Kvennablaðið - 30.04.1918, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 30.04.1918, Blaðsíða 4
28 KVENNABLAÐIÐ óvissar og þær nú eru. Kona sú, sem send yrði, ætti heizt að veljast af bæjar- \ stjórninni, þvi líkindi væru til að hér kæmi kunnátta hennar og þekking að mestu gagni, einhum fyrst i stað. Hún ætti einn- ig að athuga hvaða matur mundi heppi- legastur og ódýrastur hér, um leið og hann ; ætti þó að vera svo góður og tilbreytileg- ur að menn kysu hann heldur, en að vera að botloka með miðdagsmatargerð handa 2—4 persónum. Það er misskilningingur að búa ætti lii fleiri tegundir matar, handa ríkara fólki fínni mat, og einfaldan handa fátæklingunum. Maturinn á að vera sams- konar handa öllum, og svo góður að allir megi vel við una, eftir kringumstæðunum, en þó svo ódýr að hann yrði dýrari ef búa ælti hann til á hverju heimili handa hverri fjölskyldu út af fyrir sig. Þetta yrðu þeir sem færu, að hafa hugfast, og finna ráð við því að geta gert hann þannig úr garði, ef til kæmi. Og í þeim efnum má mikið læra af Dönum, en sjálfsagt er að taka fult tillit til okkar sérstöku staðhátta og kringumstæðna og rýma það saman, sem bezt mætti fara að gæðum, hollustu og ódýrleika. Það er aðalatriðið. Sömuleiðis yrði sú kona sem færi, að athuga áður, hvaða áhöld væri áhjákvæmi- legt að kaupa, og yrði hún að hafa á hendi alla útvegi í þeim efnum fyrir bæ- inn, en bæjarstjórnin yrði að sjá um flutn- ing á þeim heim hingað og fá útflutnings- leyfi til þess ef þess þyrfti við. Einnig ætti hún að athuga, hvort nokkrar mat- vörur væru fáanlegar sem hagur væri i kaupa til notkunar við þessa fyrirhuguðu matreiðslu. Gæti þar helzl verið að tala um ýmislegt grænmeti o. fl. i þá átt. Jb'ötin okkar. Eftirfylgjandi grein er að nokkru lcyti út- dráttur úr sparnaðarfyrirlestri frú Elnu Fens- mark, kenslukonu i kvenfatasaumi, iil heim- ilisnotkunar og ^yöruþekkingu o. fl„ sem hún hélt i Kaupmannahöfn í fyrra vetur. Geta mörg atriði fyrirlestursins átt alstaðar við. »Þar sem um fötin okkar er að ræða, má og á að spara á tvennan hátt. Það verður að spara þegar ekki er unt að útvega meira, og pað má spara, einkutn geta konur sparað 50°/o af venju- legum fataútgjöldum sínum, með pví að láta sauma allan aðalfatnaðinn heima hjá sér. Kaupið ekki tillniin föl og takið ekki föt lil láns. Þegar menn eru komnir inn i búðirnar, og sjá par allar vörur nýjar og fallegar, sem eiga svo ágætlega við smekk hvers eins, eða ef par eru einmitt pau föt sem okkur vanhagar mest um, og ef við svo förum að »máta« þau, og pau fara ágætlega — pá er freistingin oft mikil til að ltaupa dýrara en við höfðum ætl- að okkur, Ef við t. d. hefðum vegna dýrtiðar- innar búist við að kaupa okkur kápu einfalda og pokkalega, en alls ekki skrautlega, og hefð- um búist við að gefa fyrir hana polanlegt verð, segjum 40—50 krónur, pá gætum við notað gamlan, pokkalegan hatt, og sömu fötin innan undir og vant er. En förum við nú og kaup- um fína kápu, hálfu dýrari, pá verða öll fötin að verða í samræmí við pað, og það hleypir öllum daglega fatnaðinum upp. Auðvitað er freistingin mest fyrir pá, sem hal'a rikasta feg- urðartilfinningu og beztan smekk, En standi þeir með afmarkaða krónutölu i hendinni og ekkert lánstraust, pá er freistingin minni. Láns- traustið freistar mest og er hættulegast, par sem lítil efni eru fyrir hendi. Takið vissa upphœð frá mánaðarlega eða ár- lega fyrir fölum. Búið ykkur til skrá yfir hvað einföld, góð föt kosta og gerið ykkur svo töflu yfii; hvernig verja skuli peningunum til nauð- synlegra fatakaupa og viðhalds eldri fötum. Skrifið upp hvað hver flik hefir kostað oghvað hún hefir verið lengi notuð, og hvað hún muni endast enn pá. Með því að deila upphaflega verðinu með áratölunni sem fötin endast, fæst út árlegur fatakostnaður. Menn geta sjálfir séð petta fljótlega með pví að setja upp töflu yfir öll sín föt og hafa sér- staka dálka fyrir fyrsta flokks föt, sem keypt eru tilbúin, og þau sem eru afsömugæðum en saumuð heima að mfeira eða minna leyti, sömu- leiðis tilbúín aðkeypt föt úr lakara efni, og heimasaumuð föt úr sama efni. Leggja síðan hverja talnaröðin’a saman út af fyrir sig, þá kemur verðmunurinn út. Þegar svo er aðgætt hvað 1. og 2. flokks föt hafa enst lengi, pá sést með tölum hver fötin verða að Iokum dýr- ari, pau úr góðu efni eða pau úr lélegra efni. A pessa fatatöflu skal skrifa allan iatnað, inst og yzt, og með pvi að leggja saman nokknra ára eyðslu og deila með áratölunni, kemur út árlegur kostnaður til fatanna. Undirstaðan undir fatareikningum er góð-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.