Kvennablaðið - 31.03.1916, Qupperneq 1
Kvennablaðið kost*
ar 1 kr. 50 au. inn*
anlands, eilendie 3
kr. [86cent veetan-
hafe) '/* ▼‘‘rðeins
borgiet fyrfram, en
2/» fyrir 16. júli.
'UímtftHftbib.
Uppsögn skriðeg
bundin viÖ kra-
m6t, 6gild nctna
knmin sé til At*
got. fyrir 1. okt
og kaupandi hafl
borgað að fullu.
22. ár.
Reykjavik, 31. marz 1916.
M 3.
Tilkynning.
Með því að allar prentsmiðjur hér í
bænum hafa hækkað verð á allri prenlun
um V* hluta og pappír sömuleiðis hefir
hækkað í verði unt helming eða meira,
þá neyðist eg til að hækka verð Kvenna-
blaðsins úr kr. 1,50 upp í 2 krónur og
auglýsingar að santa skapi, nema þær,
sem staðið hafa árum saman óbreyttar
í blaðinu.
Rej'kjavík 31. marz 1916.
Bríel Bjarnhéðinsdóttir.
Árvekni.
Margir halda því fram, og þar á meðal
konurnar sjálfar, að nú megum vér leggja
frá oss áhyggjurnar um jafnrétti vort eða
jafnréttisleysi. Jafnréttið sé nú að fullu
fengið. Um það þurfi ekki frekara að
skifta sér. Með kosningarétti og kjörgengi
fertugu kvennanna sé takmarkinu náð.
Lengra verði aldrei komist.
En þeir, sem þannig hugsa og tala,
hafa aldrei skilið þessi inál. Kosningar-
réttur og kjörgengi geta aldrei orðið ann-
að en meðul. Þau eru einasta óbrigðula
vopnið, sem beilt verður, til þess að ná
öllum öðrum réttindum og nauðsynlegum
áhrifum í öllum þeim málum, sem menn
hafa áhuga fyrir, og fyrir oss konur, til
þess að verða í raun og sannleika annar
liluti þjóðarinnar, með jöfnum réttindum,
ábyrgð og skyldum og hinn hlútinn, sem
fram að þessum líma hefir ráðið lögun-
um og — ólögunum, sem hefir skamtað
oss réttindin úr linefa og skipað fyrir,
hvar ver skyldum silja og standa, hverjar
skyldur vorar ætlu að vera gagnvart þeim
sjálfum — karlmönnunum, sem hingað til
hafa einir í raun og veru verið þjóðin.
Nú ber oss að sýna, til hvers vér vilj-
um nota þessi vopn, og hvort vér kunn-
um með þau að fara. Höfum vér nokkur
sérstök áhugamál, sem vér viljum safna
oss saman um og berjast fyrir að fá
heppilega leyst, nokkrar hugsjónir landi
og lýð til þroska og siðbóta, sem vér
viljum koma í framkvæmd? Hvern þátt
höfum vér hugsað oss að taka í þjóðfé-
lagsstörfunum með karlmönnunum? Og
getum vér vænzt þess, að þeir taki sam-
vinnu vorri fúslega, að þeir álíti oss jafn-
gildar og góðav og sig sjálfa, ef vér kynn-
um að hafa þau skilyrði, sem hin ýmsu
störf heimtuðu af þeim, sem ættu að leysa
þau af hendi?
Auðvitað verður ekki leyst úr öllum þess-
um spurningum að svo stöddu. Reynslan
verður að skera úr flestum þeirra. En
þeirri spurningu, hvort.vér ættum nokkur
sérstök áhugamál og hugsjónir, mætti ætla
að unt væti að svara.
Sumir álíta, að konur eigi aldrei að
hafa nein áhugamál, sem snerti þær sjálf-
ar sem kyn eða flokk. Það sé svartasta
eigingirni. Öll þeirra áhugamál eigi að
snúast um hina svokölluðu þjóð.
En nú er á það að líta, að hingað til
hefir sá hluti þjóðarinnar, sem ráðið hefir
lögum, landsvenjum og framkvæmdum,
skipað fyrir um alt vort daglega líf frá
vöggunni til grafarinnar. Hann hefir skip-
að fyrir um, hvernig vér skyldum alast
upp, hvað vér skyldum læra, hver verk
vér skyldum vinna, hvaða lögum vér