Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.11.1896, Blaðsíða 3

Dagskrá - 28.11.1896, Blaðsíða 3
i.35 „Bec“ og Bókmenntafjelagið. [Niðuri.] Jeg vil bæta hjer við fáeinum orðum, þess vegna, að mjer fyrir mitt leyti, þykir ekkert ólíklegt í því, að milli skólans í Bec og skólastofnunar Sæmundar fróða í Odda geti verið sögulegt samband. Árið 1033 var borinn í Aosta í Italíu hinn lang- mesti spekingur sinnur aldar, Anselm, Ilann gerðist munkur í Bec þá er hann var 27 ára gamall, 1060, og var þar samtíða Lanfranc príór í 6 ár. Þegar Lanfranc fór til Stefánsklausturs, tók Anselm við skólanum í Bec og hóf hann til enn hærri frægðar enn áður hafði verið, og hjelt því fram þangað til hann sjálfur var kjörinn til skóla í Kantaraborg 1093. Alla þessa tíð var hin mesta ös og aðsókn námsmannna í Bec þá tíma árs er An- selm las yfir lög, guðfræði, mathematík og heimspeki, og flykktust, til hans stúdentar frá París hópum saman, enda var staðfjærðin að eins tveggja daga ferð. Nú var Sæmundur fróði i París þegar Jón Ilólabiskup fann hann 1076 og má gera ráð fyrir að hann liafi verið í París í nokkur ár áður. Var það ekki eðlilegt að Sæmundur slæist í hóp með öðrum stúdentum að heyra hinn fræga kennara í Bec, rjett á næstu grösum? Nokkuð er það, að það er auðsjeð. af sögu Ara fróða (Isl.b, 10, k.) að »tölur« Sæmundar o: kunnátta hans í kirkjurjetti, unnu eins mikið á eins og »ástsæld« biskups að fá menn til að gangast undir hið stórkostlega nýmæli tíundarlaganna. Það má mikið vera et þau lög eru ekki Sæmundar eigið verk og .að hans undirlagi til orðin. Hver þekkti tí- undarbálk í kanoniskum rjetti á Islandi áður en hann kom til sögunnar? Cambridge 8. nóv. 1896. E. Magnússon. Fiskiveiðasamþykkt. — Svo sem kunnugt, er hafa ýmsir hinna helstu manna við sunnanverðan Faxaflóa um langan tíma staðið öndverðir hver öðrum í fiskiveiðamálinu, og höggvið og lagt til beggja handa hvorir gegn öðrum bæði í ræðum og ritum. Hefur þar ýms- um veitt betur án þess hægt væri að sjá, hver árangur hafi orðið af ritdeilum roanna um þetta efni. Annar ilokkurinn hefur haldið og hcldur enn því fram, »aö netalagnir og lóða- veiðar hindri frjálsa göngu fisksins á fiskimið. Bcr hann fyrir sig reynslu annara þjóða í þessu efni, og vill eigi, að veiðarfæri þessi sjeu leyfð nema í hæsta lagi urn lítinn tíma ársins, og þó með því skil}Tði, að net megi ekki leggja fyrir innan ákveðna línu með landi frarn. Hinn flokkurinn kveður ályktanir fiskiverndarflokksins ástæðulausar og ósannaðar, því engin vissa sje fyrir því, að sjerstök veiðarfæri hindri göngu fisksins á hin innri fiskimið. Auk þess sjc það rang- látt, að banna einstöku mönnum, með lögurn eða samþykkt- um, að afla fiskjar á útsæ, með hverju móti sem vera skal, og slíkt sje aðeins til að kæfa framkvæmdir dugnaðarmann- anna. Með lögum 12. nóv. 1875, fjekk fyrri flokkurinn því fram- gengt, að bannað er að leggja þorskanet í Faxaflóa fyrir 14. dag marsmánaðar á ári hverju. Tveim árum síðar komu út önnur lög, eða 14. des. 1877, um ýmisleg atriði er snerta fiskiveiðar á opnum skipum, þar sem hlutaðeigaudi sýslunefnd- um ásamt 2/3 hjcraðsbúa er leyft að gjöra samþykktir um fiskiveiðar í hjcraði sinu. Voru því fiskivciðasamþykktir