Kvennablaðið - 20.01.1910, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 20.01.1910, Blaðsíða 4
4 KVENNABLAÐIÐ Sömuleiðis eru par 55,784 konur á skrifstofum, 200,000 kenslukonur, 44,000 hljómleika-, söng-og leikkonur, 79,000 hjúkrunarkonur og 202 kven- læknar. Eftir manntalinu á Englandi 1901 voru par og i Wales 3,000,000 ógiftar konur yfir 20 ára og nærfelt 1 miljón yfir 35 ára. Ekkjur voru þá 1,246,407. Af pessu yflrliti sést pað, að konurnar í mestu siðmenningarlöndunum eru ekki langt frá pví að ná takmarki óska sinna: fjárhagslegu sjálfstæði. Umsjónarkona i verksmiðju. Fyrsta kona sem verksmiðjueftirlitsmað- ur eftir nýju verksmiðjulögunum í Noregi er frú Betzy Kjelsberg. Hún á að ferðast um landið og hafa eftirlit með að ástandið í peim verk- smiðjum, sem börn og konur vinna í, sé að öllu leyti óaðfinnanlegt, og sjá um að pau séu ekki beitt ranglæti, og halda peirra hluta fram gagnvart verksmiðjueigendunum. Hún er auð- vitað launuð af ríkissjóði. Samskonar umsjónarembætti hefir finskri konu verið veitt i Finnlandi, Veru Hjelt. Hvorutveggju eftir harða sókn af hendi kven- réttindafélaga. Sömuleiðis hafa pau komið til leiðar, að konur mega halda áfram næturvinnu í verksmiðjunum, sem er mikið betur borguð en dagvinnan. Við nýju Stórpingskosningarnar i Noregi komst að eins ein kona, frk. Anna Rogstad, að sem varamaður, en engin sem pingmaður- Frk. Gina Krag bauð sig fram í stóru umdæmi’ en féll, — einungis af pví að konur héldu sér samvizkusamlega við pólitisku flokkana. Nóbelsverðlaunin hafa fengið iár: hin fræga sænska skáldkona Selma Lagerlöf, höfundur sög- unnar »Gústi Berling«, sem »Kvennablaðið« er að flytja kafla úr, og loftskeyta-uppfundninga- maðurinn frægi, William Marconi, sín 150,000 hvert peirra. íslenzk kona sæmd heiðnrsmerki. Fröken Þóra Friðriksen hefir verið sæmd frakknesku orð- unni »Officier d’academie«. Kosningarnar. Nú, þegar vér loks höfum afráðið að hafa sérstakan kvennalista, er alt undir því komið, að vér verðum vel samtaka i að fylgja honum. Þau 5 kvenfélög, sem kosið hafa nefnd til undirbúnings og til að semja listann, hafa falið henni að gera út um, á hvaða hátt kosningu kvenna yrði háttað, hvort þær hefðu sérlista eða settu fulltrúaefni sín á karlmannalistana, ef sam- vinna fengist. Raunin varð sú, að hið frjálslynda framfarafélag Landvörn vildi ekkert sinna þvi. Þóttist komið of langt. Gætnari og eldri mennirnir voru þó með því að hafa konurnar, en ungu pólitisku hetjurnar, einkum þær, sem ekki hafa at- kvæðisrétt við kosningarnar, voru algerlega á móti því, að konur geri annað við at- kvæði sín en að kjósa þeirra menn. — Þegar nú þorri kvenna er ekki þessu sam- dóma, þá verður ekki af neinni samvinnu. Alls konar vopnum er nú beitt á móti kvennalistanum, en alt er það pólitiskur undirróður, þótt því sé annað nafn gefið ofan á. Þeir, sem veikir eru, þurfa að fá sér liðsauka, En erfitt verður að fá konur með, ef þeim eru eigi viltar sjónir. Vér áminnum konur alvarlega um að láta ekki blekkja sig í þessu máli. Full- trúar vorir, þær frú Katrín Magnússon, frk. Ingibjörg Bjarnason og frú Guðrún Þorkelsdóttir, eru sæmilegir fulltrúar, sem vér getum verið vrel ánægðar með. Þroski vor Reykjavíkurkvenna verður dæmdur eftir þessum kosningum og álit vort sem kjós- enda, sem viti hvað þeir vilji og komi málum sínum fram með staðfestu og þraut- seigju, fer eftir þessum leikslokum. Vér höfum þá trú á konum í heild sinni, að þær haldi sjálfstæðismerki kvenna hátt á lofti og hjálpi oss til að ná glæsi- legum sigri. Þær vinnukonur, sem borga útsvar og eru fullra 25 ára, hafa kosningarrétt, og vonumst vér til að þeim verði gleði að því að nota þessi nýfengnu réttindi til þess að

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.