Kvennablaðið - 19.04.1913, Qupperneq 6

Kvennablaðið - 19.04.1913, Qupperneq 6
30 KVENNABLAÐIÐ Úr bréfi frá ungfní Dilju Hevmannsdóitur i Rvík, til ungfrú Guðbjartínu Guðmundsdótlur í Heimahögum í Fagradal i P—sgslu. — — »Það er nú talsvert vandaverk, að velja kramvöruna handa ykkur þarna í Heimahögum. Þið mæðgurnar eruð líka altaf svo vandlátar. Um daginn var ekki tiltök fyrir mig að reyna að fá nokkuð almennilegt í búðunum, engar nj'jar vörur komnar og ekkert nema þetta gamla rusl að fá. Einar hundrað krónur til að kaupa fyrir! Hvað heldurðu svo sem að það hefði hrokkið? En núna þegar skipin eru komin, það er annað mál. Eg rann af stað í búðirnar, skoðaði allstaðar hátt og lágt i skápunum, en hvergi líkaði mér neitt, hvorki vörunar og því síður verðið. Eg hefði ekki fengið helminginn af öllu því, sem þú vildir fá. Að eg nú ekki tali um fallegleikann og vörugæðin. En — bíddu nú við! Loksins komst eg í búð- ina hans Th. Thorsteinssons þarna niðri í Ingólfshvoli. Þar er nú nýbúið að taka alt upp og verðleggja allar vörurnar. Al- máttugur minn! Þar var nú sitthvað að sjá! Þú manst að hvíta þvegnu léreftin þar voru æfinlega þau beztu í bænum. Og ftónellin og flónellettin og morgunkjóla- efnin! Aldrei nokkurn tima hefi eg séð annað eins úrval, bæði að gæðum og fall- egleika, og verðið er jafnlágt og fyrri, og þ a ð er nú það allrabezta. Þú getur nærri, að eg fór heldur en ekki að hreyfa vöru- strangana. Og þegar eg hafði tekið það, sem eg ætlaði mér af þessu öllu, þá fór eg að skoða tvisttanin. Það voru nú meiri kynstrin! Bæði góð og falleg og ódýr. Eg tók í svuntur handa ykkur öllum og leggingar á þær. Þær eru alveg ljómandi. Þá voru gardínutauin. Þau skoðaði eg af hjartans lyst. Þau voru svo Ijóm- andi góð, falleg og ódýr. Alveg ný munst- ur! Hugsaðu þér, að þessi, sem eg sendi þér, með bekk og tungum báðum megin, kostuðu bara 22 aura alinin, og upp í 50 aura minnir mig. Þú sér það á reikn- ingnum. Eg tók bæði fyrir gestaherbergið og stofuna og svefnherbergin ykkar. Og silkið i svunturnar! Að eg ekki tali um í blúsur fyrir þær, sem eru á kjól. Og sitkiborðarnir í stifsin, sem eg tók handa ykkur systrunum! En reiðfataefnin úr btáa og svarta cheviottinu! Þau þykja mér svo ágæt. Sumar vilja þau heldur græn. Það fæst líka. All er til í kotinu. Og þegar eg fór svo að reikna alt samari, þá var eg bara búin að eyða 80 krónum. Tuttugu krónur átti eg eftir! Heldurðu það hafi hýrnað yfir mér? — Fyrir þær keypti eg sansérað silki í svuntu handa þér, í peisuföt lianda Jónu, af þessu góða dömuklæði á 2.90, sem við eigum i sparifötunum, tvö pör af ágætum ullar- sokkum handa mömmu þinni spari, undir nýju stígvélin hennar, og sirs í treyju, at þessu góða, á 38 aura, sem þið fenguð í fyrra handa henni Guðrúnu gömlu. Það hefði þig víst aldrei dreymt um. Því segi eg það, mamma þin vissi hvað hún söng, þegar hún sagði, að eg skyldi kaupa alla vefnaðarvöruna hjá Th. Thorsteinsson í Ingólfshvoli. — Jæja, svo eru nú margar fréttir úr bænum, sem eg gæti sagt þér seinna. Hann —---------, já, eg segi ekki meira núna, en framh. næst. E. S. Mér láðist eftir að segja þér frá skinnhönzkunum hjá Th. Thorsteins- son, þeir eru svo dæmalaust góðir; hvergi í bænum jafngóðir. Þú ættir líka að fá mömmu þína til að fá sér ábreiðu undir borðið í gestastofunni ykkar. Af þeim er svoddan úrval í Ingólfshvoli. Eg er viss um, að hvergi i sveitinni yrði jafnfínt og hjá ykkur á eftir. Heldurðu að hinar konurnar öfunduðu ykkur? Vertu blessuð. Þín D. H.

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.