Kvennablaðið - 10.08.1911, Page 4

Kvennablaðið - 10.08.1911, Page 4
52 KVENNABLAÐIÐ. Feður geta haft áhrif á dætur sínar eins og mæður. Líkt er þvi varið með karlkennara. Ég vildi óska að ég gæti skrifað bet- ur um þetta mál. Þegar ég hugsa um skólann, dettur mér svo margt í hug — þægileg atvik og skemtileg — i félögum, námsstundum, frímínútum og litlum skóla- piltaherbergjum — hvernig við höfum stælt, rætt og bollalagt — og alt þetta, sem heflr gert skólaveruna að lífi, í smáu auðvitað, en þó svo, að okkur flnst að við höfum gagn af því, þá er um framtíðina er að ræða. Mér finst að allar kvenréttindakonur ættu að senda dætur sínar á samskóla. — Kvenréttinda- konurnar óska þó einskis framar en að vinna með karlmönnum eins og góðir fé- lagar þeirra. Þær vilja ekki að nein óvild eða beiskja eigi sér stað á milli kynjanna, einungis að karlmennirnir við- urkenni kvenfólkið. Laufey Valdimarsdóttir. 17. júní í Lnndúnnm. Víðar var mikið um að vera 17. júní en hér. Þá gengu 40,000 konur í skrúðgöngu í gegnum götur Lundúnaborgar, tii þess að krefjast réttar sins. — Þær gengu 5 í röð, og tók fylkingin yflr 7 enskar mílur (tæpa l1/? danska milu). Þarna gengu konur af öllum stéttum — aðalsfrúr, nýlendustjórafrúr, þingmannaírúr — læknar, kennarar, prentarar,'konur, sem vinna í verksmiðjum, og konur, sem unnu heima hjá sér fyrir litlu kaupi. Allar stéttir sáust þarna, en annar mis- munur kom líka í ljós. Þar voru konur af ölium stjórnmálaflokkum og af margs- konar trúarbrögðum, þar voru enskar, skotskar, velskar og írskar konur og konur frá öll- um nýlendum hins víðlenda brezka ríkis, og frá mörgum öðrum löDdum. Og þar voru bæði eldri kvenréttindafélögin og bardagakon- urnar. Múgur og margmenni stóð á báðar hliðar til þess að sjá þessa tilkomumiklu fylkingu. Fremst reið „hershöfðinginn" Mrs. Drum- mond þá kom kona klædd eins og mærin frá Orleans, í skínandi herklæðum, reið hún á hvítum hesti, á eftir henni reið flokkur kvenna, „krossfarendurnir nýju“, í purpura- litum kápum. Þá komu „bardaga konurnar", og fyiking 700 kvenna, er setið höfðu í fangelsi vegna málefnisins, voru þær allar hvítklæddar og héldu á silfurör en það er fangamerki. Þá kom skrautleg fylking, er sýndi merkar konur sögunnar, mátti þar sjá Elísabetu drottningu. Svo kom hin volduga fylking, er tákna átti brezka veldið. Háum vagni var ekið fram sátu á hon- um börn, er tákna áttu austur og vestur, var merki brezka konungsins yflr höfði þeirra, en fyrir neðan þau sátu konur, er tákna áttu brezku nýlendurnar. Á undan og eftir vagni þessum gengu konur er báru rósasveiga, en rósin er merki Englands. Þá komu skotsku konurnar í hinum ein- kennilegu þjóðbúningum sínum, og blésu í pípur, velsku konurnar gengu þar í gamal- dags búningum, undir forustu hvítskeggjaðs skálds og sungu orustusöngva á sínu máli. írsku konurnar voru klæddar í heimaofna dúka og stráðu blómum þeim, sem eru i merki írlands. Og svo komu allar nýlend- urnar undir ólíkum merkjum. Þá mátti sjá stóra fylkingu kvenna í háskólabúningi og í hjúkrunarkvennabúningi. Mikla eftirtekt vakti og fylking kvenna frá verksmiðjuhéruðum þeim, þar sem vinna þeirra er verst launuð. — Fögur var fylking leik-kvennanna og listakvenna þeirra er búið höfðu til skrautlegu fánana er gengið var undir. Mannfjöldinn, sem horfði á, lét oft ánægju sína í ljósi, en einna mest þegar hin gamla Mrs. Despard kom, upplitsdjörf og ó- þreytt, með stóran liljuvönd í höndunum — hún, sem heflr verið kölluð „góðgerðamóðir“ Lundúnar-fátæklinganna, og filla æfl hefir barist fyrir kvenréttindum og setið í fangelsi þeirra vegna. Hún er fyrir Kvenfrelsis-

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.