Kvennablaðið - 31.07.1918, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 31.07.1918, Blaðsíða 5
KVENNABLAÐIÐ 53 breytilegur, og um 50 réttir voru tilbúnir þar auk ávaxta alls konar og nýrra mat- jurtarétta. Læknar og heilbrigðisstjórar tóku að sér að rannsaka efnafræðilegt gildi matar- ins og hvaða skilyrði hann yrði að upp- fylla. Heilbrigðisráðið dr. Blaschko og tveir aðrir sérfræðingar gerðu þessar kröf- ur tii fæðunnar: 1. Næringarefnin í fæðunni verða að vera i réttu hlutfalli við, hvað hún er mikil. 2. Fæðan verður að vera góð og sérstak- lega vel og smekklega tilbúin og fram- reidd. 3. Hún uerður að vera hœfilega heit. 4. Að vöxtunum til skal hver skamtur vera nœgilegur til að seðja matargestina. 5. Maturinn skal vera hæfilega breytilegur. 6. Hann skal vera gerður eftir smekk þeirra, sem eiga að eta hann. 7. Verðið á fæðunni skal vera miðað við e/nahag þeirra, sem neyta hennar. Eftir skýrslum þeim, sem dr. Blaschko gaf um þessar rannsóknir sinar, kom það í ljós, að matur alþýðueldhúsanna full- nægði þessum skilyrðum. Enda hafa síð- ari alþýðueldhús tekið þessar reglur sér til fyrirmyndar. Að eins hefir feitin verið aukin, því að á neyðartímum vantar hana oft tilfinnanlega, en lagast, þegar ástæð- urnar batna. í þessu efni hafa Berlínar- eldhúsin líka verið brautryðjendur, því að viðast annars staðar hefir feitarleysið verið lilfinnanlegt í alþýðueldhúsunum og verið aðalgallinn við þau. Fullur miðdagsmatur kostaði 2272 eyri og hálfur skamtur 1372 eyri, mjólkurkanna (F/2 peli) eða 1 bolli af kaffi kostaði 47* eyri. Og þótt öll mat- arefni hækkuðu mjög í verði, þá hélzt þetta verð óbreylt. Þótt maturinn væri svona ódýr, þá voru hálfskamtarnir sexfalt meira eftirsóttir en lieilskamtarnir, sem sýndi, að fólkið hafði ekki efni á að kaupa dýrari mat, þótt skamlurinn Væri ekki nægur. Eftir reynslu þýzku alþýðueldhúsanna voru þau mesl notuð á venjulegum tim- um af miðaldra verkamönnum, en minna af konum og ungum mönnum, stundum líka af iðnaðarmönnum og fátækum stú- dentum og listamönnum. Matinn, sem sóttur er í eldhúsin, nota helzt efnaminni iðnaðarmenn og lægra launaðir embættis- menn. Reynslan hefir sýnt, að öll alþýðueld- hús geta ekki þrifist, t. d. hefir eilt verið sett á fót í allra fátækasta hluta Berlínar, þar sem aumasti lýðurinn býr. En þar hefir eldhúsið litið verið notað, fólkið hefir ekki haft efni á að eta þenna ódýra mat. Ef til vill fara menn þar líka heldur með siðustu aurana á bjórhallirnar, eða láta þá fyrir spíritus annarstaðar. Aftur eykst aðsóknin venjulega á dýrtíðar- og harðæristímum, jafnvel hjá vel sjálfbjarga fólki. Athugavert við Berlínar-eldhúsin var hin mikla nákvæmni í öllum rekstrinum og útreikningum. Hver einasti liður er ná- kvæmlega útreiknaður og veginn. Ekkert er gert af handahófi. T. d. var árskostn- aður við öll 15 eldhúsin 300,000 mörk, og samtals í 25 ár hefir það þá verið 6,723,- 941 m. Á þessum tima hafa tekjurnar verið 95,280 m. fram yfir kostnaðinn, eða hér um bil 4000 m. árlega. Og sá ágóði var alveg fenginn með því að nota hverja ögn af úrgangi frá matnum, t. d. útsoðin bein úr kjöti og fiski, kartöflu- og gul- rófuhýði, vatnið, sem kartöflurnar eru þvegnar úr o. s. frv. Alt slíkt er selt til skepnufóðurs, og fyrir það hefir árlega fengist 3,000—4,000 mörk. (Frh.). Sitt af hverju. Hússtjórnar-ráðunautar, í Noregi og Sviþjóð hafa verið gcrðar til- raunir með að senda hússtjórnar-ráðunauta víðsvegar um landið upp á ríkisins kostnað, til pess að leiðbeina húsmæðrunum í öllu, sem lýtur að liagsýnni heimilisfærslu og einkum að sparsamlegri, en þó nærandi matreiðslu. Pessi dýrtíðarráðstöfun hefir orðið mjög vinsæl í þessum löndum og þótt gefast mjög vel. Hafa

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.