Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 13.03.1897, Blaðsíða 1

Dagskrá - 13.03.1897, Blaðsíða 1
Verð árg. (minnst T04 arkir) 3 kr., horgist fyrir janúarlok ; erlendis 5 kr., borgist fyrirfram. DAGSKRÁ. Uppsögn skrifleg kundin við 1. júlí komi til útgcfanda fy októberlok. I, 63-64. Reykjavík, laugardagfinn 13. mars. 1897. Nýr kaupfjelagsskapur. —o--- Allur þorri landsmanna mun vera á því að fyrir- komulaginu á íslenskri verslun sje mjög ábótavant þrátt fyrir hinn víðtæka umboðsmannakaupskap, sem Zöllner & Vídalín hafa stofnað. Margir munu aðhyllast kenningu Dagskrár um stofnun kaupfjelaga er skipti við kaupmenn innanlands sbr. t. d. Guðmund Einarsson í Nesi, Isaf. 8. tölubl., sem algerlega aðhyllist þær skoðanir í þessu efni er Dagskrá hafði haldið fram. En svo er sú erfiða þraut eptir að fá góða kaup- menn að skipta við úti um land á hinum ýmsu smærri verslunarstöðvum. A slíkum stöðum er danska selstöðukaupmennskan víðast hvar einvöld og ekki í annað hús að venda. Og það kynni þá að virðast æði hart að vilja ráða bændum frá því að sameinast um viðskipti við Z. & V. sem jafnan hafa ódýrari erlendan varning á boðstólum held- ur en kaupmennirnir og optast bjóða hœrra verð jafn- framt á hinni vörunni. Dagskrá er nú raunar á því að kaupfjelagareikn- ingarnir sjeu ekki allir þar sem þeir eru sjeðir (þannig t. a. m. ekki reiknaður rjett ábyrgðarkostnaður, fyrir- höfn bænda við allan kaupskapinn, biðir með fjárhópa o. s. frv.). — En sleppum því. Það sem vjer viljum hjer benda á er þetta, að vegur er til pess að halda á- fram og auka vershm við Z'óllner & Vídalín og kippa pó óllu í lag sem Dagskrá og jleiri hafa fundið að kaupskap peirra. Til þessa er það ofur einfalda ráð, að Z. & V. kaupi framvegis hinn innlenda varning upp á eigin á- byrgð og selji landsmönnum erlenda varninginn hjer á staðnum. Með öðrum orðum, Dagskrá stingur upp á því að Z. & V. gjörist reglulegir kaupmenn, með al- mennri kaupmannsaðferð, í stað þess sem þeir hafa áð- ur kallast umboðsmenn hinna ýmsu kaupíjelaga. Þeir hafa nægilegt auðmagn til þess. Þeir eru gagn- kunnugir öllu því er lýtur að verslun með íslenskar af- urðir a erlendum markaði einkum á Bretlandi, og þeir munu kunna að kaupa hinn útlenda varning fullt svo vel að sínu leyti. Þeir hafa ótakmarkað lánstraust á Islandi, og vafa- laust einnig hjá hlutaðeigandi stórkaupmönnum ytra. Það sem mest er um vert er þó það, að þeir eiga manna hægast með að safna sanian hinum íslensku kaupfjelög- um um eina aðalverslun hjer í landi, en það hlýtur hver maður að sjá að því rneiri viðskipti sem eitt veslunarhús hefur við landsmenn því betri kjör getur það boðið, og er sú meginhugsun er vakað hefur fyrir ýmsum helstu forvígismönnum hins núverandi kaupfjelagsskapar Z & V. rjett. — En þetta lögmál (samvinnulögmálið) getur ekki tryggt landsmönnum hagfellda verslun nema því að eins aö loku sje skotið um leið fyrir einokunina og það mundi verða ef Z & V. versluðu sem kaupmenn hjer í landi í samkeppni við aðrar smáar og stórar verslanir. — Um það, hvernig fyrirkomulagið er að því er snertir þetta atriði vísast að öðru leyti til fyrri greina í Dagskrá urn verslunarmálið. Hjer er ekki staður til þess að svo komnu að fara nánar út í þetta mál. —- Kaupfjelögin og umboðsmenn þeirra mundu finna auðveldar leiðir til þess að breyta hinu núverandi fyrirkomulagi í eiginlega verslun. — I rauninni álítum vjer að ekki þyrfti að breyta neinu nema nafninu, og um leið auðvitað gefa þeim ábyrgðina sem á hana með rjettu. — Söludeildir kauptjelagannastandatilbún- ar eins og opin hlið til þess að veita verslunarmagni kaupfjelaganna gegnum þær, undir hinu nýja nafni. Menn gætu látið sjóði fjelaganna og eignir ganga til skuldalúkningar og til þess að stefna verslun fjelaganna í framtíðinni frá vöruskiptunum yfir í venjuleg viðskipti með frjálsum markaði bæði í sölu og kaupum. — Og bændur mundu ekki finna til þess þó nafni Z. & V,- verslunarinnar yrði breytt, að öðru leyti en því að þeir stæðu þá á tryggari grundvelli með ársafurðir síuar, og gætu látið þá tefla með tap og vinning af verslunarvog- uninni sem eiga að gjöra það, í stað þess að gjöra það sjálfir. —Bretar hafa bannað innflutning lifandi fjár frá Is- landi, en þrátt .fyrir það munu þeir Z. & V. sjá vegi til þess að koma íslenskum sauðum í verð framvegis og munu þeir helst ætla að slátra fjenu í kví þar ytra. Vjer álítum nú reyndar að sauðasalan hafi verið rekin allt inn of undanfarin ár í hlutfalli við framleiðsluna í landinu, og að athuguðum öllum lifnaðarháttum og þörf- um landsmanna. — En úr því að menn selja fjeð á

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.