Kvennablaðið - 20.03.1910, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 20.03.1910, Blaðsíða 1
Kvemiablaðiðkoat- ar 1 kr. 50 au. inn- anlamls, erlendis 2 kr. [60cent vestan- hafs) */s vorðsins borgist fyrfram, en */s fyrir 15. júli. n c u n a t» t a b tb Uppsögn skriflog bundin við kra- mót, ógild nema komin sé til út- get. fyrir 1. okt og kaupandi hafl borgað að fullu. 16. ár. Reykjavík, 20. marz 1910. M 3. 1 I Reykjavíkur stærsta úrval af saumavélum finnst hjá I Th. Thorsteinsson I I 1 «ólíslI V oli. Allar með 2ja ára ábyrgð. Verð: 26, 33, 36, 39, 43, 45, 60, 65 til kr. 95 pr. Stk. Prjónavélar beint frá verksmiðjunni í mjög stóru úrvali. Verzlunin flytur ætíð mjög vandaða vefnaðarvöru. Við höfum ávalt birgðir af okkar alþekta flðri. Verð: 65, 75, 1,00 pr. nd. Sendist um alt land. I J Bókasöfn og lestrarstofur handa börnum. I. Flestir munu hafa ætlað, sem séð liafa hina nýju landsbókasafnsbyggingu, að hér væri stórt framtíðarmál hafið, að hérværi ekki einungis landsbókasafninu og lands- skjalasafninu trygt heimili um langan ó- kominn tíma, heldur væri mönnum einnig af öllum stjettum gert aðgengilegt að nota sér ]>ann fróðleik og þægindi sem þar væri að fá. Enginn mun telja því fé illa varið, sem veitt var til að koma þessari veglegu byggingu upp. Hún er bæði þjóðinni til sóma og höfuðborginni til prýðis. Hún sýnir vaknandi þjóðarmetnað, sem ekki vill að dýrstu gersimar sinar fari að for- görðum, eða liggi eins og fólginn fjársjóð- ur í jörðu, heldur dregur þær fram í dags- birtuna, og býr þannig um þær, að þær sjeu þjóðinni til gagns og gieði. Flestir munu hafa skoðað lestrarsal- inn í Landsbókasafnsbyggingunni með ó- blandinni ánægju. Þar sem alt fer saman; að geta með ánægju notfært sér bækurnar, eftir hvers eins þörfum og lyst, og að geta látið fara vel um sig á meðan. Þegar safnið var opnað almenningi til notkunar voru það mest börnin sem sóttu það, þótt undarlegt mætti Airðast Þar sátu þau hljóð og siðprúð hvert við annars hlið, og virtust algerlega húgfangin af lestr- inum. Þau voru á ýmsum aldri frá 9— 15 ára. En svo reyndist það að salurinn varð of litill, þar eru ekki nema 40 sæti, og börnin urðu, sem A'onlegt var, og venju- legt er, að þoka fyrir fullorðna fólkinu. Því var það boð látið útganga að ekki mættu börn lesa á lestrarsalnum jmgri en 15 ára.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.