Kvennablaðið - 31.07.1916, Qupperneq 6

Kvennablaðið - 31.07.1916, Qupperneq 6
54 KVENLNABAÐIÐ Heillaóskir til islenzkra kvenna frá norskum konum, með nýfengin stjórnmála- réttindi: Landskvindestemmeretsforeningen. Til Formand i Kvenrettindafélaget, Fru Briet Bjarnhedinsdottir, Asmundsson, Reykjavik. Norske Kvinder samlet i Landskvinde- stemmeretsforeningens Landsmöde önsker sine islandske Söstre tillykke med sidste Stemmerestseier og velkommen til Samarbeidet. F. M. Qvam. Kristiania 8de Juli 1916. Thora Halvorsen, sekretær. Alþýðu-barnafræðsla. Undarlegt virðist það, hvað fáir taka til máls í blöðum vorum um fræðslumálin, og þó einkum um barnafræðsluna. Aðeins örfáar greinar hafa komið fram um það mál, og efast þó enginn um að alþjóð mundi koma það mál við meira en nokk- urt annað mál, þar sem öll alþýðufræðsl- an svo að segja er til þessa dags undir því ltomin hvernig barnafræðslan er, með- an framhaldsskólar og aðrir unglingaskól- ar eru bæði fáir og ófullkomnir, og eng- um skylt að nota þá fáu, sem til eru, fremur en menn vilja. En þótt lítið sé í hámæli talað um barna- fræðsluna, þá er það þess meira manna á milli. Því fer mjög fjarri, að alþýðan elski þessa barnaskóla sína og geri alt, sem í hennar valdi stendur, til að bæta þá og fullkomna. Hvar sem menn bera niður að tala um barnaskólana, þá er alstaðar á reiðum höndum óánægjan yfir þeim kostnaði, sem skólarnir baki borgurunum, eftirtölur um laun kennaranna, sem fjölda manna finnst of há, og sífeldar útásetning- ar um árangur kenslunnar og kennarana sjálfa. Eitt af þvi, sem ýmsir menn nú eru farnir að finna barnakenslunni til foráttu, að minsta kosti í kaupstöðunum, er að of margar konur kenni við skólana. Konurn- ar muni ekki jafn hæfar til kenslu, að minsta kosti þar sem margir stálpaðir drengir séu í bekk. Þar þurfi fremur á karlmönnum að halda, til að kenna drengj- unum hlýðni og virðingu fyrir kennaran- um. Einkanlega eru það þó karlmennirnir sem líta þannig á. Þeir eiga jafnan svo bágt með að trúa því, að konur jafnist við þá í nokkurri grein. Þessi skoðun hefir einnig komið fram viða erlendis, þar sem barnafræðslan er á háu stigi og margar konur kenna við barnaskólana. Ýmsir hafa haldið, að með því yrði kenslan of »kvenleg«, eitthvað grynnri og veigaminni en hjá karbnönn- unum. Móti þessari skoðun hafa flestar þær konur snúist, sem mest hafa gefið sig við uppeldis- og kenslumálum, og ýmsir fræg- ir uppeldisfræðingar. Hafa þeir sýnt og sannað, að eins og konan væri nauðsynleg á heimilunum við uppeldi barnanna, þann- ig væri hún það einnig í skólanum til þess með nærgætni sinni og móðureðli, að hafa vekjandi áhrif á alt það, sem fín- ast og bezt væri í barnseðlinu. Og á því hefði engir meiri þörf en einmitt stálpuðu drengirnir. í Svíþjóð og Finnlandi hefir að undan- förnu verið mikið rætt og ritað um laun kennaranna, með því launafrumvörp og launahækkun hefir þar verið á prjónun- um handa alþýðu-skólakennurunum. Kon- urnar, sem áður hafa verið afskiftar að launum við alla skóla, hafa krafist að þau væru jöfnuð, og þeim gert jafn hált undir höfði í þeim efnum, eins og félögum þeirra I karlmannahópnum, sem kendu við sömu skólana jafnvel sömu námsgreinarnar og þær, og tækju sömu kennaraprófin áður, til undirbúnings undir skólakensluna, og sem skilyrði fyrir henni, eins og þær yrðu að gera. En þá hafa karlmennirnir lialdið því fram, að þeir væru færari til kensl- unnar. Árangurinn yrði betri hjá þeim. Auk þess sem þeir ættu að hafa meiri laun af því þeir hefðu fyrir lieimili að sjá.

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.