Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.11.1896, Blaðsíða 5

Dagskrá - 28.11.1896, Blaðsíða 5
i37 hægt að fá tal af honum fyrir milligöngu konsúlanna eða annara Evrópumanna sem honum eru kunnir. Þeim sem eru af háum stigum, kemur hann á móti út fyrir dyr, en hinna bíður hann inni fyrir. Kínverjar heilsa vanalega með því að hneigja sig í knjáliðunum, en Ev- rópumenn með því að taka ofan, eða vilji þeir heilsa á kínverskan hátt, taka þeir höndum fyrir andlit sjer, hneigja sig og segja hvað eptir annað: »Tjung, Tjung, Tang«, a: »Jeg heilsa stórritaranum sem er einn af titlum hans. _ Móttökusalur hans er 15 álna kmgur og 10 álna breiður, með smáum, svörtum, steindum borðum með báðum hliðum með stólum á milli, og er gestun- um vísað þangað, nema þeir sjeu af mjög háum stigum, þá er þeim vísað í annaðhvort hásætanna í öðrum enda salsins. Eru gestirnir vanalega gæddir með te, kampa- víni og slænuim vindlum, en sjálfur drekkur Li alls enga áfenga drykki, en reykir vatnspípu sína, sem marg- ir Kínverjar. Allir verða að hafa túlk þá er þeir tala við hann; og enda þó þeir kunni kínversku, en sjálfur hefur hann eigi lært annað mál. Þá er hann hefur spurt gestina spjörunum úr og samtalið berst }Tir á hann, er hann ekki móti því að honum sje hrósað, og segir þá stundum: »Jeg vil þetta, jeg skal láta gjöraþetta, flot- inn minn, herinn minn, o. s. frv., þá er hann talar um ríkismálefni. Þá er hann lá veikur eittsinn og var aðkominn dauða fjekk hann Evrópulæknir sem bjargaði lífi hans. Hjelt hann 70. afmælisdag sinn rjett á eptir, og hafði boðið til sín flestum Evrópumönnum í Tientsin og látið þá í ljósi aðdáun sína á lækningaíþrótt Evrópu- mannna, og lækni þeim er bjargaði honum og segja þeir, er þekkja kínverska siði, að enginn annar Kín- verji mundi hafa haft hugrekki og vald til að gjöra slíkt1 eða heiðra útlendinga á slíkan hátt. Þó menntun Kínverja sje allólík menntun Evrópu- manna, og þó Li-Hung-Chang sje auðvitað að mörgu barn sinnar þjóðar, á hann rjett til að natni hans sje haldið á lopti einnig í öðrum heimsálfum. Vjer getum sagt um hann eins og Runeberg sagði um Kolnef: »Og húrra fyrir hvern þann mann, af hverri þjóð sem nefnist hann, hvort með oss eða móti verst, sem meður hreysti berst«. Hjálmar Sigurðsson. Frá farstjóranum. Yfirrjettarmálafærslumaður Hanncs Thorsteinsson, hefur í fjarveru farstjóra, hr. I). Thomsen, sent oss útdrátt þann úr brjefi frá farstjóranum, dags. 9. þ. m., cr hjer fer á eptir, um orsakir til þess að »Vesta« kom ekki við á Austfjörðum í miðjum september þ. á. -----Jeg hcf opt í ár látið landsskipið koma við á auka- höfnum, þe8ar þess hefur verið þörf, og eins vildi jeg nú reyna að hjálpa upp á sjómenn og auglýsti því, að skipið, cf dstœður leyfðu, kæmi við á Austfjörðum á leiðinni frá út- löndum í september. Þetta mundi hafa seinkað ferðinni um 5—6 daga, og af því líka að búast mátti við öðrum töfum í septemberferðinni, gjörði jeg ráð fyrir, að »Vesta« niundi verða talsvcrt á eptir tímanum, og því ekki geta fylgt ferðaáætlun- inni síðustu ferðina. Til þess að síðasta ferðin yrði farin samkvæmt ferðaáætluninni vildi jeg því leigja annað skip fyr- ir síðustn ferðina, en skila »Vcstu« í lok októbermánaðar, og gat ekki búist við öðru en að þctta mundi vera framkvæman- legt, mcð því líka að eigendur »Vestu« höfðu látið í ljósi munnlega, að þeir vildu hclst ckki láta »Vcstu« fara síðustu ferðina. Jeg skrifaði því gufnskipafjclaginu þessu viðvíkjandi, en þá var komin ný stjórn fyrir fjelagið og hún neitaði að taka við »Vestu« fyr en í nóvemberlok. Jeg gat ekki sjálfur farið mcð »Vcstu« til Kaupmannahafnar, af þvf jeg hafði ver- ið með skipinu nálega allan tímann þangað til, og þurfti að sctjast að 1' Reykjavík, til þessað sjá um skrifstofu- og reiknings- störf útgjörðarinnar, en skrifaði afgriðslumanninum í Kaup- mannahöfn og gjörði hann allt, sem í hans valdi stóð, til þcss að framkvæma ráðstafanir mfnar. Hann skrifaði gufuskipa- fjelaginnu aptur, en fjekk þvert »nci«. Þá bættist cinnig við, að annað eimskip, sem vildi keppa við landsskipið, fór til is- lands sama dag og »Vesta«, og má færa fullar sannanir fyrir því- að »Vesta« hefði rnisst farrn svo flciri þúsundum króna skipti, ef hún hefði ekki farið bcina leið til Reykjavfkur sam- kvæmt ferðaáætluninni. Þetta voru hinar helstu ástæður til þess, að »Vesta« varð að sleppa hinni fyrirhuguðu ferð til Austfjarða, þó leitt væri«. — — D. Thomscn. i Dr. Grímur Thomsen dó í gærmorgun kl. 4, úr lungnabólgu. Hans verður rninnst síðar í »I)agskrá«. Laura kom hjer þann 27. og fer aptur á þriðjudag. Engar nýjar frjettir tcljandi. Vesta fór hjeðan 24. þ. m. álciðis austur og norður fyrir land. Skipsbruni Fiskiskútan »Neptunus« cr stóð á landi við Gufuncs brann niður 20. þ. m., af orsökum sem ekki kváðu vera upplýstar cnn til fulls. Smiður nokkur var í skipinu og hafði verið þar nokkurn tíma; hann fjckkst eitthvað við að- gjörð á því. Skipið hafði nýlcga verið vátryggt hátt framyfir virðingarverð og verið selt um sama lcyti. mcð nokkuð óskýr- um samningum. Eptir því scm hcyrst hcfur af rannsóknum þeim scm haldnar hafa verið í málinu, er ekkcrt fullsannað um saknæmt athæfi þeirra cr hlut ciga að máli, cn sterkur grunur liggur á því að skipsbruninn muni ckki vera þeim vítalaus. Smiður þcssi ásamt kaupanda og seljanda skipsins, sitja í gæsluvarðhaldi. Dáinn í fangaklefa. Jens nokkur Jafetsson varð bráðkvaddur f hegningarhús- inu hjcr í bænum aðfaranótt þess 25. þ. m. Hafði hann ver- ið settur inn um kvöldið, illa íil reika, bæði votur og kaldttr, fyrir þá sök, — að því cr hlutaðeigandi lögrcgluþjónn hcldttr fram, — að hann hafi fundist dauðadrukkinn og ósjálfbjarga liggjandi úti á götu og hafi ckki ['getað nefnt sjer neirtn vísan náttstað.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.