Kvennablaðið - 05.05.1911, Page 2

Kvennablaðið - 05.05.1911, Page 2
18 KVENNABLAÐIÐ eru lögin jafn mikilsverð fyrir það. Því með þeim er úr lögum numið alt misrétti í þessum efnum milli kvenna og karla, og því slegift föstu, að konum beri að lögum sömu réttindi og körlum, þegar þær full- nægi þeim skilyrðum og skyldum, sem lög- in gera ráð fyrir. Vér konur höfum ástæðu til að þakka öllum stuðningsmönnum þessa máls í þing- inu, hjálp þeirra og liðveizlu til þess að það gæti náð heppilegum úrslitum. En sérílagi megum vér þakka flutningsmann- inum hr. H. Hafstein fyrir hans góðu að- stoð í þessu máli. Með því að leggja því sína mikilsverðu liðveizlu vann hann því það fytgi á þinginu, sem óvíst er að það hefði fengið annars. Yfir höfuð lítur út fyrir að vér konur höfum ástæðu til að muna lengi þingið 1911 og vera því þakklátar. Stjórnarskrá- in, sem nú er komin aftur til Nd.afgreidd frá Ed., veitir konum kosningarrétt og kjörgengi, með sömu skilyrðum og karl- mönnum. Og þótt hún háfi takmarkað þessi réttindi nokkuð, þá er það jafnt fyrir karla sem konur. Við það höfum vér konur ekkert að athuga að svo stöddu máli. (Takmörkunin var feld i Nd. í fyrra- kveld). Namfag'iiaöarslieyti frá ísl. troimni í Vesturheiml. Þann 4. þ. m. var svohljóðandi sím- skeyti sent til útgef. Kvbl. frá ísl. konum á Gimli i Canada: »Briet Bjarnhédinsdóitir Reykjavík lceland; Við samgleðjumst Istandskonum yfir fengnu ja/nrétti. Gimli, Kvenréttindajélagið Sigurvon«. Segja má um íslendinga í Ameriku að þeim renni fullkomlega blóðið til skyld- unar, hvort sem oss hér heima gengur ineð eða móti. Eina, samúðaióskin, sem vér íslensku konurnar fengum, þegar vér fengum full hæjarstjórnar og sveitastjórn- ar réttindi var í Freyju, frá islenskum konum í Ameriku, og höfðum vér hér heima þó sent samúðarskeyti litlu áður bæði til finskra kvenna og norskra. Sömuleiðis nú, þegar síminn hefir borið fréttina út um allan heim: að íslenskar honur hafi fengið fult jafnrétti til embætt- isnáms, námsstyrks og embætta undan- tekningalaust, sem óvíða eða hvergi hefir verið veitt konum fyrri, og ísland þannig er orðið fyrsta löggefandi landið, sem veitt hefir dætrum sínum í þeim efnum full- komið iafnrétti, — þá eru það enn systur vorar í Ameríku sem fyrstar allra sam- gleðjast oss og þrátt fyrir vegalengdina óska oss til heilla, þar sem frændþjóðir vorar, hér í nágrenninu láta eklci svo lílið að sýna, að þær viti að vér séum til. Þetta og annað eins vekur hlýjar tilfinningar milli frændanna vestanhafs og austan. Og í þeim efnum eru Vestur ís- lendingar oss fremri, að þeir hafa eylt kalan- um og rígnum sem áður ríkti hér heima, til Vestur íslendinga. Við hvert tækifæri, í sorg og í gleði vorri hér heima, taka þeir þátt í kjörum vorum, og sýna syst- kynaþel sitt á svo ótvíræðan hátt, að þeir hafa að fullu þýtt burtu ísl. kuldann, sem oft bar svo mjög á í ritum og ræðum til þeirra. Vér ísl. konur þökkum systrum vor- um vestan hafs samúðina og heillaóskirn- ar. Vér finnum og viðurkennum að þar eigum vér ísl. enn þá frændum og vinum að mæta, og óskum að systur vorar þar vestra, sem í ýmsum greinum hafa átt víðara verksvið og frjálslegri lög, megi nú sem fyrst verða aðnjótandi sömu réttinda og menn þeirra og frændur hafa þar í landi I öllum greinum. Bríet Bjarnhéðinsdótlir.

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.