Kvennablaðið - 31.05.1915, Blaðsíða 5
KVENNABLAÐIÐ
37
þjóðum nú, þurfi að standa saurguð af
grimdarverkum og blóði ötuð frammi fyrir
skapara sínum. — — —
Þegar eg hér að framan nefni fyrirsögn-
ina: »Hvað geta konurnar gert fyrir land-
búnaðinn?« þá er það spurning til okkar
kvenna, er eg vil að við reynum framvegis
að svara, og leiðbeina hver annari eftir
föngum í þessu mikilsverða velferðarmáli.
Þessi grein er að mestu leyti sundur-
lausir þankar, er kannske gætu komið
af stað umræðum í blaði okkar, er að
gagni mættu verða.
Jóna Kristjánsdóttir
á Melgraseyrl.
Frá Frakklandi.
KvennaYlnna á ófriðartímnuuin. .
Morguninn eftir að ófriðnum var lýst yfir,
tóku allar þær konur til óspiltra starfa, sem
gagn vildu vinna og ekki unnu að hjúkrun.
Leituðust þær við að bæta úr kjörum kvenna
þeirra, er heima sátu; sérstaklega var reynt til
að hjálpa þeim mikla fjölda verksmiðjukvenna,
er atvinnulausar höfðu orðið vegna ófriðarins.
Vinnustofur lianda atvinnuleysingjum og
búðir, þar sem vinna þeirra var seld, voru
settar á stofn í öllum stórbæjum. í París einni
voru opnaðar yfir 600 slikar söludeildir. At-
vinnuleysingjum var skift í tvo fiokka. í fyrra
flokki voru allar húsmæður, sem sviftar höfðu
verið launum manna sinna, vinnukonur og alls
konar verkakonur, bæði þær er vinna fyrir sér
með líkamlegri og andlegri vinnu. í öðrum
flokki voru verkakonur, er stunduðu einhverja
sérstaka atvinnugrein (sérfræðingar).
Ilvaðanæfa streymdu að tilboð um húsnæði
handa vinnuslofunum. Verksmiðjueigendurnir
lánuðu stjórnendum vélar þær er þurfti. Einu
erfiðleikarnir voru fyrst í stað að útvega vinnu-
stofunum vinnu.
Atvinnulausu konurnar voru því látnar vinna
að því, að búa til alls konar muni, er nauð-
synlegir voru í stríðinu. Pær unnu fyrst og
fremst að því, að búa til hlýjar svefnábreiður
handa hermönnunum í skotgryfjunum og handa
fátækum særðum mönnum; sömuleiðis bjuggu
þær til prjónaföt og innri og ytri klæðnað.
Vinnustofur, sem voru fúsar til að taka að
sér vinnu, sem útheimti sérstaka kunnáttu, fóru
þess á leit við stjórnarvöldin, að þau sneru sér
til þeirra með pantanir á fatnaði hersins. Fyrst
var beiðni þeirra að eins sint að nokkru leyti,
en bráðlega tókst félagi því, er vann að skipu-
lagi vinnunnar, að koma í framkvæmd ráða-
gerð, sem það hafði hugsað sér fyrst í ágúst.
Markmið þess var, að raða i flokka vinnu-
stofum þeim í París, er væru fúsar að fylgja
sérstökum reglum, að skipa miðstjórn, er tæki
á móti öllum kröfum um vinnu, miðlaði vinnu
og hefði eftirlit með kaupum á vinnuefni, svo
hægt væri að setja fast lágmark fyrir launum
verkakvennanna.
Ráðstafanir þessar voru mjög nauðsynlegar
og hyggilegar og verðskulduðu lof það, er þær
hlutu. Fátækrastjórn ríkisins veitti félaginu
mjög nauðsynlegt lán, til þess að hægt væri að
kaupa efni, til þess að fullnægja fyrstu pöntun-
um stjórnarvaldanna. Sérstök vinnustofa var
I sett á stofn, til þess að æfa konur þær, er áttu
að stjórna vinnustofunum. Nú var bætt við
kaupdeild og vinnustofu, þar sem sniðið var,
og þær stækkuðu og jukust eftir því sem vinnu-
stofunum fjölgaði og pantanir fóru í vöxt. Hins
vegar var einnig séð um, að hinar stóru vinnu-
stofur, sem skraddarafélögin og jafnaðarmanna-
félögin höfðu sett á stofn, leystu af hendi pant-
anir fyrir stjórnarvöldin.
Stærsta forhöllin í einni af hinum voldugu
kaupfélagsbúðum vorum kvað við af hávaða
vélanna eins og suðandi býflugnahópar. Vinnu-
kauphöllin veitti húsaskjól vinnustofu, þarsem
brúður voru klæddar, er sendar voru til Ameríku.
Fátækrastjórn ríkisins var hlynt vinnu vorri
og veitti nýtt lán, svo vinnustofurnar gájfu nú
tekið að sér verulega stórfeldar pantanir.
Reynslan sýndi kosti þessa miðstjórnarfyrir-
komulags. í desember var komið á sambands-
félagi milli stórra flokka af vinnustofum undir
vernd forstjóra hinnar opinberu hjálparstarf-
semi. Hver flokkur átti fulltrúa í aðalstjórn-
inni og á skrifstofu hennar tengdu sameiginleg
störf karla og konur, sem höfðu hinar ólík-
ustu skoðanir.
Sambandsfélagið miðar ekki einungis að því,
að útvega verkakonum sambandsdeildanna
reglulega og vel borgaða vinnu, heldur reynir
það að færa út starfssvið sitt. Yfir 20000 verka-
konur Parísar eru meðl. þess og vinna í vinnu-
stofum þess. Hin opinbera hjálparstarfsemi
hefir gefið félaginu vald til þess að hafa eftirlit
með vinnukjörum vinnustofanna og hefir veitt
því lán. t sambandi við vinnudeild franska
kvennaráðsins hefir það barist fyrir að fá
hækkuð laun saumakvenna.
Góður árangur hefir orðið af þessari starf-
semi. í nokkra mánuði hefir fast lágmark átt
sér stað á launum fyrir saumaskap á nærfatn-