Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 21.11.1896, Síða 5

Dagskrá - 21.11.1896, Síða 5
127 skip frá því að veiða samkvæmt gildandi íslenskum lög- um yrðu Englendingar að leggja Island undir sig eða danskurinn að láta það laust til þeirra með góðu, og er ekki víst að margir landsmenn hörmuðu það mjög þó danskurinn kysi þann kost. Hættir og siðir. Eptir Fs. II. Borðsiðir Islendinga eru enn ólíkari algengri Norð- urálfutísku heldur en kveðjur þeirra. Siðum þessum má einkum skipta í tvennt hina eig- inlegu íslensku borðsiði og þá háttu er tíðkast meðal Dana eða heldri manna á íslandi, sem hafa mjög tamið sig eptir danskri venju, jafnt í þessu sem öðru. Uppi til sveita og meðal fátækara fólksins eru enn til alíslenskir borðsiðir, og er aðalrótin til þeirra flestra örbyrgð landsmanna um margar aldir og harðæri, sem hafa svo opt komið yfir þjóð vora, og jafnvel gjört vart við sig við borð þeirra ríkustu. Þannig er tilkominn sá siður að þakka veitanda hátíðlega um leið og sest er að máltíðinni. »Guð laun' matinn« er enn víða sagt þegar matur- inn er borinn á borð, en þó mun þessi siður vera að leggjast mjög af, enda virðist slíkt ávarp allt of hátíð- legt, þó manni sje gefin máltíð. — Þakkir eptir borð- hald eru alsiða þar sem húsráðandi er með, en munu ekki tíðkast þar sem menn matast hver í sínu lagi — Það er og algengt, að allir sem tekið hafa þátt í mál- tíðinni takist höndum á, og er það leiðinleg venja, sjer- staklegá þar sem margir sitja til borðs. Yfirleitt eru slíkar þakkir optast mjög óviðkunnanlegar, og hafa í rauninni ekkert við að styðjast, Sje það skylda veit- andans að láta matinn af hendi, ætti alveg eins vel við að hann þakkaði mönnum fyrir að hafa þegið hann, og sje máltíðin gefin af gestrisni er það óþægilegt fyrir veit- andann að vera minntur á það, enda er slíkt sjaldsjeð meðal útlendinga — þeirra er besta háttu hafa á sjer. Við borðið eru hættir margra Islendinga lítt við- feldnir. Aðalreglan er það að láta ekki bera meira á því en þörf gerist að menn sjeu að matast. Fegurðar- tilfmning mannsins og stöðuga barátta gegn þeirri með- vitund að hann sje dýr, krefst þessa. En það mun al- títt, jafnvel meðal menntaðri Islendinga, að brotið sje móti þessari fyrstu reglu góðrar borðvenju, og munu þeir mjög líkjast Rússum í þessu, sem hafa orð á sjer fyrir að slupra og mása óþarflega yfir borðum. Ein óvenja sem að borðsiðum lýtur er það, að menn geyma sjer opt leyfar sínar milli máltíða yfir rúmum og uppi í hyllum og byggist sú.venja á þeirri skoðun, að hver sje rjettur eigandi að þeim skammti sem hann einu sinni hefur fengið. Það álítst því sjálfsögn að hann reyni að torga skammtinum öllum ef ekki í einu þá smátt og smátt með hvíldum. Þessi venja er ekki óalgeng sum- staðar upp til sveita — en hún er bæði til óhollustu og þarflausrar eyðslu, auk þess sem hún er mjög svo ógeðs- leg. Máltíðir íslendinga eru almennt ekki fjelagslegar. Menn sitja hver í sínu horni með sinn skammt; jafnvel húsbændurnir og börn þeirra rnatast sitt í hvoru lagi þó nóg efni sjeu til að hafa borðbúnað og allt sem þarf til þess að sitja saman að máltíðum. Það er hollara og mannalegra að njóta máltíðanna í fjelagi, með samræð- um og góðum borðsiðum, en slíkt er næstum óþekkt meðal almennings hjer á landi, hversdagslega. Það þyk- ja því hátíðabrigði ef menn eru látnir sitja við borð saman, með dúk, hníf og gaffal, þó þetta allt kosti mik- ið minna heldur en ýms eyðsla og ónýtni sem finnst hjer jafnt meðal ríkra sem fátækra í búmennskunni inn- anbæjar. Það er altítt að gestir sitja hjer einir við borðið á efnuðum heimilum vegna þess að húshóndinn þykist ekki »kunna sig« nógu vel til þess að taka þátt í máltíðinni. Slíkt er eitt meðal annars sprottið af þeim skorti á sjálfs- trausti og ytri menning, sem íslendingar hafa um lang- an tíma og allt til þessa borið til sýnis, en sem ef til vill mætti síður vænta að finndist hjá þessari dreng- legu og vel gerðu þjóð heldur en margri annari, sem hefur náð mikið lengra í allri fjclagsfullkomnun, þar á meðal einnig í háttum og siðum. [Mura]. Gagnrýni. Dr. Valtýr Guðmundsson hefur skrifað grein undir fyrirsögninni »Gagnrýni« í síðastahepti »Eimreiðarinnar«, og hefur hann þetta orð um það sama, sem kallað er »krítik« á óíslensku máli. Orðið sjálft erekki vel viðkunnanlegt, ogerhættvið því að það nái ekki festu í málinu. En greinin er góð og djarflegar rituð en menn eiga hjer að venjast, og þó ekki sagt nema það sanna. Dr. Valtýr átelur það með sterkum orðum að blöðin vanræki skyldu sína til þess að finna að því sem miður fer í almenningsmálum, einkum stjórnarfari landsins. Getur hann þess þar með hve margt hneykslið blasi við hverjum þeim sem lætur sig slíkt varða hjer á landi, og tekur einkum framkomu þingmanna til dæmis. Það játa víst allir sem lesa þessa grein að hún á við rök að styðjast, en hitt mætti ef til vill teljast á- greiningsmál hver helsteigi að leggja opinberlega dóm á aðgerðir þingmanna og annara forvígismanna þjóðtjelags vors. — Menn kunna máske sumir hverjir að álíta, að

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.