Kvennablaðið - 31.05.1915, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 31.05.1915, Blaðsíða 1
Kvennablaðið kott »r 1 kr. 60 an. inn- Rulands, erlondis 2 kr. [65cent vettan- hafs) '/* verðsint borgist fyrfram, cn J/i fyrir 15. júli. tuuutatilnbib. Uppsögn skrifleg bundin við kr»- mót, ógild nema komin sé til út- gei. fyrir 1. okt og kaupandi hafl borgað að fullu. 21. ár. Reykjavík, 31. Maí 1915. M 5. Kyennafriðarþingið í Haag. h)ins og til stóð, var það haldið 28.—30. apríl sl. Mörg af sambandslöndum Alþjóða- kvenréttindafélagsins höfðu heitið að senda fulltrúa, og þar á meðal öll Norðurlönd, nema ísland. Komu fulltrúar Norðurlanda saman í Kaupmannahöfn áður en þeir fóru og báru sig saman um, hvernig þeir skyldu taka tillögum þeim og fundarályktunum, sem í frumvarpsformi höfðu verið sendar ásarnt fundarboðinu, til allra landsfélaga kvenna í hverju landi. Norrænu konurnar samþyktu, að koma fram sem ein sendi- nefnd eða samkjörnir fulltrúar frá Norður- löndum og fylgjast að öllum aðalmálunum. Voru þær allar ásáttar um, að fyrsti lið- urinn í fundaráskoruninni væri ólímabær og óheppilegar og að þær vildu fá hann feldan burtu. En hann hljóðaði um það, að stjórnir hernaðarríkjanna skyldu strax fara að semja frið og birta þegar þá vænt- anlegu friðarskilmála. Þegar til kom, mættu ekki fulltrúar frá neinum félögum á Englandi, Frakklandi eða Rússlandi. Höfðu um 60 enskar kon- ur ætlað að fara, en svo gekk langur tími í að fá »passa« handa þeim hjá yfirvöld- unum. Og þegar þær loks fengu þá handa að eins 20 konum, þá var búið að banna allar samgöngur milli Hollands og Eng- lands, svo að eins 4 konur, sem fyr fóru, lil að taka þátt í fundarundirbúningnum, komust á fundinn, en ekki með neinum rétti til að mæta sem fulltrúar, hvorki frá þjóðinni né neinu félagi. Franska kven- réttindafélagið og Kvennaráðið neitaði að táka þált í fundinum; þrjár franskar konur höfðu ákveðið að fara prívat, en þær voru settar i höft. Franskar konúr héldu einnig fund og mótmæltu þessum friðarfundi sem alger* lega þýðingarlausum og óhæfum, eins og nú stæði á. Hin alþekta mælskukona, Madame Maria Verone, yfirdómslögmaður, talaði harðlega á móti þessu og kvað það landráð, að franskar konur tækju þátt í svo óvirðulegum friðarumleitunum, sem væru með öllu óheimilar nú. Flestar konur komu frá Ameríku, um 60, og var Jane Adams, hin nafnfræga umsjónarkona allra fræðslumála í Chicago, kosin fundarstjóri. Um 2000 konur voru mættar á fundinum. Meðal þeirra voru 2 konur, sem fulltrúar frá Belgíu, 4 enskar konur, nokkrar þýzkar, austurrískar og ungverskar. Allmargar konur voru frá öllum þremur Norðurlöndunum, en engar franskar eða rússneskar. Mikill alvöru- svipur var yfir fundinum og lítið um veizl- ur eða nokkurn gleðskap. Mörg samhygðarskeyti bárust fundinum, þar á meðal frá Svíþjóð og Noregi, hvort fyrir sig með c. 24,000 nöfnum undir, sem safnað hafði verið á fáum dögum. Frá Kvenréttindafélagi íslands barst svo* hljóðandi símskeyti: »Kvenréttindafélag íslands, sem er svo ham- ingjusamt að tilheyra landi, sem nýtur bless- unar stöðugs friðar, óskar friðartilraunum fund- arins góðs árangurs«. Utanríkisráðherrann í Hollandi var á fundinum. — Atkvæðamestu konur fund- arins voru þær Jane Adams, dr. Aletta Jakobs, form. holl. kvr.fél., dr. Anita Augs- burg frá Miinchen, Þýzkal., og Miss Rosika Schwimmer frá Ungverjalandi. Dr. Augs- burg og Rosika Schwimmer eru nafnfrægar fyrir mælsku sína Helzta efni í fundar- samþyktunum og áskorunum var þetta:

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.