Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 13.03.1897, Blaðsíða 7

Dagskrá - 13.03.1897, Blaðsíða 7
íslensk rímnaská!! i ii. Magnús jónsson prúði. Magnús prúði er fæddur 1532 eða 1533. Hann var sonur Jóns á Svalbarði Magnússonar sýslumanns í Skriðu Þorkels- sonar; voru þeir langfeðgar al!ir niætir menn og höfðingjar miklir, harðf\dgnir og þrekmiklir. En ( móðurætt átti Magnús að rekja til Lopts hins ríka að Möðruvöllum. En þeir voru bræður Magnúsar, Sigurður sýslumaður að Re\'nisstað (f. 1531, d. 1602), Páll Jónsson á Staðarhóli, sem vanalega er kallaður Staðarhóls-Páll (1535—1598) og Jón lögmaður Jónsson (1536— 1606), sá er frægur er orðinn fyrir deilur sínar viö Guðbrand Hólabiskup. Allir voru þeir bræður mikilhæfir menn og harðit í horn að taka. Ljetu þeir lítt hlut sinn, við hvern sem var að eiga, og var það kynfylgja þeirra. Þar er að hefja frásagnir unr Magnús. að þá var hann ungur, er hann fór utan til menningar, svo sem þá var títt um ríkra manna sonu. Dvaldi hann margt ár 1 Þýskalandi og nam þar ýmsan fróðleik, enda var hann einna best mennt- aður leikra manna á Islandi um sína daga. — Pln þá er hann kom aptur út hingað hófst hann brátt til metorða og rnann- virðinga; gjörðist hann fyrst sýslumaður í Þingeyjarsýslu og bjó þá í Skriðu. Atti hann agasamt um þær mundir, þvt eigi skorti hann óvildarmenn, þótt hann hins vegar ætti vini marga, trygga og trausta um þær slóðir. En þar kom, að Magnús varð leiður á erjum þeim og lluttist hann þá (1564) vestur í Isafjarðarsýslu og settist að í Ögri, en það var eignarjörð Eggerts lögmanns Hannessonar, auðugs manns og höfðingja mikils. Um þær mundir missti Magnús fyrri konu sína Elínu Jónsdóttur, og kvongaðist þá skömmu síðar Ragnheiði, dóttur Eggerts lögmanns, og þótti sá ráðahagur virðulegur. Og eigi miklu síðar tók hann sýslu í Isafjarðarþingi og hjelt þeim völdum um hríð eða þar til er Eggert tengdafaðir hans fór utan til Hamborgar (1580); þá fluttist Magnús að Bæ á Rauða- sandi, þar sem Eggert áður hafði búið, og gjörðist sýslumaður í Barðastrandarsýslu. Gegndi hann því embætti til dauðadags (1591). Þau Magnús og Ragnheiður áttu mörg börn og mönn- uðust þau vel, en eigi verður neitt þeirra nefnt hjer, nema Ari, sá er lamdi á Gaskónum 1615 og varð frægur fyrir. Það mun óhætt að fullyrða það, að eigi hafi verið annar höfðingi öllu glæsilegri á Tslandi á ofanverðri 16. öld en Magnús var. Reið hann jafnan með mikinn flokk vopnaðra manna til þings, og var það auðsýnt, að þar fór höfðingi, er hann reið um sveitir. Vildu allir vera í för rncð honum og þótti hin mesta virðing í því. Magnúsi rann mjög til rifja hið hörmulega -ástand hjer í landi eptír siðabótina. Honum duld- ist eigi, að konungsvaldið fór sívaxandi og læsti æ fastar og fastar krumlum sínum utan um allt þjóðlíf og siðmenningu Islendinga. Hann sá einnig að mótstöðukraptur Islendinga var að miklu leyti horfinn, að þeir voru orðnir að leiksoppum í höndum konungs og höfuðsmanna hans og hugsuðu eigi um neitt annað en eigin hagsmuni, cn ljetu sig litlu skipta þótt föðurland þeirra væri fláð og flekað af litlendum valdsmönnum og danskri stjórn, er hugsaði eigi um neitt annað en að kúga fje út af þcssu fátæka landi með heimskulegri græðgi. Kn Magnús elskaði föðurland sitt. Hann hefur eflaust þekkt ls- lands miklu fortíð betur en flestir aðrir samtíðarrnenn hans, og þess vegna verður hann sárgramur er hann sjcr að rjetti þess er hallað nálega í öllum