Kvennablaðið - 31.07.1918, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 31.07.1918, Blaðsíða 2
50 KVENNABLAÐIÐ tekin af alþjóð kjósenda nema vér séum með. Hefðu sambandslögin 1909 gengið fram, urðum vér að sitja hjá, og sjá ef til vill karlmennina »semja af sér«, eða greiða atkvæði þvert á móti vorum vilja og sannfæringu. Þessi réttindi, sem vér nú höfum öðlast, að vera sjálfar með að ákveða réttartakmörkin milli vor og Danmerkur, þeim fylgir einn- ig ábyrgð og skyldur. Ábyrgð á því að nota þessi réttindi vel, og skylda til að skera úr málinu með atkvæði voru. Vér höfum ástæðu til að vera óumræðilega glaðar yfir þvi að fá þessi réttindi einmitt þegar þ5rðingarmesta máli lands vors og þjóðar á að ráða til lykta, og þegar feng- ist hafa sérstaklega góð úrslit á þvi. Sæmd vor kvennanna íslenzku liggur við, að vér allar, sem erum nú kjósendur, tökum þátt í þessari alkvæðagreiðslu í haust. Bætum þá upp það ófyrirgefanlega kæruleysi, sem vér sýndum við kosningarnar 1916 að ekki kaus nema 10°/o af öllum kosningarbærum konum. Nú í vor kusu 75°/o af öllum kosningabærum dönskum konum við þing- kosningar þar í landi. Sambandsmálið er oss þó enn þá meira vert en einfaldar al- þingiskosningar, þegar ekki er kosið um nein sérstök stórmál. Látum nú sjá í haust að »íslendingar vilj um vér konur allar líka vera«, tökum sterkan og ákveðinn þátt í atkvæða- greiðslunnimeðkarlmönnunum.Núværiblátt áfram pólitisk dauðasynd að sýna kæru- leysi, þegar um sjálfstæði lands vors og þjóðar er að ræða. Þess óskum vér, allar sem ein, og þvi til staðfestu greiðum vér atkvæði vor með samningunum. Guðbjörg í Múlakoti. Margir af lesendum Kvennablaðsins munu kannast við Guðbjörgu í Múlakoti í Fljótshlíð. Blöðin hafa minst á hana og talið hana standa framar öðrum islenzkum sveitakonum í garðrækt og trjárækt. Við höfum heyrt að hún hafi tilsagnarlaust komið sér upp fallegum garði og að hún ali þar upp litlar trjáplöntur, sem hún miðli öðrum og að hún eigi framar öðrum þakkir skyldar fyrir að efla áhuga á trjá- rækt þar austur frá. Margar okkar hefir líklega langað til að sjá þessa konu. Peirri, sem þetta skrifar, veittist það fyrir nokkr- um árum og varð sú stutta koma að Múlakoti minnisstæð. Séð hefi ég stærri og skrautlegri garða, en engan, sem mér hefir þótt meira vert um, því alt bar þar vott um svo mikla alúð og umhyggju. Guðbjörg sýmdi okkur garðinn sjálf. Hún er há og beinvaxin kona, grönn og skarpleit, augun dökkbrún og hlý. Þegar ég sá þau minntist ég þess hvað blómakona ein reykvísk sagði einu sinni, þegar hún var spurð hvernig hún færi að því, að láta rósirnar sinar dafna svona vel. »Ég horfi á þær« — sagði hún og hló. Þegar maður sér hvernig Guðbjörg horfir á plönturnar sínar og blómin, þá er auðvelt að skilja að þær hljóti að gróa. Hún bað okkur að ganga varlega, þvi lítið væri um ónotað rúm í garðinum, hún hafði meira að segja gróðursett plöntur á torfvegginn, sem var í kringum hann. Nú man ég ekki hve margar tegundir voru í garðinum, en hygg að flest hafi þar verið sem gróið getur hér i görðum. Matjurtir sá ég þar í einu horninu — gríðarleg salathöfuð og hreðkur, ribsrunn- arnir lofuðu öllu fögru um góða berjatekju að haustinu — birkihríslurnar og reyni- viðurinn keptust við að vaxa og alstaðar gægðust íslenzkar blómjurtir fram. Fremst i garðinum stendur stærsta reynihrislan — hún var þá 18 ára gömul. Fleiri hríslur standa hjá og mynda limar þeirra laufþak. En fyrir neðan þær vex aragrúi af ör- litlum reyniplöntum. Guðbjörg sagði að þetta væri »plöntuskólinn« sinn, hún safn- aði fræunum sem féllu á haustin, og eldi svo upp þessi fósturbörn, sem síðan væru send í allar áttir. Fað fór vel um þau þarna í skjólinu og engin illgresisplanta fékk að troða sér i'inn til að ónáða þau. Það var gaman að sjá hvað Guðbjörg tók

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.