Kvennablaðið - 31.07.1918, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 31.07.1918, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐIÐ 51 mjúkt á þeim, það var eins og hún hagræddi börnum. Þarna stóð stóll og var það auð- sjáanlega sæti hennar. »Hvernig stóð nú á því að þér fóruð að byrja á að planta trjám« spurði ég hana. Pað kom svo fallegur glampi í brúnu augun: »Mig langaði svo til þess að sitja í laufskála«, sagði hún. »Þarna er að koma annar til«, bætti hún við glaðlega, »hann verður stærri og rýmri«. Þar stóð annar hringur af hríslum, sem komnar voru vel á veg. — Gaman væri að sjá hvað mikið þeim hefir farið fram á þess- um seinustu árum. í garðinum voru tvö beð af jarðarberj- um. Guðbjörg sýndi okkur þau með móð- urlegri ánægju. »Fyrir þremur árum síðan sótti ég tvær jarðarberjaplöntur inn á Þórs- mörk og reiddi þær í vasa mínum yfir vötnin. Þetta er nú orðið úr þeim«, sagði hún. Þau voru svo falleg þessi beð — hvít af blómum. Hún vildi endilega gefa okkur nokkur að skilnaði. Við sögðum að það væri synd að slíta þau upp en hún vildi ekki heyra það nefnt. »Það verður j drýgst, sem flestir fá af«, sagði hún. — Garðurinn liggur hátt en nýtur skjóls af hlíðinni gegn norðanátt. Útsýn er þaðan ljómandi fögur. Eyjafjallajökull blasir þar við skínandi hvitur, og ber við birkihrísl- urnar og reynitrén. Langt fyrir neðan rennur Þverá, dutlungafull og þverúðug og sleikir engjarnar með sinni skaðvænu tnngu, brýtur upp gróðurinn og ber með sér sand og auðn. En garðurinn stendur þarna svo broshýr og hróðugur. Honum getur áin ekki grandað. Tvær konuhendur, sem höfðu mörgu öðru að sinna, unnu þetta verk á skömmum tíma. Hver veit hvað samhentir kraftar geta orkað? Skeð getur að mannshöndinni kunni að takast að reisa rönd við sjálfri Þverá og girða fyrir spillvirki hennar í framtíðinni. L. Alþýðueldhúsin. Upphaf þeirra og tilgan-gur fyr og nú. Þegar talað hefir verið um alþýðueld- hús hér á landi í hlöðum og ræðum, þá hafa menn álitið, að þar væri um alveg nýtt dýrtíðarfyrirkomulag að ræða, sem eiginlega væri fátækrahjálp. Það hefir ef- laust vakað fyrir þeim, sem skrifað hafa í blöðin móti því, að send yrði kona eða karl til útlanda, til að kynna sér rekstur og fyrirkomulag þessara stofnana. Þeir hafa auðsjáanlega álitið, að ekki þyrfti að vanda skírn fátækra manna börnum, og mat handa þessu fólki þyrfti ekki neina kunnáttu til að búa til og sjá um. En þetta er hinn mesti misskilningur. Fyrst og fremst eru þessi eldhús engin fátækrastofnun. Maturinn úr þeim er ætl- aður hverjum, sem vill kaupa. Auðvitað eru þau eldhús, sem nú hafa verið sett á fót síðustu árin, dýrtíðarráðstöfun. En í Danmörku hefir það ekki verið matar- skortur, sem hefir hrundið þeim af stað, heldur eldsneytisskortur. Til þess að spara eldsneyti við miðdagsmatreiðsluna handa t. d. 1000—2000 Ijölskyldum fundu menn út að elda handa þeim i einu lagi. Á þann hátt yrði maturinn líka ódýrari. En svo varð hann líka að vera svo góður, að hann væri jafngóður heimagerða matnum, og svo ódýr, að það borgaði sig ekki að eiga við hann heima, þar sem fátt heim- ilisfólk var. En alþýðueldhúsin eru alls ekki nýtt fyrirkomulag. Þau eru þýzk að uppruna og voru fyrst sett á fót 1866, þegar stríðið var milli Prússlands og Austurríkis. Þá var það, að ágætiskonu einni, sem alkunn hefir síðar orðið, frú Linu Morgenstern, lcom til hugar að stofna alþýðueldhús í Berlín, til þess að draga úr bágindunum og sulti fátækasta fólksins. Án þess að láta það fá á sig, þótt bæjarstjórn og aðrir meklarmenn vildu ekkert um þetta heyra, tókst henni að fá fólk til að fá áhuga fyrir þessu máli. Rudolf Virchow

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.