Kvennablaðið - 31.07.1916, Side 3

Kvennablaðið - 31.07.1916, Side 3
K.YHNNABLAÐIÐ Si irnir að taka tillit til þess, sem þær krefjast. þá eru þær orðnar kjósendur, sem með atkvæðum sínum geta velt löggjöfum og stjórn frá völdum, þegar þeim ekki líkar framkoma þeirra. Það vita þingmenn vorir og stjórn jafnvel og þing og stjórnir annara þjóða. Og þegar vér sækjum alþingiskosn- ingarnar, þá erum vér einmitt að sýna hverja löggjafa vér viljum hafa, og um leið verðum vér þá einnig að setja þeim þau skilyrði, sem vér viljum gera, fyrir stuðn- ingi vorum þeim til handa til þingsætanna. Nú hafa engir stjórnmálafundir verið haldnir, en eflaust verður það gert fyrir kjördæmakosningarnar i haust. Þá ættu konur að fjölmenna, og á hverjum slíkum fundi að hafa sér formælendur, sem bæri upp kröfur þær, sem þær vildu gera til þingmannaefnanna. Þar ætti áhugi kvenna eða áhugaleysi að koma fram. Vér trúum því tæplega, að konurnar eigi engin áhuga- mál, sem þeim sé ant um að komist í framkvæmt með tilstyrk þings og lands- stjórnar. En þá verða þær sjálfar að hreyfa þeim fyrst í blöðunum og þar næst á þing- málafundunum. Kvennablaðið tekur fúslega við greinum um öll þau efni, sem oss konum geta verið til gagns og framfara og yfir höfuð geta á einbvern hátt vérið til umbóta. — Hér í blaðinu hefir verið leitað fyrir sér, hver væru áhugamál íslenzku kvennanna. Víða hefir verið borið niður: hjónabandslöggjöf, barnalöggjöf, pólitísk réttindi, uppeldismél, skólamál o. íl. o. fl. — Alt þetta hefir verið tekið til umræðu, og öllum konum landsins verið boðið orðið En það hefir hingað til verið eins og að tala ofan í tóma tunnu. Enginn hefir svarað. En því kynlegar víkur því við að heyra Kvbl. borið það á brýn, að það vilji ekki flylja aðsendar ritgerðir um landsmál, og tek- ið til sem dæmi, að það hafi einu sinni neit- að fyrirleslri upptöku í blaðið. Kvbl. hefir flutt ritstjórnargreinar um fjöldamörg mál, sem konur varða bæði persónulega og í sambandi við ýmsar þjóðfélagslegar fram- farir. Það hefir einnig oftsinnis skorað á konur, að rita í blaðið; útgef. hefir marg- oft skrifað ýmsum konum víðsvegar um land, og mælst til þess, að þær rituðu í blaðið, sendu því fréttir, t. d. um hluttöku kvenna í sveita-, héraða- og kirkjumálum o. s. frv., en sama þögnin hefir oftast nær verið, hvar sem borið hefir verið niður. Þær fáu konur sem í blaðið hafa ritað, eru hreinar undantekningar. Væri þetta vegna stefnumismunar í þjóðfélagsmálum, þá mætti eigi að síður rita í blaðið og and- æfa þeim skoðunum blaðsins, sem menn væru ósamþykkir. Gæti það bæði verið réttmætt og gert líf í blaðinu og meðal kvenna. Ef konur hefðu eitthvað á móti blaðinu sjálfu, þá gætu þær einnig fengið greinar sinar teknar upp í önnur blöð. En því fcr svo fjarri, að þær riti heldur í þau, að teljandi sé. Og þá sjaldan að þær gera það, þá rita flestar þeirra nafnlaust. Jafn- vel í svo meinlausu máli og landsspítala- samskotin eru, hafa þær fáu konur, sem um það hafa ritað, sjaldnast treyst sér til þess að láta nafns síns getið. Auðvitað er það líka hægra og áhættuminna, ef menn ætla sér að hnýta í aðra, að gera það úr skúmaskoti nafnleysisins, en að standa beint frammi fyrir mönnum í fullri dags- ins birtu, takandi á sig þá ábyrgð og ónot með nafni sínu, sem aðfinslum og ákúrum í blaðamenskunni fylgja. En drengilegra er það, að þora að vega beint framan að mönnum, en laumast að baki þeirra. Kvennablaðið væntir þess, að þær kon- ur, sem áhuga hafa fyrir einhverjum mál- um, sem snerta konur sjálfar eða þjóðfé- lagið i heild sinni, ræði þau í Kvbl., og geta þar komið fram mismunandi skoðanir og tillögur, sem ættu að geta stuðlað að þvi, að málin yrðu rædd frá ýmsum hlið- um. Vér höfum sofið alt of lengi og látið aðra sjá um alla hagsmuni vora. Nú ætt- um vér að fara að taka við umsjóninni sjálfar yfir vorri persónulegu og þjóðfélags- legu velferð, með því að gera oss ljóst hvað það er, sem á vantar, og hvernig vér viljum bæta það. Land vort er stijál- bygt og samgöngur allar ógreiðar og dýrar. Blöðin eru samgöngutæki. Með þeim get-

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.