Kvennablaðið - 31.07.1916, Qupperneq 4

Kvennablaðið - 31.07.1916, Qupperneq 4
KVENNABLAÐIÐ 52 um vér komið hugsunum vorum og skoð- unum hver til annarar og haft með því áhrif hver á aðra. Þau eiga að skýra mál- in fyrir oss, og kynna oss persónulega hverja fyrir annari, og ástand vort og að- stöðu í þjóðfélaginu. En — til þessa þarf áhuga — lifandi áhuga fyrir öllu þvi, sem sjálfum oss og öllu þjóðfélaginu má að gagni verða. Með því að öðlast ný rétt- indi, höfum vér líka fengið nýjar skyldur. Vér eigum að fara að taka fullan þátt i þjóðfélagsstarfseminni. ' Ef vér sneiðum oss hjá því, þá vanrækjum vér skyldur vorar. Ef oss þykir löggjöf, landsstjórn og sveitastjórn fara í handaskolum, þá eigum vér ekki að sitja hjá og setja út á alt, sem gert er, heldur leitast við að bæta það, með því að hjálpa til að koma betra skipulagi á í þeim efnum. Pað getum vér með tvennu móti: Með atkvæðum vorum, og með persónulegri hluttöku vorri i öllu því, sem fram fer í þjóðfélaginu. En þá verðum vér að hafa bæði áhuga, vilja og þekkingu til brunns að bera. Og það er þetta þrent, sem við verðum að keppa eftir að efla og þroska hjá sjálfum oss. Samband norrænna kvenréttindafélaga. Lesendur Kvennablaðsins muna eflaust eftir, að norrænn kvennafundur var hald- inn í Kaupm.höfn vorið 1814, sem Kven- réttindafélagi íslands var boðið að taka þátt í og senda fulltrúa til. Félagið tók boðinu, og fékk frú Björgu Blöndal til að mæta sem fulltrúa fyrir sig á fundinum. Aðaltilgangur þessa fundar var, að ræða um breytingar á hjónabands- löggjöfinni norrænu og barnalöggjöfinni, sem allar norrænu þjóðirnar, að íslandi einu undanteknu, eru nú að leitast við að laga hjá sér. Á þessum fundi kom sú tillaga fram, að æskilegt væri, að myndað væri samband milli hinna ýmsu kvenréttindafélaga, sem tekið höfðu þátt i fundinum. Niðurstaðan varð sú, að þau félög, sem höfðu tekið þátt í þessum fundi, skyldu mætast þá um haustið, til að koma á fót þessu um- talaða sambandi. — En um haustið var sú breyting á orðin, að striðið var hafið, sem nú geysar, og þótti því fundarbjóð- endunum bezt að bíða með fundinn, þang- að til að stríðinu afstöðnu. Menn vonuðu, að það mundi ekki standa yfir nema fáa mánuði. En þegar nú sýnilegt virðist, að ekki muni fullur friður fást fyrst um sinn, þá hafa konur þær, sem áður stóðu fyrir þessum sambandstilraunum, álitið það of- langa bið, að biða með fundinn þangað til. Svíþjóð hafði haldið fram, að fund- urinn væri haldinn í Stockhólmi, . sem samþykt hafði verið. í trausti þess, að konum þætti oflangt að bíða lengur, þá hefir nú orðið ofan á, að fundurinn skyldi haldinn í Stockhólmi í haust, og að kven- réttinda-sambandsfélög norrænu landanna skyldu senda einn fulltrúa hvert fyrir sig, til að mæta á fundinum, sem ætti að stofna sambandið formlega og semja lög og reglur fyrir það. Nú hefir bæði Kvenréttindafélag íslands og Hið islenzka kvenfélag fengið bréf frá móttökunefndinni í Stockhólmi, þar sem þeim er boðið að taka þátt í fundinum, til að mynda fyrsta formlega sambandið milli norrænna kvenna. Skyldi hvort af þessum félögum senda 1 fulltrúa, sem mættu á fundinum, sem fulltrúar félag- anna fyrir hönd íslenzkra kvenna og tækju sameiginlegan þátt, með hinum fulltrúun- um frá hinum norrænu löndum, í því, að ræða ura form fyrir þennan félagsskap, semja lögin og ræða um ýms önnur mál, sem þar yrðu tekin til meðferðar. Skyldu allir fulltrúarnir vera gestir sænskra kvenna meðan á fundinum stæði, sem ráðgert er, að verði 10.—11. nóv. næstkomandi. Bæði Kvenréttindafélag íslands og Kven- félagið íslenzka hafa ákveðið að ganga i sambandið og senda fulltrúa fyrir sína hönd á fundinn. Mætir frú Björg Blöndal

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.