Kvennablaðið - 10.08.1911, Síða 7

Kvennablaðið - 10.08.1911, Síða 7
KVENNABLAÐIÐ. 55 Konum til athugunar skal þess getið að vér sendum hverjum k mtr. af 525 cm. breiðu, fínu ullarklœði í skrautlegan og haldgóðan kjól, eða götubúning í svörtum, dökkbláum, marínbláum, brúnum, grænum og gráum ektalitum — fijrir að eins 10 krónur. — Vörurnar sendast burðargjaldsfritt gegn eftirkröfu og takast aftur, eí þær ekki líka. Thybo MöIIes dúkaverksmiðja. Kaupmannahöfn. kvenna þar, bæði í þjóðfélagslegu og ijár- hagslegu tilliti. Nefnd var kosin. í henni voru verksmiðju-umsjónarmennirnir, þær Vera Hjelt frá Finnlandi, Betzy Kjelsberg frá Noregi og Mrs. Cobden Sanderson frá Englandi. Tillaga kom fram um að láta semja yfuiit yíir réttarfarslega stöðu kvenna í ýmsum löndum. Sérstaklega voru eftirtektaverðar skýrsl- urnar frá þeim löndum, sem veitt hafa konum pólitísk réttindi: Ástralíu, Nýja- Sjálandi, Finnlandi, Noregi og 5 af Banda- ríkjunum í Ameríku. (Síðar mun ýmsi- Iegt tekið upp úr þeim í Kvbl. til að sanna konum með dæmum og tölum að munn- mæli ýmsra mótstöðumanna vorra séu öld- ungis rakalaus). Þá var rætt um afstöðu kvenréttinda- félaganna i hverju landi gagnvart stjórn- málaflokkunum þar, og urðu um það brenn- andi umræður. Þó var mikill meiri hluti með því að ráða til að þau héldu sér al- gerlega utan við ílokkana, þangað til kon- ur fá pólitísk réttindi, þá geta þær tekið að ganga inn í þá flokka, sem þeim séu geðfeldastir og styðja þá, ekki fyrri. Eink- um tóku enskar konur það mjög ákveðið fram, að þær konur, sem hefðu gengið inn i pólitiska flokka, hefðu verið stór þröskuldur í veginum fyrir framförum i kosningarréttarmálinu, og unnið því mik- ið ógagn, af þvi þær hefðu litið á máiið eftir hagsmunum flokksins. Þá buðu bæði Austurriki og Ung- verjalvnd að næsta Stórþing kvenna yrði haldið hjá sér, og var samþykt að það skyldi haldast eftir tvö ár í Budapest. Ýms símskeyti voru send, þar á meðal eitt til háskólans í Reykjavík 17. júní. Það hljóðar svo: »Convention of International Woman’s Suffrage Alliance in Stockhoim sends heartly congratulation to new Iceland Univcrsity upon giving women equal rights and opportunities with men«. Á íslenzku: »Ping slnternational Women’s Suffrage, AIliance« í Stockhólmi, sendir hjartanlega hamingjuósk til nýja íslenzka háskólans, sem gefur konum jafnan rétt og möguleika sem körlum«. Síðar verður nákvæmar minst áfundinn. Reykjavíkurfréttir. Þann 5. ágúst hélt frk. Laufey Valdímars- dóttir fyrirlestur í Iönó kl. 9 siðd., um hið ný- afstaðna Stórþing kvenna í Stockhólmi, sem hún hefir verið á, sem fulltrúi Kvenr.fél. ísl. Talaði hún um fundinn sjálfan, lýsti dálítið helztu fundarkonum, las upp ræðu eftir Selma Lagerlöf, sem hún þýddi á íslenzku, pá sagði hún frá skemtiferðum í nágrennið og sagði frá veisluhöldum og síðast frá ferð til Uppsala og Visby, hinna gömlu, alpektu borga. Fyrirlestur- inn sóttu ekki meira en 90 manns, enda laugar- dagskvöld og fjöldi manna burtu úr bænum. T. d. var á Þingvöllum pað kvöld um 300 Reykjvíkingar. Fyrirlesturinn var skemtilegur og vel saminn. Það eina sem fundið var að honum var, að ekki heyrðu allir rétt vel til ræðumanns og talaði hún pó skýrt, en hefir fremur veikan málróm. Áheyrandi. Kaupendur Kvennablaðsins eru vin- samlega mintir á að gjaiddagi blaðsins var 1. júli, og væri mér þökk á ef innborgun gæti gengið greiðlega í sumar. Einkum vildi eg mælast til að kaupendur í Reykja- vik hlífðu mér við að senda eflir borg- uninni, eins og siður er hér í bænum, af því mjög erfitl er að fá góða menn til slíkrar innheimtu um þetta leyti árs. Mig er ætíð að hitla heima á daginn fyrirhád. Virðingarfylst. Briet Bjarnhéðinsdótlir.

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.