Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.11.1896, Blaðsíða 6

Dagskrá - 28.11.1896, Blaðsíða 6
Líkskoðun sú, sem gjörð hefur verið hefur ekki lcitt til neinnrar vissrar upplýsingar urn dauðaorsökina, en læknarnir munu þó helst hafa vcrið á því að vosbúð og kuldi hafi gct- að átt þar nokkurn þátt í. Þessi atburður scm hcfur vakið mikið umtal hjer í bæn- um, ætti i tíllu falli að verða til þess að lögregluþjónarnir yrðu framvegis mjög varkárir við það að setja drukkna menn upp í tukthús, upp á sitt eindæmi, og láta þá gista þar í köldum klefum, hungraða og illa á sig komna. Það er rtokk- uð hart að beita fangelsum gcgn mönnum þó þeir finnist drukkn- ir og er ekki vel samrýmilegt við það álit sem þorri almenn- ings hjer á íslandi hefur urn þá yfirsjón, enn sem komið er. Ferðamenn sem koma hingað þreyttir og svangir, verða opt yfirdrukknir af örfáum staupum af víni; cn það sýnist þó hneyksli næst, að bærinn skuli enga aðra vist hafa að bjóða þcirn scm einhverra hluta vegna sjást hjer athvarfs- lausir og ósjálfbjarga, heldur en tukthúsið. Það liggur mikið nær að gjöra gestgjöfum að skyldu að taka á rnóti slíkum mönnum, svo lcngi sem rúm þeirra cnd- ast, sjcu hlutaðeigendur ekki tcknir fastir fyrir óspektir. Og til þess að komast hjá því að lögregluþjónar misbeittu valdi sínu í því cfni er nauðsynlegt að bæjarfógeta embættinu væri lagt fje til þess að halda umbohmann mcð úrskurðarvaldi um kyrrsetning manna eða fangelsun hvort heldur er á nótt eða degi, eða mcð öðrum orðurn til þess að hafa nokkurskonar logreglusíöð, og mætti vel hafa hana í hegningarhúsinu sjálfu. Verslunarmáiið heldur áfram í næsta blaði, og verður framvegis gjört að umtalsefni í nokkrum tölu- blöðum »Dagskrár«, jDrísvar á víku, Jón breski í Parísarborg, (Þýtt). Einn fagran vordag var fjöldi fólks á gangi um kaupmanna- samkunduhústorgið í Parísarborg; sáu mcnn þar langan, magr- an,.rauðskeggjaðan Englending, scm vakti mikla cptirtekt á sjer. Hann stóð lengi kyr á vissum stað og hrópaði í sífellu: »Komið og kaupið. Hver vill kaupa nýja, gljáandi fimm franka peninga?. Eklci nema tvo franka fyrir hvern«. Og svo hringlaði hann mcð dáliltum poka svo peningarnir skyldu lokka fólkið að honum. Það lcið heldur ekki á löngu dður en fjöldi fólks ruddist að honum og vildi fá að sjá vörurnar. Hann sýndi þcirn skín- andi fagra fimm franka peninga, cn samt sem áður vildi þó enginn kaupa þá af honum. Loks kom lögregluþjónn til þcss að líta eptir hvað um væri að vera; hann gekk til Englend- ingsins og tók hann mcð sjcr á næstu lögregluskrifstofu. Og þó undarlegt væri virtist Englendingurinn ekkcrt óánægður með það. Xð minnsta kosti var hann óbifanlega rólcgur. Þegar lögregluþjónninn haíði lokið skýrslu sinni spurði lögreglustjóri Englendinginn á þessa leið: »Nú, þjer seljið fimm franka peninga fyrir tvo franka?« »Tá, herra lögreglustjori«. »Það er kátleg verslun«. »Það er nú ekki svo jeg viti búið enn þá að banna að reka þess konar verslun í Frakklandi«. »Það er uudir tílium kringutnstæðum skylda lögreglunnar að ransaka svo undarlegt atferli nákvæmlega. Lofið þjer mjer að sjá vörurnar yðar«. Englendingurinn athcnti honum mjög fúslega pcningapok- ann sinn. í honum voru hjer urn bil 50 nýir 5 franka peningar. »Hvað hafiö þjer selt marga?