gjörð- ar hjer við Faxaflóa samkvæmt lögutn þessutn, 9. júní 1885, setn aptur var brcytt 11. jan. 1886, cn sú samþykkt fjekk þó eigi að standa lcngttr cn til 8. dcs. 1890. Með samþykkt þeirri varbannað, að leggja nokkur þorska- net í sunnanverðan Faxaflóa fyrir 7. apríl ár hvcrt,» og lóða- notkun fyrir 11. maí, ogöll lóðanotkun í Garðsjó bönnttð. Þótti fiskiverndunarflokknum nú að sjer hefði orðið vel ágengt, en fiskifrelsisflokkurinn kvað slikt hið moeta ranglæti og vildi sýna fram á, að veiði hefði rýrnað en eigi aukist við sam- þykkt þessa, og kvað brýna nattðsyn bcra til, að samþykkt- inni yrði breytt, en við það var ekki komandi. Þá konut botnverpingar til sögunnar. Svo sem kunnugt er, hafa ensk botnvörpuskip vcrið hjer djúpt og grunnt á fiskimiðum síðastliðið sumar og fram á haust, og allar líkur til að þeim fjölgi á komandi árum. Hefur ótti hrifið hugi manna, að nú verði ekki fratnar við ncitt ráðið og til lítils sje, að banna innlendum mönnum að fiska á þann hátt er þeim geðjast bcst að, úr því að útlend skip, sem alls engttm lögum sje háð fyrir utan landhelgi gcti sópað fiskinum ttpp fyrir augttm vorttm, enda hcfttr fiskifrelsisflokk- ttrinn fengið þvt áorkað að nteiri hlnti sýslunefndarinnar í Gullbringu- og Kjósarsýslu hefur á fttndi sínum, cr haldinn var i Hafnarfirði um 20. þ. 111. samþykkt, ad nct rnegi leggja 20. mars ár hvert, en þó ckki nenta cina trossu til 1. apríl, ad lóðanotkunarbannið í Garðsjó sje afnumið, • ad löðir megi leggja annarstaðar eptir 1. maí í stað 11., cn ekki tncgi þó leggja lóðir fyrr að tnorgni en miðabjart sje orðið, og að þær sjeu dregnar upp fyrir sólarlag, að bann gegn því að leggja nct á hrauni og gegn niðtirburði á seglfestugrjóti, cr áðttr gilti, sje afnutnið, og loks að niðurburður á hrognum á fiskitniðuni sje ekki framar ncin skyldukvöð. 12. dag næstkomandi fcbrúarmánaðar á að halda fund þann í Hafnarfirði, þar sem allir hjeraðsbúar á því svæði sem samþykktin á að ná yfir, cr hafa kosningarrjctt til alþingis, greiði atkvæði um samþykktarfrumvarp þetta. Li-Hung-Chang. Sjer hver sá, sem hefttr fylgst dálítið með viðburð- um þessa árs erlendis, mttn muna eptir því, að þess hcf- ur verið getið, að Li-Hung-Chang, varakonungurinn i Kína, hcfur verið á fcrð í sumar sem leið lil að kynna sjer siðu og háttu Evrópumanna. Væri maður þessi svo sem fólk er flest og enda þótt hann stæði nokkuð fram- arlega að andlegu atgjörfi, væri cngin ástæða til að minnast sjerstaklega á ltann, cn cngum þeim manni, sem lítur yfir ástand heimsins nú á dögum, mun bland- ast hugur um, að hann og Mikadóinn í Japan sjeu hinir mestu stjórnskörungar, sem sitji í embætti nú á dögutn. Svo sem Li-Hung-Chang cr höfði hærri en flestir land- ar hans, og fullar 3 álnir á hæð, sem er mjög fágætt þar í lancli, því fáir Kínverjar cru tneir en meðalmenn eptir mælikvarða Evrópumanna, þannig er óhætt að segja, að Li beri ckki aðeins höfuð, lieldur og herðar yfir samtíðarmenn sína að stjórnspeki. Þó alltstjórnarfar í Kína sje bundið með fjölda af fornum venjum, má geta nærri, hvílíkur sá maður sje, setn í raun og veru stýrir þessu mikla ríki, og kemur því hægt og hægt áleiðis í

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.