og er lögð stund á að framleiða beztu vörn, án tillits til kostnaðarins. Ailir kaupmenn geta fengið kaffibætirinn hjá mér og er hann aðeins egta ef mitt nafn stendur á hverjum pakka. Húsmæður sem hafa reynt þennan ágæta kaffibætir nota aldrei annan. Biðjið ætíð um Jakobs Gunnlögssonar kaffibætir, þar sem þér verzlið og hættið ekki fyr en þér hafið fengið hann. Virðingarfyllst. Jakob Gunnlögsson. Bæjarkjörskrá Reykjavíkur liggur almenningi til sýnis á bæjarþingstofunni 9.—22. janúar hvern virkan dag kl. 12—4. Kærur sjeu sendar kjörstjórninni sem fyrst og ekki seinna en fyrir þ. 24. janúar kl. 12 á hádegi. Kjörstjórnin, Kjörfundur verður haldinn í barnaskólahúsi Reykjavíkur laugardaginn þ. 29. þ. m. til þess að kjósa 5 bæjarfulltrúa til næstu 6 ára. Kosningarathöfnin byrjar kl. 11 f. h. og verður haldið látlaust áfram meðan kjósendur gefa sig fram, án þess hlje verði á. Listar með nöfnum þeirra fulltrúa, sem stungið er upp á, skulu afhentir borgarstjóra fyrir kl. 12 á hádegi þ. 27. þ. m. Ef kona er á lista, verður að fyigja skrifleg yfirlýsing hennar um að hún taki við kosningu. Bæjarkjörstjórn Reykjavíkur 18. jan. 1910. Páll Einnrsson. Kristján Porgrfmsson. Kl. Jónsson.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.