Kvennablaðið - 31.05.1915, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 31.05.1915, Blaðsíða 4
KVENNABLAÐIÐ 36 að sök, því að eg efast ekki um, að þeir vilji kenna nemendum sínum hyggindi þau er í liag koma og geta orðið þeim til blessunar í lífsbaráttunni. Nei, við eigum því miður mikla sök á þessu. Eitthvert óeðlilegt los er komið á heimili okkar, er mæður okkar og ömmur urðu ekki varar við; eitthvert hreint og kærleiksríkt band vantar, til þess að tengja unga fólkið við ættaróðul sin, einhverja varanlega gleði- uppsprettu vantar á heimili okkar, svo að þráin eftir oft miður sæmilegum gleðskap í kauptúnum og sjóþorpum, verði ekki eins rík og nú virðist eiga sér stað hjá unga fólkinu. þeir, sem tekið hafa eftir börn- um, hafa hlotið að verða þess varir, hve ræktarsemin við heimilin (ættjarðarástin) er samgróin eðli þeirra. Alt virðast þau vilja gera fyrir þann blett jarðar, er þau fyrst verða vör við tilveru sína á. Blómin, smákvistirnir í haganum og skeljarnar, þar sem þær er að fá, — alt er reytt heim í búið til pabba og mömmu, heim á litla leikvöllinn, litlu ættjörðina. Það þarf meira er lítið öfugstreymi að komast að í eðli barnsins til þess að breyta þessu í gagn- stæða átt eftir því, sem barnið þroskast að viti og aldri. En hver eru þá meðulin til þess, að þessi viðkvæma tilhneiging dafni og þroskist í rétta átt? Þau mega ekki vera óeðlileg eða á nokkurn hátt þving- andi, »því frjáls fæðist maðurinn, frjáls er hans gerð, þótt fæðist und járnfargi hlekkja«. Eg fyrir mitt leyti álít, að bezt sé að sækja þau í skaut náttúrunnar, en til þess þurfum við að bera sem bezt skyn á eiginleika hennar og kröfur, þurfum, eins og áður en sagt í grein þessari, að bera sem allra bezt skyn á landbúnaðinn í sem allra víðtækastri merkingu. Sem mæður og húsmæður eigum við að innræta börnum okkar og ungdómi þeim, sem- við eigum yfir að ráða, ást og virð- ingu fyrir öllu því, er lýtur að ræktun landsins og velmegun. Ávalt og alstaðar getum við komið því við: í starfstímun* um, í hvíldartímunum og skemtitimunum. Þegar við t. d. göngum með börnunum okk- ar meðfram grasigróinni breiðu, skreyttri ýmiskonar blómum, sem vanalega er yndi og eftirlæti barnanna, hve gott tækifæri höfum við þá ekki til þess að sýna þeim fram á, hve mikill unaður það sé fyrir þau, að hjálpa til að skrýða landið sem fegurstum skrúða, og í starfstímunum inn- ræta þeim virðingu fyrir vinnunni og live nauðsynlegt og eðlilegt það sé, að fram- leiða sem flest gæði úr skauti náttúrunnar og hve mannlegt og fagurt það sé, að neyta síns brauðs í sveita síns andlitis, neyta allra sinna krafta til þess ítrasta. Og í hvíldartímunum getum við vakið athygli barnanna á því, hve hvíldin sé mikil nautn þreyttum líkama; en fyrst verði maður að starfa sig þreyttan til þess að geta notið hvildarinnar í fullum mæli. Já, sem kenn- arar, og ekki hvað sízt þar, getum við mótað varanleg og djúp áhrif. Hve gott t. d. að segja börnunum frá ýmsum mikil- mennum þjóðanna, er töldu ræktun lands- ins lifsskilyrði fyrir þjóðirnar, andlega og líkamlega, og hjá okkur hafi það verið talin gullöld, er bændur bygðu að meslu leyti land alt. Jú, í sjálfum trúfræðistím- unum; hvað gætu þeir ekki orðið bjartir og hlýir eins og sólin, ef við færum að eins og meistarinn mikli, að við notuðum svo að segja hvert smáblóm á vegi okkar við kensluna þá. En þá erum við nú komin að viðkvæm- asta og háleitasta viðfangsefni mannsand- ans. En því þá að vera að blanda þess háttar innan um eins konar búnaðargrein? Jú, það er einmitt kristin gullöld, er nú þarf að renna upp hjá okkur, til þess að heimili okkar geti orðið þess megnug að ala upp kynslóð, er í framtíðinni megi treysta til þess að halda áfram landbún- aðarstarfsemi okkar, og þess vegna að eins festa sjónir á því verulega, er að Lhaldi má koma til gæfu og gengis þjóðinni í framtíðar-lífsbaráttu hennar. Trúna á guð og föðurlandið þarf um fram alt að inn- ræta æskulýðnum svo hreina og ómeng- aða, að það geti aldrei komið fyrir, að ísland, líkt og sumar af hinum kristnu

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.