Kvennablaðið - 31.03.1916, Page 3
K V Já N N A B L A Ð I Ð
19
komist í framkvæmd og verði meira en
pappírslög ein. Og vér verðum að fá all-
an mismun að lögum upphafinn á kjör-
um og réttindum karla og kvenna. Vér
verðum að brejda hugsunarhætti þeirra,
sem enn þá vantar trúna á hæöleika vora,
og þeirra, sem ekki geta hugsað sér jafn-
réltinu milli karla og kvenna fylgt í fram-
kvæmdinni, þótt þeir í orði kveðnu þykist
viðurkenna það. Vér verðum að venja oss
á að skoða oss sem jafningja karlmann-
anna, keppa eftir að fá jafnmikla þekkingu
og þeir hafa, og yör höfuð verða jafnfærar
þeim í öllu því, sein vér tökum oss fyrir
hendur.
En vér verðum líka að kenna karl-
mönnunum að skoða oss sem jafningja
sina og viðurkenua það bæði í orði og á
borði. Og það mun verða eröðasta við-
fangsefnið. Menn geta talað fagurlega um
frelsi og jafnrétti annara, þegar ekkert ber
á milli. En komi samkepni eða eigin hags-
munir til sögunnar, þá vill jafningja-
viðurkenningin hverfa. Þess sjáum vér
víða og daglega dæmi. T. d. er ekki langt
síðan að góður sveitabóndi hneykslaðist á
því i blaði, að kvénfélagi (ekki sérstakri
konu) var veittur ferðastyrkur handa full-
trúa, til að mæta fyrir það og landið á
alþjóðafundi. En — sami maður heör
ekkert hneykslast á þvi, að mörg karl-
mannafélög hafa margoft fengið samskon-
ar styrki við lík tækifæri. Hann hneyksl-
ast líka á því, að íslenzk stúlka, sem er
stúdent og slundar háskólanám erlendis,
sein hér er ekki unt að stunda, skuli vera
veittur námsstyrkur héðan, og kallar slíkt
ölmusu. Spyr, hvort það sé vegna starf-
semi móður hennar »eða af því að kven-
fólkið eigi oð fá alt sem það heimti«. En
hann hneykslast ekkert á að 4 karlmenn,
sem stunda nám erlendis, fá einnig náins-
styrk, og sumir þeirra miklu hærri en stúlk-
an, og hafa þó 2 þeirra haft »Garðstyrk« að
fullu í 4 ár eða 828 krónur árlega, en
stúlkan ekki, auk íjölda annara manna,
sem fá alls konar styrki. Þetta sýnir, hvað
karlmenn eiga erött með að þola jafnréttið
í framkvæmdinni. Fyrir þessum manni
gat ekki vakað nein persónuleg óvild til
þessara kvenna. En hann gat ómögulega
þolað né skilið, að konur fengju ferða-
styrk eða námsstyrk, þótt margir tugir
karlmanna fái alls konar styrki á hverjum
einustu fjárlögum, en nær því engin kona,
að undanteknum embætlismannaekkjum
og einstöku ekkjum öeiri, og þá mjög af
skornum skamti.
Urþvíminst er á fjárlögin, má geta þess,
að á þeim er meðal annars veiltur 4000
kr. styrkur hvort fjárhagsárið lianda »ung-
um efnilegum mönnum tii verklegs náms
erlendis«. Samkvæmt íslenzkri málvenju
eru konur líka menn, og gætu því »efni-
legir ungir kvenmenn sótt um styrk af
þessu fé til verklegs náms erlendis«. Ekki
veitti þeim síður af styrknum. Fróðlegt
væri að vita, hverju landsstjórnin svaraði
slíkri umsókn.
Að öllu þessu athuguðu er það auðsætt,
að konurnar verða að hafa gát á viðburð-
um og málum, fylgjast með í öllu sem
góðir borgarar, aöa sjálfum sér þeirrar
þékkingar og þroska, sem þær enn þá
vantar svo mjög, til þess að geta staðist
í samkepninni og lífsbaráttunni bæði fyrir
sér og börnum sínum, og til þess að verða
færar um að leysa uppeldisstörön vel af
hendi, sem þær hafa tekið já sig með móð-
urskyldunni, og geta lagt sinn ríöega skerf
þjóðinni í heild sinni til menningar og
heilla. Og fyrsta skilyrði til þessa er ár-
vekni í öllurn greinum.
Friðarleiðangur Ford's.
Eins og kunnugt er oröið, þá sneri Ford aft-
ur heim til Ameríku. Fór ekki lengra en til
Kristjaníu og Kaupmannahafnar. En friðar-
postulana lét hann þó ekki allslaúsa eftir, þvi
að sögn gaf hann þeim heila miljón tif friðar-
starfseminnar. Foringi ferðarinnar mun, eítir
heimför Fords, vera hin ungverska, alþekta kven-
réttindakona, Rosika Schwimmer. Frá Kaup-
mannahöfn var ferðinni heitið til Stokkhóims
og þaðan til Haag í Hollandi, þar sem friðar-