Kvennablaðið - 31.07.1916, Síða 5

Kvennablaðið - 31.07.1916, Síða 5
KVENNABLABIÐ 53 þar sera fulltrúi Kvenfélagsins, en óvíst ennþá, hver þar mætir af hálfu Kvenrétt- indafélags íslands. Samband þetta er ætlast til, að vinni að- allega að þvi í sameiningu, að fá breytt hinum ýmsu lögum og lagavenjum kon- um norrænu landanna í hag, og taka höndum saman, til þess að kynna sér hagi þeirra og leitast við að bæta þá, bæði að lögum og í framkvæmd. Búist er svo við því, að þessi sambandsfélög muni i hverju landanna sem er, mynda sameiginlega nefnd heima hjá sér, til að vinna að þess- um málum. Vér íslenzku konurnar erum bæði svo afskektar og áhugalitlar, að oss ætti að geta orðið stórmikið gagn að slíkum fé- lagsskap, einkum ef konur hér að heiman sæktu þessa fundi. það mundi opna augu þeirra fyrir hinu marga, sem við eigum ennþá eftir að fá lagað, bæði að lögum og í framkvæmd, hér heima. Með því mundum vér einnig fá margháttaða þekk- ingu frá merkustu konum þessara Ianda og þeirra félagsskap og framkvæmdum í öllu tillili, og á því höfum vér fulla þörf. Samband þetta er ætlast til að vinni aðallega að því, að bæta kjör kvenna í þessum löndum, bæði að lögum og í verk- legri framkvæmd, til að jafna og upphefja þann mun, sem ennþá á sér stað á kjör- um karla og kvenna. í því skyni tekur fundurinn til umræðu störf kvenna og starfslaun, sem svo er aftur skift í 3 liði: 1. launakjör þeirra, 2. möguleika og líkur fyrir taunahœkkun í þessum stöðum*, og 3. líkurnar fyrir nýjum störfum og stöðum handa þeim. Danska kvenfélagið »Dansk Kvindesamfund« hefir tint saman og látið prenta lista yfir um 300 lagaforboð og venju- forboð, sem útiloka danskar konur frá ýmsum stöðum og störfum, sem er bæði fróðlegt að kynnast og gefur fullnægjandi svar við þeirri skoðum manna, að kven- réttindafélög séu óþörf, þegar pólitiskur kosningarréttur sé fenginn. í sambandi við þennan sambandsfund ætla sænskar konur að halda opinberan umræðufund, þar sem þær óska eftir, að fulltrúarnir skýri frá, hvað konur í þeirra löndum hafi gert til framfara húsmæðra- kenslu þar, sem kemur til af því, að Svíar hafa mest allra Norðurálfuþjóðanna sýnt áhuga í þeim efnum. Þeir hafa komið upp skólaeldhúsum við mestan hluta af barnaskólum sínum, og fjölda húsmæðra- skóla, með bæði löngum og stuttum nám- skeiðum, bæði handa konum í borgum og sveitum. Og nú í vetur hefir allmikið verið rætt þar og ritað um, að gera hús- stjórnarnám að skyldunámsgrein fyrir allar konur um 1 eða fleiri ár, á aldrinum frá 18 —25 ára, sem skyldi skoðast sem land- varnarvinna kvenna. — ÖIl Norðurlönd hafa nú tekið hússtjórnarkenslumálið upp hjá sér, sem eitt af þýðingarmestu lands- málunum, og verður það því hvorki létt verk né skemtilegt, að skýra á þessum fundi frá þvi, fyrir íslenzku fulltrúana, hvað bæði íslenzkar konur og íslenzka þjóðin í heild sinni, hafi gert fyrir þetta mál, án i þess að verða að setja okkur öll í reglu- legasta gapastokk fyrir fávizku og fram- kvæmdarleysi. — En hvað sem óþægindunum líður við það, að hafa ekkert eða lítið nýtilegt, að segja um tilraunir okkar íslenzku kvenn- anna, til að koma bæði þessum málum okkar og öðrum í sæmilegt horf, þá er það auðsætt, að því skemra, sem við erum á veg komnar í öllum efnum, því nauðsyn- legra er okkur að fylgjast með þeim kon- um, sem lengra eru komnar, og læra af þeim. Sænskar konur bjóða velkomnar fleiri konur á fundinn, úr þeim kvenrétt- indafélögum, sem taka þátt í honum, og væri því æskilegt, ef einhver kona eða einhverjar konur, sem eru í Kvenréttinda- félagi íslands, annaðhvort hér i Reykjavík eða í hinum kvenréttindafélögunum, gætu tekið sig upp og verið þar viðstaddar sem áheyrendur og þátttakendur. Af því má fá margskonar fróðleik og kynningu um ástand þessara frændþjóða vorra.

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.