Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.11.1896, Blaðsíða 1

Dagskrá - 28.11.1896, Blaðsíða 1
15 34-35. Reykjavík, laugardaginn 28. nóvember. 1 896. Útlendar frjettir. Kaupmanahöfn 5. nóv. 1895. Danmörk. Þingið kom saman eins og lög gjöra ráð fyrir fyrsta mánudag í októbermánuði. Stjórnin á í byrjun þings að leggja fyrir Fólksþingið frumvarp til fjárlaga fyrir næsta ár, og er þá þegar hafin fyrsta um- ræða um fjárlögin; það er þó minnst rætt um fjárlögin sjálf, en aptur á móti um almennar stjórnarhorfur, og ýmislegt annað er þingmenn bera fyrir brjósti. Fór nú um þá umræðu sem vandi er til, að þingmenn lögðu spurningar fyrir ráðaneytið um ýms mál, settu ofan í við það, fyrir aðgjörðir þess eða aðgjörðaleysi í öðrum málum, og þar fram eptir götunum. Einnig töluðumenn um almenn stjórnmál og stjórnarhorfur, samvinnu milli stjórnarinnar og flokkanna á þinginu og fleira þess kyns. Er helst að geta ummæla þeirra Christensen Stadil’s og stórkaupmanns Hage’s, sem nú eru helstir foringjar vinstrimanna í Fólksþingiuu. Hage lagði áherslu á það að menn vissu ekkert með vissu um stefnu ráðaneytis- ins í aðalmálinu. fjárlagamálinu; hann kvað engan geta sagt, hvort ráðaneytið vildi leggja sig allt fram til að ná samkomulagi um fjárlögin, eða það þættist eiga ör- uggan bakhjali í »bráðabyrgða-fjárlögunum«, sem það gæti gripið til ef á lægi, og »sættirnar góðu« frá 1894 væru eigi neinn steinn í götu þess í því efni. Eigiyæru heldur ráðgjafarnir álitlegir til samvinnu, flestir ungir kontórmenn, óvanir þingstörfum. Ef nokkuð ætti að verða úr samvinnu milli vinstra flokksins, sem er stærsti flokkur þingsins, og ráðaneytisins, yrði ráðaneytið að gefa upp stefnu sína framvegis viðvíkjandi bráðabyrgða- fjárlögum. Ráðaneytis-forsetinn, Reedtz-Thott, svaraði þessari ástæðu Hage’s á þá leið; Þct.ta ráðaneyti mun fara frá völdum ef því eigi tekst að fá samþykkt fjár- lög í báðuni deilduin þingsins, Fólksþingi og Landsþingi». Eptir þessa yfirlýsingu getur ráðaneytið eigi með fullum rjetti kallast hægra ráðaneyti, því hægri menn halda en sem fyr fram bráðabyrgðarfjárlögum og öðrum »provi- sorium«; satt að segja hefur ráðaneytið nú sem stendur engan flokk í þinginn, en þrátt fyrir það stendur það þó á fastari fótum eptir en áður, því vinstri menn eru líklegri til samvinnu við það en áður. Þessi yfirlýsing ráðaneytis-formannsins hefur vakið talsverða eptirtekt ut- an þings. A fundum hægri manna hafa menn látið í ljósi, að eigi væri því að leyna, að hægri flokkurinn væri farinn mjög svo að missa byr hjá kjósendunum, einkum bæru kosningarnar í Helsingjaeyri í haust þess vott. Hægri menn hafa jafnvel ymprað á hvort eigi mundi til- tækilegt að láta vinstri menn reyna sig á ráðaneytinu um stundarsakir. Það er þó eigi hætt við að það verði; vinstri menn ganga aldrei í þá gildru, því svo lengi sem grundvallarlögunum eigi er breytt að því er viðkemur bráðabyrgðarlögum, neyðir Landsþingið vinstra ráðaneyt- ið með neitun tjárlaganna til þess annaðhvort að segja ai sjer eða gefa út bráðabyrgðarfjárlög, sem það gjörir í síðustu lög. Það er því eina ráðið fyrir vinstri menn að reyna að fá grundvallarlögunum breytt í þá átt að ó- mögulegt sje framveigis fyrir neitt ráðaneyti að gefa út bráðabyrgðarfjárlög. En sú breyting getur átt langt í land, því í fyrsta lagi munu hægri menn verða hjer ó- fúsir til samkomulags, og í öðru lagi mun ef til vill skorta samlyndi og fylgi frá hlið vinstri manna sjálfra. En allt þetta verður til að lengja lífdaga ráðaneytis Reedtz- Thotts. Onnur lönd. Mjög eru málefni Tyrkja Norður- álfumönnum tíð enn sem fyr; en þar sýnist hvorki reka nje ganga. Eins og kunnugt er hefur Rússakeisari verið á flakki um Norðurálfuna í haust. Hann heimsótti þá Viktoríu kvenkóng og áttu þeir þá tal saman hjá Vik- toríu keisari og Salisbury ráðaneytisforseti; er haldið að mál Tyrkja liafi borið þar á góma, cn cngir liafa ávextir af því sjest enn þá, A Englandi hafa veríð töluverðar hreifingar út af þessu tyrkneska máli, og hefur Glad- stone þar verið fremstur í flokki; það hafa verið haldnir fundir, samþykktar áskoranir til stjórnarinnar og þar fram eptir götunum og stjórnin skömmuð fyrir aðgjörða- leysi og seinlæti. Það er auðvitað helst frjálslyndi flokk- urinn sem róið hefur að þessu; þó hafa eigi allir í frjáls- lynda flokknum verið ásáttir í þessu og þar á meðal ekki Roseberry foringi flokksins. Hann sagði að hjer væri eigi auðið aðgerða fyrir stjórnina; reyndar væri það hörmulegt að óstjórn sú og manndráp hjeldust Tyrkjum uppi, en hins vegar gæti England eigi upp á eigin hönd skorist hjer í leikinn, það mundi að öllum líkindum leiða til stríðs inilli stórveldanna, og þá væri betur heima setið. Hjer væri eigi annar vegur en reyna með lempni að fá stórveldin til að verða á eitt sátt um framkomu sína gagnvart Tyrkjanum. Þar eð hann væri því á allt öðru máli í þessu atriði en flokksmenn hans yrði hann að leggja völdin niður sem foringi flokksins. Benti hann helst á Asqwith, sem var innanríkisráðherra í ráðaneyti hans, sem eptirmann sinn; Harcourt er þó talinn standa

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.