Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.11.1896, Blaðsíða 2

Dagskrá - 28.11.1896, Blaðsíða 2
134 nær, og er eigi trútt um að vinir Roseberrys gefi það í skyn að Harcourthafi greitt götu Roseberrys meðan hann var foringi. Foringjasætið er óskipað og verður víst fyrst um sinn; sumum hefur jafnvel dottið í hug að Gladstone gamli tæki enn á ný að sjer forustuna, en það er þó lítt hugsanlegt; og það getur verið efamál hvort Gladstone hefur gjört flokki sínum mikið gagn með fram- kornu sinni í Tyrkjamálinu; því neita að minnsta kosti mótstöðumenn hans. Frá Englandi hjelt Rússakeisari yfir á Frakkland. Var bandamanninum veitt þar sú móttaka að Frökkum þótti nóg um sjálfum, en þá er mikið sagt; en svo mikið er víst, að viðtökurnar kostuðu margar millíónir franka, en ekkert er ofgott í Rússann segja Frakkar á þessum dögum. Var passað upp á hann eins og saumnál og betur en surnar, og voru það súrir dagar fyrir stjórnleysingjana. En það þótti Frökkum skarð í gleðina, að j^ví er enn sem fyr lialdið leyndu af stjórnendunum, hvernig bandalaginu milli Rússa og Frakka er háttað. Utanríkisráðhcrra, Hanatoux, hjelt í gær á þingi ræðu urn framkomu Frakklands í málum Tyrkja, en á henni er harla lítið að græða; það er ein af þessum ræðum, sem ráðgjafarnir verða að halda til þess að friða þingmenn, en þeir gá þá að sjer að vefja þær svo að ómögulegt sje að fá neinn verulegan botn í þeim. — Það sýnist þó sem eitthvert makk sje milli Englands, Frakklands og Rússlands um tyrkneska málið, Eða það er að sjá á Þýskalandi, sem heldur þykist aptur úr á þessurn dögum, og er það líka, eða það finnst Bismark gamla; hann er kominu töluvert á dag- skrá karlinn núna síðustu dagana. I inálgagni Bis- marks, »Hamborgartíðindum«, stóð fyrir víku síðan grein, sem hlaut að vera frá Bismark. Þar segir: »Að eigi hafi Rússar og Þjóðverjar ætíð staðið eins fjærri hver öðrum eins og nú, því í tíð Bismarks hafi leynisamband venð milii ríkjanna, en því hefði verið slitið þegarhann ljet af stjórn, og það hafi verið Þýskalandi til óhags. Reyndar fór Bismark á bak við bandamenn sína Austur- ríkismenn og Itali með þetta makk sitt við Rússa; Þjóð- verjar voru meir að segja bandamenn Austurríkismanna gegn Rússum. Sjá nú Austurríkismenn hversu trúir bandamenn Þjóðverjar eru, og kemur því þýsku stjórn- inni illa þessi óþagmælska karlsins; en hann kærir sigbölv- aðan og segir, að stjórn sú sem nú situr að völdum á Þýskalandi eigi ekki betra skilið, því hún hafi sýnt ó- hyggni í framkomu sinni gagnvart öðrum ríkjum, og þar með rýrt álit Þýskalands. I þessu hefur Bismark víst að mörgu rjett að mæla, og sökin liggur líklega nokkuð hjá keisaranum sjálfum; hann er og lieiur verið mjög afskiptasamur í utanríkismáium, en eigi getað stað- ið Bismárk á sporði að því er vit og kænsku snertir. Það lýtur svo út sem þýska stjórnin sje nú að sleykja sig upp við Frakka og Rússa, en víst er það að Þjóð- verjar hafa nú mjög horn í síðu Englendinga, einkum eptir að uppástunga þeirra í Krítarmálinu náði fram að ganga; sitthvað hafa þeir og verið að makka við Tyrkjann; Vilhjálmur keisari sendi Tyrkjasoldáni mynd af sjer og sínuum, skörnmu eptir síðustu stórmorðin í Miklagarði. Þjóðverjum þykir jafnvel nóg um þær að- gjörðir; og Englendingar scgja að Þjóðverjar gjöri allt sem þeir geti til að koma í veginn fyrir gjörðir þeirra í Tyrkneska málinu, og gjöri þá sein tortryggilegasta í augum Rússa og Frakka. Eins og sjá má hafa málefni stórveldanna sjálfra biandast inn í þetta tyrkneska mál, og gjört það að þeim hnút sem ekki er svo auðvelt að leysa. Vesturálfa. Nú er loksins útgjört um forseta- kosningarnar í Bandaríkjunum. Kosningarnar fóru fram 3. nóvember. Mac Kinley hlaut kosningu með hjerum- bil 100 atkvæðamun af 400 atkvæðum. Kosningahríð- in hafði verið hörð. Ef til vill sú harðasta, þegar und- an eru teknar kosningarnar á undan þrælastríðinu. Hjer var líka um mikið að tefla, ekki um þræia, heldur um harðstjóra — silfur eða gull; eða með öðrum orðum, hvort silfur eða gull skyldi lagt til grundvallar við pen- ingamótan ríkjanna. Það hefur afarmikla þýðingu fyrir öll viðskipti, og hefði haft í för með sjer stórmiklar byltingar bæði í Bandaríkjunum og þeim löndum sem við þau skipta hefði breyting orðið á því. Einn þing- maður sagði nokkru fyrir kosningar: »Ef Bryan verður ofan á hefur það fjárhagslegt hrun í för með sjer, en verði Mac Kinley ofan á verður stjórnarbylting«. Þó hjer sje tekið djúpt í árinni, sýnir það þó hversu mikið menn álitu komið undir hvorir sigruðu, enda spöruðu hvorugir flolckarnir fje til kosninganna; þær hafa kostað margar millíónir dollara. Við forseta kosningarnar urðu afamiklar breytingar á öllu; allir embættismenn sem eigi fylgja sama flokk og nýi forsetinn, verða að fara frá og hans flokksmenn setjast í embættin í stað þeirra, Einnig fara kosningar til þingsins fram um leið og for- seta kosningarnar. Mac Kinley er gullmaður og verða því engar breytingar, því Bandaríkin leggja núna gull til grundvallar í peningasökum eins og flest lönd í Ev- rópu. Mac Kinley er stækur tollverndunarmaður og við hann eru kennd tolllögin alræmdu. Haldið er og aðhann muni hafa í hyggju að skerast í leikinn á Kúba, enþar gengur allt í sama þófinu; Spánverjar fá lítið á upp- reistarmönnum unnið, og tekur þá nú að skorta fje og hafa eigi lánstraust lengur í útlöndum. Einnig mun hann hafa í hyggju að íala Vestureyjar Dana til kaups, og er eigi ólíklegt að Danir taki boðinu, því þeir tapa á hverju ári, en fá aptur á móti mikið fje fyrir þær að öllum líkindum. Síðustu fregnunum ber saman um það, að ekki muni Kinley eða flokkur hans hyggja á ný tollög, ogaðhann muni vera orðinn töluvert gæfari tollverndunarmaður, en hann var. — Keppinautur hans Bryan hefur sent hon- um heiilaósk út af kosningunum, og bætt þessu við: »vilji hinnar amerikönsku þjóðar eru lög!«

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.