Dagskrá

Issue

Dagskrá - 28.09.1897, Page 5

Dagskrá - 28.09.1897, Page 5
289 svo hægt og stillt að ekki heyrist. Það hverfur og löngu eptir að það er farið, sjer Petra það í huga sjer; og það er eins og hún sjái í anda aðra líka mynd frá æskuárunum. Hún hafði einhverju sinni á vetrartíma fylgt móður sinni yfir fjallið og allt í einu flugu upp fram undan þeim margar rjúpur; þær voru hvítar, snjór- j inn var hvítur og skógurinn var einnig hvítur; það var allt hvítt eins og það, sem nú bar fyrir augu hennar. •—- Lengi á eptir sýndist henni allt vera hvítt, sem hún j sá. Ein af þessum hvítklæddu konum gekk fram með j blómsveig í hendi og fjell á knje; gamli maðurinn fjell einnig á knje og hún ávarpar hann nokkrum orðum. Hann flytur henni boð og fær henni brjef, er hann hef- ur verið beðinn fyrir til hennar frá einhverjum fjarlæg- um vini; þegar hann rjettir það að henni lýsir það sjer glöggt að hún fagnar því innilega; það er auðsjáanlega j frá einhverjum, sem hún elskar. »En sú unun!« hugs- j aði Petra, »hjer elskar hver maður!« Hún opnar brjef- | ið, —- það er ekki sendibrjef, það eru eintómir söngv- ar •— ó, hann er sjálfur brjefið — þetta er þá loksins ungi maðurinn, og hann er sá sem hún elskar. Þau faðmast, þau kyssast. — Petraverður eldrauð í andliti; j hún horfir á þau og hlustar með athygii eptir hveriu orði; hann segir henni að þau skuli giptast sem fyrst; j hún tekur hlæjandi í skeggið á honum og segir að hann \ sje svo ógurlega ellilegur, en hann segir henni, að hún sje svo óútmálanlega fögur; hann gefur henni hring og lofar henni purpuraskikkju og flauelskápu, gylltum skóm og gylltu beiti; því næst kveður hann hana himinlifandi af gleði og ætlar til konungsins að tala um brúðkaup- ið. Unnusta hans horfir á eptir honum með gleðibrosi; svo hverfur hann og þá verður hún þunglyndisleg á svipinn; hún saknar hans auðsjáanlega. Allt 1' einu líður veggurinn niður aptur. »Skyldi allt vera úti ?« hugsaði Petra »það endaralveg eins og það byrjaði«. Hún var blóðrjóð, sneri sjer að gömlu kon- unni og mælti. »Er það allt búið?« — »Nei, nei barn! þetta var fyrsti þátturinn, þeir eru fimm svona, — þeir eru fimm svona« endurtók hún og andvarpaði. »Um það sainaf« mælti Petra. »PIvað meinið þjer með því?« »Hvort sama fólkið komi inn aptur og allt fari eins fram og áður«. »Þjer hafið víst aldrei verið á leikhúsi?« »Nei«. »Ojæja; leikhúsin eru víst ekki víða, þau eru svo dýr«. »En hvað er þetta?« spurði Petra með ákafa, shvaða menn eru þetta?« »Það er fjelag sem Naso leikstjóri hefur undir sinni hanleiðslu; það er allra besta fjelag, hann er svo ein- staklega lipur maður«. »Er það hann sem finnur allt þetta upp? eða hvað? 1' allra guðanna bænum svarið mjer!« »Vitið þjer ekki hvað sjónleikir eru, barnið gott? hvaðan eruð þjer ?« En þegar Petra minntist ættborgar sinnar, þá minnt- ist hún einnig ógæfu sinnar og yfirsjónar; hún minntist þess, að hún var flóttamaður, og svaraði engu, en stein- þagnaði, hún þorði ekki að spyrja að einu einasta orði eptir þetta. Nú byrjaði annar þáttur, og þá kom konungurinn — já það hlaut að vera konungurinn: þarna fjekk hún þá einnig að sjá konung. Hún heyrði ekki hvað hann sagði, hún sá ekki við hvern hann talaði; hún starði á föt hans, látbragð og limaburði — það var eins og hún vaknaði af svefni þegar ungi maðurinn kom inn, og nú fóru þeir allir af stað til þess að sækja brúðurina—En þá varð Petra að bíða með eptirvæntingu. Á milli þáttanna hallast gamla konan áfram og segir við hana. »Sýnist þjer þeir ekki leika ágætlega?« Petra starði á hana steinhissa og mælti. »Leika? — hvað meinið þjer með því?« Hún tók ekki eptir því, að allir störðu á hana og að garnla konan hafði verið beðin að spyrja hana að þessu, og hún heyrði ekki að allir, sem í nánd voru hlógu að henni — Þegar konan svaraði engu, sagði Petra. »Tala þeir ekki annað mál en við?« »Jú náttúrlega«, svaraði konan »því þeir eru danskir«. Nú tók hún einnig til að hlæja. Petra tók eptir því og þagnaði hið fljótasta. — Hún starði stöð- ugt á tjaldið. Þegar tjaldið var dregið upp aptur, sá hún erki- biskup. Það fór eins og áður, hún horfði stöðugt á hann, en heyrði ekkert af því sem hann sagði, en allt í einu heyrðist hljóðfærasláttur í fjarlægð sem nálgaðist smámsaman. Það var leikið á allskonar hljóðfæri og menn og konur sungu undir. Loksins kom fram stór mannþyrping; það voru hermenn með brynþvara, söng- piltar með reykelsisker, munkar með ljós, konungurinn með kórónu á höfði og brúðguminn við hlið hans hvít- klæddur — svo komu aptur hinar hvítklæddu konur gengu framm fyrir brúðurina og báru rósir. Brúður- in sjálf var í hvítum silkifötum með rauðan blómsveig á höfðinu. Við hlið hennar gekk hávaxin kona ( purp- uraskikkju með gullstjörnum, það hlaut að vera drottn- ingin. Brúðhjónin fjellu á knje og allir aðrir í hring umhverfis þau. Þegar vígslan átti fram að fara; hóf erkibiskup upp staf sinn og bannaði hana, vígsla þeirra var á móti fyrirmælum heilagrar ritningar, það var ó- mögulegt að þau gætu náð sarnan; sagði hann — »0, Guð minn góður, vertu þeim náðugur«, hugsaði Petra. Brúðurinn hneig niður og Petra leið einnig niður á bekkinn, því hún hafði staðið upp; hún rak upp ang- istaróp.

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.