Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.11.1896, Blaðsíða 4

Dagskrá - 28.11.1896, Blaðsíða 4
menningarstraum þessara tíma, þar sem hann á að stríða við rótgróna margra alda gamla hleypidóma þjóðar sinnar og embættislýðsins, sem vill halda öllu í sömu sporurn, sem það hefur staðið í um margar aldir. Honum er ef til vill best lýst með orðiím þeim er Ito greifi frá Jap- an kvað hafa sagt, þá er ófriðurinn stóð milli Japana og Kínverja í fyrra, og farið var að hugsa um friðar- samninga milli ríkjanna, en frjettst hafði til Japan. að Li væri dáinn. »Sje hann dáinn, verð jeg að vekja hann upp úr gröt sinni til þess að semja við hann um friðinn«. Li hefur nú barist við fádæma örðugleika fyr- ir því um 30 ár, að fá komið landvörn á fót í Kína, °g þó illa tækist til, í viðureign Kinverja við Japana, er honum einum að þakka það litla viðnáim, sem Kín- verjar gátu veitt. Hann er hinn eini af öllum Kínversk- um embættismönnum nú á dögum, scm hefur reynt að koma þar inn framförum nútímans. Hefur hann ekki hikað við að nota Evrópumenn til þess.að kenna lönd- um sínum, en jafnan sjer hann svo um, að útlending- arnir rými sætið, þá er innlendir menn eru orðnir full- færir, að setjast í sætið. Mandarinarnir, embættislýður- inn í Kína, hafa hatað hann fyrir framfaraviðleitnina, og útlendingarnir hafa öfundað hann fyrir ríki har.s, en Li hcfur ekki látið neitt slíkt á sig fá og lialdið sína leið hvaða örðugleikar sem fyrir hann hafa komið. Hann er sagður cinn þeirra fáu manna, sem sýnist að hafa tíma til alls. Hann er í raun rjettri hin eiginlega ráð- herrastjórn Kínaveldis, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, hermálaráðherra bæði á sjó og landi og innanríkisráð- herra, og þó er ekkert af þessu hið eiginlega embætti hans. Um 25 ár hefur hann verið varakonungur yfir fylkinu Tientsin, sem er eitt hinna vandasöinustu og örðugustu embætta þar í landi, og jafnframt haft yfir- umsjón mcð allri verzlun í norðurhelmingi ríkisins; hef- ur sjeð um að leggja frjettaþræði, járnbrautir og sett á stofn gufuskipafjelag þar í landi. Ennfremur hefur hann haft aðalumsjá með nýlendum Kínverja o: Tibet, Mon- gólalandi og Koreu. Þannig kæfði hann fyrir 30 árum uppreist i Mongólalandi en var þó sjálfur rúmfastur, að- framkominn af »inflúenza«, og töldu læknarnir hann frá, cn samt sem áður sagði hann fyrir um alla sókn gegn uppreistarmönnum. Þá er Frakkar og Englendingar höfðu ráðist áKína 1860, og það sást, hve þjóðin stóð varnarlaus uppi, og að nauðsyn bæri til að láta slíkt ekki koma optar fyr- ir, tókst Li á hendur að koma þessu í kring; en þar var ekki við börn að berjast því hann stóð einn uppi gegn allri þjóðinni, og þegar litið er til þess, að Japanar, sem byrjuðu að manna sig að siðum Evrópu- manna um sama leyti og Li tók til, en flestir hinir betri menn þjóðarinnar tóku þar höndum saman, má furðu gegna hve miklu Li hefur atkastað einn hjá Kínverjum. Li-Hung-Chang er nú hálf áttræður að aldri, en þó ber ekki á því, að ellin sje farin að koma honum á knje enn. Hann er fæddur 5. nóv. 1821, sama daginn og Napoleon mikli andaðist, og geta orðið tvískiptar skoðanir um, hver þeirra hafi verið meiri. Faðir hans var meðlimur merkasta vísindafjelags ríkisins, og for- feður hans voru frægir menntamenn hver fram af öðr- um. Þegar móðir Li dó 1883, þá 83 ára gömul, voru tveir synir liennar orðnir varakonungar sinn í hvoru fylkinu, og er talið, að slíkt muni vera einsdæmi. Li var settur til mennta á unga aldri, og tók hvert prófið fram af öðru, svo sem lög skipa tyrir þar í landi, fyrsta í fæðingarborg sinni, annað í höfuðstað fylkis þess, er hann átti heima í, og hið þriðja í Pekingi845, erhann var 24 ára að aldri, og segir sagan, að hann hafi verið þá svo snauður, að hann hafi orðið að fara þangað fót- gangandi. Fjekk hann sjer þá vinnu við prentsmiðju eina, og var þar þar til 1853. Var hann þá sendur með hersveitum þeim, er bæla skyldu niður, hina nafn- kunnu Taipinga uppreist, er ætlaði að kollvarpa ríkinu. Sýndi hann þegar slíkan dugnað og hyggindi, að hann var hafinn til tignarnafns ogsíðan hefur hann hafiststig at stigi, svo nú hefur hann um mörg ár verið í raun rjettri keisarinn þótt annar hafi borið það nafn, og næstliðin 18 ár flefur hann undirskrifað í keisarans nafni alla þá samninga er Ivína hefur gjört við erlend stjórnarvöld. Arið 1872 fjekk hann því framgengt, að 120 ungir Kínverjar voru sendir til Bandaríkjanna í Norður-Ame- ríku til að læra menningu hinna arisku þjóða jainframt og þeir lærði kínversk vísindi, Atti nám þetta að standa yfir í 15 ár, og síðan áttu nemendurnir er þeir hefðu tekið próf, að koma aptur heim og setjast þar að við ýms störf, svo sem læknar, lögfræðingar, verkfræðingar og kennarar. Næstu 3 árin á eptir voru nýir nemend- ur sendir burt, en 1882 er hinir tyrstu nemendur höfðu dvalið erlendis í 10 ár, tókst apturhaldsrnönnum að gjöra þetta tortryggilegt, með því að hinir ungu menn mundu gleyma þjóðerni sínu og siðum og umturna öllu er þeir kæmu heim.—Voru þeir því allir kallaðir heim aptur, og máttu þakka sínum sæia fyrir, að fá eitthvað að starfa, sem þeir að eins gætu haft ofan af sjer við, og urðu nauðugir viljugir að leggja sem fyrst af allt útlent snið. Ef þeir höfðu ekki fje til að borga nám sitt til ríkissjóðsins, voru þeir settir til að starfa hitt eða þetta, hvort sem þeir höfðu nokkra löngun til þess eða ekki. Li-Hung-Chang er gestrisinn heim að sækja og spurull mjög, en sparari á að segja öðrum. Sjálfur heim- sækir hann opt ýinsa Evrópumenn sem búa í Ticntsiu þar sem hann liefur aðalaðsetur sitt, og kátur og fjör- ugur yfir borðum, og heldur opt ræður, auðvitað á kín- versku, og lætur fjúka í gamni. Heirna hjá honum er

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.