Kvennablaðið - 10.08.1911, Page 2
50
KVENNABLAÐIÐ
ið beint úr kvennaskólanum upp í 4. bekk
mentaskólans.
Mér skildist svo, sem greinarhöfund-
unum findist varbugavert, að unglings-
stúlkur gengu í neðstu bekki mentaskól-
ans, þar væri ekki tekið nógu mikið tillit
til þeirra; þær lærðu ekki hannyrðir og
seinast en ekki síst — þar væri ekki það
innilega samband, sem verið gæti á milli
námsstúlkna og kenslukvenna.
Eg efast ekki um, að kvennaskólinn í
Reykjavík sé góður skóli og vildi síst af
öllu leggja honum til.
En ég get ómögulega skilið hversvegna
ætti að vera þörf á sérstökum gagnfræða-
skólum handa stúlkum hér á landi, þar
sem allir skólar eru opnir bæði piltum og
stúlkum. Mér finst, að ef piltunum veitir
ekki af þriggja ára námi til þess að taka
gagnfræðapróf, þá muni stúlkurnar ekki
geta komist af með styttri námstíma. En
það hlyti þó að verða svo ef þær ættu
um leið að læra svo mikið í fata- og lér-
eftasaum og fínum hannyrðum á þessum
tíma, auk bóknámsins.
En ef menn nú segðu að ætlast væri
til þess að stúlkurnar væru 4 ár að búa
sig undir þetta gagnfræðapróf, ímynda ég
mér, að stúlkurnar lærðu alt eins mikið
til handanna, ef þær tækju einn vetur til
þess að læra handavinnu, að loknu gagn-
fræðaprófi við mentaskólann. Auk þess
læra flest stúlkubörn eitthvað til handanna
á heimilum sínum og í barnaskólum, áð-
ur en þær ganga á kvenna- og gagnfræða-
skóla. —
En ég hygg naumast að greinarhöf-
undurinn hafi óskað að stúlkur gætu tekið
gagnfræðapróf frá kvennaskólanum vegna
þess, að handavinna væri kend þar líka,
heldur af því að hann væri hræddur um
að mentaskólinn hefði ekki sem bezt áhrif
á þær.
Mér þykir svo vænt um mentaskól-
ann, að mér þætti reglulega leiðinlegt, ef
nokkur væri smeikur við að senda dætur
sínar þangað.
Ég hefi svo góða trú á samskólum
og finst ég líka hafa dálitla reynslu í því
efni, þar sem ég þó hefi gengið í menta-
skólann í 6 ár.
Einmilt af þvi að piltar og stúlkur
eru svo ólík, hljóta þau að þroskast betur
með þvi að alast upp saman.
Og hvergi held ég að menn kynnist
eins vel og í skóla. Rar hafa menn sömu
áhugamálin, sömu kunningjana — lík á-
hyggju- og gleðiefni. — Ég hefi aldrei
kynst neinu kvennaskólalifi og skal því
ekkert um það dæma, en ætli ekki að eitt-
hvað sé til í því, að konur séu yfirleitt
verri félagar en karlmenn. Að þær skrafi
heldur meira hver um aðra, séu smámuna-
legri, fljótari að firtast. Að þær þekki
svo sjaldan þessa heildartilfinningu, sem
oft bindur karlmenn saman.
Það hefir lengi verið svo í menta-
skólanum, að þó að piltarnir oft hafi ver-
ið ósáttir innbyrðis, átt í hörðustu deil-
um, bæði einstaklingar og flokkar, eins
og æfinlega verður þar, sem eitthvert fjör
er, þá hefir þeim þó öllum fundist þeir
vera ein heild, ef einhver hefir ráðist á þá
út í frá og þótt hefir það óhugsandi
ósvinna að tala illa um skólabróður sinn,
og sjálfsagt að hjálpa hver öðrum eftir
megni. Ekki kippa menn sér þar upp
af hverjum smámunum sem sagt er, ef
menn firtast af slíku þá er hlegið að þeim.
Þetta get ég borið um af sorglegri reynslu!
því það er ekki altaf gaman að láta hlægja
að sér, en það getur verið mjög liolt.
En ég skal líka fúslega játa, að menta-
skólalifið gæti oft að skaðlausu verið hefl-
aðra, en því gætu lika stúlkurnar komið
til leiðar og að nokkru leyti munu þær
þegar hafa gert það. Heyrt hefi ég, að
áður hafi orðbragð skólapilta ekki æfin-
lega verið sem bezt, en það get ég fullyrt,
að úr því muni hafa dregið, því slíkt hafa
þeir að minsta kosti ekki yfir í viðurvist
skólastúlknanna.
Ef þjóðlífið á að vera gott, verða menn
og konur að vinna saman, og til þess
verða þau að þekkjast vel.
Margir piltar og stúlkur gera sér svo