Kvennablaðið - 31.05.1915, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 31.05.1915, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐIÐ 35 einhuga, samtaka og sammála með stjórn sinni. Þær, konurnar, beri stoltar sorgar- klæði sín, þótt sorg og áhyggjur ríki á hverju heimili. N ú geti þær ekki talað um frið við konur þeirra þjóða, sem hvorki gefi gaum að almennum né alþjóða hern- aðarreglum. Voni, að það takist síðar með betra árangri. Þótt nú bæði austurrískar, ungverskar og þýzkar konur haíi mætt og samþykt alt þetta á Haag-fundinum, þá hafa þó landsfélög þeirra neitað sem slik, að taka þátt í honum. Og nú eftir fundinn hefir form. þýzka sambandsráðsins, sem inni- lykur öll kvenfélög landsins, mótmælt því, að þýzkar konur hafi getað tekið þátt í fundinum sem fulltrúar nokkurs félags. Hyað geta konurnar gert fyrir landbúnaðinn? Þetta mun nú þykja barnaleg spurning, því ekki þurfum við að líta nema 70—80 ár aftur í tímann, til þess að sjá konur til sveita ekki einungis notfæra sér fífs- björg fjölskyldu sinnar í búri og eldhúsi og vinna af kappi til fata fyrir fjölskyldu sína, jafnframt því er þær miðluðu börn- um sínum þeim andlega forða, er þær áttu beztan í eigu sinni, heldur oftsinnis taka að sér útiverk bændanna á vissum tima árs, þegar þeir vegna lítillar framleiðslu landsafurða urðu að leita sér bjargar á sjónum. »Af hrífuskafti og prjónum var höndin krept og bogin, og hartnær þorrin brjóstin, af tíu munnum sogin«. Já, svona var það, og guð einn kann réttilega að meta starf þessara kvenna. Nokkrar af þessum kvenhetjum lifa enn og eru því miður nokkrar af þeim eins og skáldið kemst að orði: »Sem vefstóll úti í horni hún var hin síðstu ár, sem voðinni er sviftur, af elli og hélu grár«. Fáir taka eftir þeim. Þær heyra óminn af háværum röddum, er tala um frelsi og framfarir; þær geta naumast áttað sig, því þær lieyra svo mikið, en sjá svo lítið, en sjálfar eru þær vanar því gagnstæða. Og áfram liður timinn með nýjum breytingum á ýmsa vegu og nýjum réttarbótum fyrir okkur konur, er gerir það að sumu leyti að verk- um, að óvíða eru gerðar eins miklar kröf- ur til krafta okkar út á við, hvað erfiðis- vinnu landbúnaðarins snertir, eins og gert var fyrir nokkrum tugum ára. Og leiðir þar af, að karlmenn hafa nú vanalega stjórn og algerða ums57slu búsins út á við, en konan annast stjórn þess og umsjrslu inn á við. Að sumu leyti kann þetta að vera gott, að karlar og konur til sveita hafa svo að segja markað sér sinn verka- hringinn hvor, í baráttu landbúnaðarins, en hér megum við konur gæta okkar að verða ekki of einhliða, ef við ætlum að vinna landbúnaðinum það gagn, er eg álít að okkur sé skylt að vinna. Ekki svo að skilja, að eg vilji afturkalla liðna tíð, er konan, ófrjáls, einstæðingsleg og undir- okuð, vann langt fram yfir það, er kraftar hennar leyfðu. En eg vil, að við með auknum réttindum og lærdómi stöndum að minsta kosti ekki að baki ömmum okkar og mæðrum, heldum keppum að því, að bera sem bezt skyn á landbúnað- inn á sem flestum sviðum hans og neyt- um þar krafta okkar andlegra og likam- legra. Við getum það á svo margvislegan hátt, þótt í þessari grein verði að eins minst á eitt af áhyggjuefnum landbúnað- arins, fólksfæðina í sveitunum. Fólk talar mikið um þetta sin á milli, en lítið er gert til þess að bæta úr því. Hér þarf alvarlegt starf að koma til greina og er þá bezt að byrja á börnunum, svo síður verði unnið fyrir gýg. Mér sárnar, þegar eg heyri skólunum kent um það, hve mikið streymir af fólkinu úr sveitunum í kaup- staðina. Auðvitað er það þeim að kenna 1 þeirri merkingu, að þeir vekja fróðleiks- fýsn fólksins og eru í því efni alveg á sinni réttu hillu. En þótt fólkið eftir nokkurs tíma dvöl á þessum skólum þykist vera orðið of fínt til þess að vinna vanalega sveitavinnu, þá gef eg skólunum það ekki

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.