« »Ekki einn einasta«, '»Því trúi jeg vel. Menn* halda náttúrlega að peningarnir sjcu falskir . »Það er sannarlegá mjög óheppilegt að rnenn skuli vera svo einfaldir*. »Hm, já, jeg held það nú reyndar líka«. »Þá skjátlast yður, herra lögreglustjóri«. Nú var kallað á áreiöanlega menn sem ásamt lögreglustjóra ransökuðu peningana mjög nákvæmlega. En það var ekkert hægt að setja út á þá. Það var enginn efi á að þeir væru ósviknir. Lögreglustjóri varð nú hissa og hugsaði með sjálfum sjer: »Þcssi maður er víst einn af þessum bjánalegu Englendingum; hann er að minnsta kosti hálfvitlaus, úr því hann fer svona að því að koma peningunum sínum út. Svo sagði hann hátt: »Hjerna er peningapokinn yðar með því sem 1 honurn var. Þjer eruð frí og frjáls og getið farið hvert scm þjer viljið. íin jeg heíði sarnt gaman af að vita hvers vegna þjer eiginlega rekið þessa undarlegu verslun?« •»Af því jeg hef gaman af því«, mælti Englendingurinn. »Jeg hef efni á að gjöra svona lítið að gamni mínu. Annars er veðrnál um petta. Jeg átti að standa einn tíma á torginu og bjóða fimrn franka pcninga fyrir tvo franka. Því miður var ekki að rnarka veðmálið af því lögreglan blandaði sjer í það.« »Já, það var nú leiðinlegt, en þjer munuð þó eflaust vera mjcr samdóma um að lögreglan undir svona kringumstæðum verður að vera á varðbergi.« »Það getur verið. Einn af næstu dögunum reyni jeg aptur. Verið þjer sælir herra lögreglustjóri.« »Verið þjcr sælir, herra minn.« Daginn eptir stóðu alls konar frásagnir í Parísarblöðunum um þennan kýmilega atburð og var þar sagt frá því á þessa leið: Veglyndur, ríkur Englendingur hafði boðið mönnum að kaupa S franlca peninga fyrir 2 franka, en þá heíði lögreglan komið eins og vant er og slett sjer frarn í þetta og hindrað þennan mannelskufulla starfa Englendingsins. Hinir gljáandi 5 franka peningar höfði ekki verið falsaðir, heldur ekta; það hafði komið í ljós við nákvæma ransókn o. s. frv. Og allir scm höfðu verið þarna á torginu hugsuðu sem svo: Bara jeg hefði vitað þetta. Jeg skyldi með mestu ánægju hafa keypt 5 franka peningana af þessum vitlausa Englending. Fjórum dögum seinna var Englendingurinn aptur kominn á torgið um sama leyti og hrópaði: »Komið og kaupið! Hver vill kaupa nýjan, gljáandi 5 franka pening fyrir tveggja franka pcning? Komið og kaupið! Sá sem hugsar sig of lengi urn, hefur skaða af því.« I vinstri hendinni hafði hann þungan peningapoka. Á bak við hann stóð enskur þjónn mjög hátfðlcgur á svipinn og hafði annan peningapoka viðllka stóran. Hver vill svo kaupa fimm franka pening fyrir tvcggja franka pening?« En nú leið ekki álöngu áður en menn flykktust utan um Englendinginn og förunaut hans. Menn voru að hvísla hver að öðrum: »Þarna er vitlausi Englendingurinn kominn aptur. Það cr Jón boli með peningapokann sinn. Nei sko, hann hefur tvo poka 1 dag« o. s. frv. Svo fóru menn að hrópa: »Lávarður, viljið þjer gjöra svo vel að láta mig fá tvö fimm- frankastykki — fjögur — tíu. — Veslings jcg, jeg get ekki keypt ncma einn einasta. Fær maður ekki eina tvo eða þrjá gefins? — Nei það hefði þó verið að heimta of mikið. —Jón boli held- ur föstum prísum. Og rnenn hlóu dátt að þessum og ýmsum fleiri fyndnis- orðum sem töluð voru. Á furðu stuttum tíma seldi Englend- ingurinn sína gljáandi s franka peninga. Fyrri pokinn var

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.