efnum, en synir þess höfðu hvorki vit nje vilja til þess að hrinda af sjcr ólögunum og yfir- ganginum. Honum þótti scm einasti og beinasti vegurinn til þess að hefja landið upp úr þeirri hyldjúpu niðurlæginu, sem hann vissi að það mundi innan skamms sökkva í, væri sá, að vekja hjá landsmönnum fornan hermennskuanda og forn- aldarbrag, og livetja þá með minningunni um forna frægð til páða og drengilegra iiamkvæmda. Þessi hugsunarháltur og stefna Magnúsar kemur hvervetna fram hjá honum, bæði í opinberlegri framkomu hans sem valdsmanns og i skaldskap hans. Þess var áður gctið, að Magnús hafi verið einhver hinn lærðasti höfðingi landsins á sinni tíð, og sýna það rit hans mörg; hefur hann fengist við heimspeki, og snúið nokkrum fræðiritum í þeirri af latínu á íslensku. En lengst munu rímur hans þó halda nafni hans á lopti, se-n rithöfunds. Eru nú til tvennir rímnaflokkar eptir hann, Amíkusrfmur og Pontusrímur. Eru báðir þeir rímnaflokkar vel kveðnir og Pontusrímur þó miklu betur; mansöngvarnir í þeim eru svo vel kveðnir, og lýsa svo dáðríkri og drengilegri sal og svo heitri ættjarðarást, að þeir eru að sjálfsögðu með því lang merkilegasta, sem kveðið var á Islandi- um þær mundir. Hjer skulu sýnd nokkur erindi úr einum mansöngnum í í Pontusrímum; lýsa þau vel Magnúsi og hugsunarhætti hans, og eru orkt að Stóradómi nýdæmdum, 1564—65. Undir kong og kirkju'er komið vort gós, en stirðna hót, út af landi flýgur og fer, fátæktin þar tekst á mót. Mega það allir augum sjá; sem eru að vísu hyggnir menn: vort mun land ei lengi stá. liðinn þess eg blórna kenn. Því skal hugsa hver mann til, hann af guði skapaður er, föður síns landi víst í vil að vinna til gagns það þörf til sjer. Hjálpi hver sem hjálpa kann og hjartaprýði þar til ber, líf og gós að leggi út hann svo laga og rjettar njótum vjer. Enginn veit hvað miklu má maðurinn orka, ef viljinn er, hörmung landi hjálpa frá; að höndum eptirdæmið fer. Hvar kemur fram slík ættjarðarást, slíkur brennandi áhugi á velferð og viðreisn landsins, fyr en Eggert Olafsson kemur til sögunnar? Því þess ber vel að gæta, að þetta er ekki glarnur citt eða gífuryrði, heldur föst sannfæring, sem ein- kenndi alla framkomu Magnúsar, og hvergi lýsti sjer betur en þá er hann dæmdi Vopnadóm 15S1. I þeim dómi er hann ærið beiskyrtur f garö þcirra yfirvalda er hafi bannað lands- mönnum vopnaburð og tekið af þeim vopn og verjur og skyldar hann nú hvern mann til að eiga ákveðin vopn cptir efnahag og æfa sig í j.vi er að hernaði lýtur, svo að þeir mættu verja ættjörð sína, fjör og frelsi ef ófrið bæri að hönd- um. En aldrei öðlaðist dómur þcssi lagalegt gildi og varð ekkert af því að vopnaburður yrði tekinn upp aptur; var þó engin vanþörf á því, því að útlendingar gjörðu opt óspektir hjer á landi um þær mundir án Jæss þeim væri viðnám veitt, þó eigi kastaði tólfunum fyr en Tyrkir komu hingað rúmum mannsaldri eptir að Vopnadómur var dæmdur, og hjuggu Is- lendinga niður scm búfjc og ljcku þá herfilega, án þess jreim væri nokkur mótstaða sýnfl. Þess skal að endingu getið, að Magnús rækti jafnan sýslu- mannsembætti sitt með mestu samviskusemi og stillingu; var hann óáleitinn við aðra, og varð honuin því gott bæði til fjár og vina; rómuðu það flestir, er nokkur kynni höfðu afmann- inum, að hann væri hinn ágætasti og drenglyndasti höfðingi, og fyrir því gáfu rnenn honum kenningarnafn og kölluðu hann hinn prúda.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.