Kvennablaðið - 25.02.1910, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 25.02.1910, Blaðsíða 2
10 KVENNABLAÐIÐ kennsluskeiði því, sem frk. Ragnhildur Pétursdóttir frá Engey, hélt austur í Mýr- dalnum, að konur hafa bæði gagn af því hressingu og ánægju, að losast fáeina daga við lieimilisstörfin og áhyggjurnar og koma saman til að læra nýjar aðferðir í mat- reiðslu og fá ýmsar aðrar nauðsynlegar leiðbeiningar. Auk þess sem samveran við ýmsar aðrar konur, hressir þær og gleður. Mundi nú ekki Ivvennaskóli Reykja- víkur geta tekið sig fram um það, eftir að skóla er sagt upp, að gefa nokkrum hús- mæðrum kost á stuttu námsskeiði? Það væri þarft verk, og líklegt að fá mætti síðar styrk til slíkra námsskeiða, sem haldin væri að sumrinu, þegar skólanum annars væri lokað. Auðvitað yrðu konurnar að borga fyrir sig eitthvað vist. Eg vil skjóta því til forstöðukonu Kvennaskólans sem hefir leigt húsið og verður að borga húsa- leiguna hvort sem er að sumrinu, og til forstöðukonu matreiðslukennslunnar, frk. Ragnheiðar Pétursdóttir, hvort þeim finnst þessi tillaga ekki þess verð, að hún sé athuguð, og hvort hún sé ekki framkvæm- anleg. Þetta er eins og þær báðar vita, algeng aðferð annarstaðar að hafa sumar- námsskeið líka í skólum. Einkum er það að tíðkast með húsmæðraskóla og kennslu- kvennaskóla og er tekið mjög þakksamlega af húsmæðrunum, sem fegnar nota sér kennsluna, bæði til gagns og hressingar. Skólalæknar. Kvennablaðiö hefir oftar en einu sinni hreyft því, að nauðsynlegt væri hér, eins og annarsstaðar, þar sem alþýðuskólar eru, að í hverjum skóla væri nákvæmt lækniseftirlit með heilsufari nemendanna, einkum í barnaskólum, og að við hina stærri barnaskóla væri fenginn sérstakur launaður læknir, sem hefði slíkt eft- irlit á hendi, og gæfi svo skólanefndinni skýrsl- ur um heilbrigðisástand barnanna og annað ileira, sem þar að lyti. Þótt undarlegt megi virðast, var enginn skólalæknir hér við barnaskólann í Reykjavik þessi síðustu ár. Aður höfðu 25 kr. verið ætl- aðar sem þóknun handa skólalækni, fyrir eftir- lit hans i skólanum, sem venjulega var ekki annað en að hann einhvern tíma að vetrinum kom inn í bekkina og fullvissaði sig um að börnin væru kláðalaus á höndunum. Vitaskuld var slíkt eftirlit algerlega þýðing- arlaust, enda var borgunin svo lítil, að enginn læknir hefði hennar vegna fengist til að gera neitt meira. Þó tók útyfir að bjóða 25 kr. handa skóla- lækni nú, þegar orðin eru 800 börn i barna- skólanum, enda fékst enginn skólalæknir leng- ur fyrir þá upphæð, svo skólinn hefir um sið- ustu árin algerlega verið án nokkurs læknis- eftirlits. A bæjarstjórnarfundi í fyrra vetur hreyfði eg þessu máli og bar upp þá tillögu, að fé væri veitt handa föstum skólalækni sem skoðaði öll skólabörnin nákvæmlega á vissum timum og gerði þær ráðstafanir sem nauðsynlegar væru heilsu þeirra vegna. Þessu máli var vísað til skólanefndar, og árangurinn varð sá, að á ijár- hagsáætlun bæjarins fyrir árið 1910 var þessi liður settur inn, og 200 krónur ætlaðar handa skólalækni. Allir sáu að féð var ot lítið, ef skoða skyldi 800 börn, og lækniseftirlitið ætti að vera meira en eintómt kák. En eg og þeir, sem málinu voru hlyntir, gerðum okkur þó ánægða með þessa byrjun eftir atvikum. Ef hún fengi framgang, var þó fengin við- urkenning fyrir þessari nauðsyn, og því slegið föstu, að þörf væri á skólalækni. Síðar kæmi svo reynzlan til, og þá yrði hægra að fá það fé, sem nauðsynlegt væri til þess, að slikt eft- irlit gæti komið að fullum notum. Málið marð- ist i gegn, þrátt fyrir allmikla mótspyrnu. Nú hefir héraðslæknir vor, Guðmundur Hannesson, tekið að sér þetta eftirlit, og má með sanni segjö, að það er ekki launanna vegna. Til þess að geta komist yfir það mikla verk, að skoða nákvæmlega 800 börn, og kynnast þannig nákvæmlega heilsufari þeirra, þarf mik- ínn tíma, enda hefir hann nú um hálfan annan mánuð daglega verið í skólanum 2—3 klukku- stundir, og skoðað nákvæmlega hvert einasta barn í þeim bekkjum, sem liann hefir tekiö fyrir. Er hann nú langt kominn með þessa skoðun, og hefir hann þá skoðað hvert einasta barn í barnaskólanum. Skoðun þessa álítur læknirinn sem nokk- urskonar undirbúníng. A henni verða bygðar tillögur hans um hvernig framvegis skuli haga eftirliti skólalæknis í barnaskólanum. Skýrsla um heilsufar barnanna og alt þar að lútandi, mun læknirinn á sinum tíma leggja fyrir skólanefndina, sem svo aftur verður að koma

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.