Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 28.09.1897, Side 6

Dagskrá - 28.09.1897, Side 6
2()ð „Vatn! vatn! Komið þið með vatn!“ var hrópað allt í kring. „Nei!“ svaraði gamla konan, „það hefur ekki liðið yfir hana, það þarf ekki". „Það þarf ekki“, gullu við ótal raddir. „Verið þjer kyrl verið þjer kyr þjer megið ekki taka yður þetta svona nærri, það er einungis leikur, það er engin alvara", mælti gamla kon- í an, en ágætlega leikur frú Naso“. „Verið. þjer kyr“, hrópaði Petra líka og horfði á munk einn sem tók sverð og ætlaði að skera í sundur klæði, er hann ljet elsk- endurna halda á milli sín. Grátandi konur tóku rauða blómvöndinn af brúð- urinn, og fengu henni annan hvítan og átti hann að vera merki þess að hún væri helguð klaustrinu til dauða- dags. Sá sem hún elskaði og elskaði hana heitara en allt annað átti að v'ta af henni lifandi hinu aumkunar- legasta lífi fyrir innan klaustursveggina, en aldrei að fá að sjá hana eða ná fundi hennar upp frá þessari stundu. Þau urðu að kveðjast. í allra, allra síðasta skipti og hvernig var hægt að hugsa sjer sárari skilnað en þenna? „O, guð minn góður!“ hrópaði Petra. „Hvað erþetta?" mælti gamla konan, „verið þjer róleg! þjer megið ekki gjöra yður hlægilega. Þetta er einungis kona leikstjór- ans“, Petra leit stórum augum á gömlu konuna; og hún hjelt að hún væri vitlaus, og það hafði gamla kon- an fyrir löngu haldið um Petru. Þær hjeldu hvor um sig, að hin væri vitlaus og litu hálf hræddar hvor á aðra öðru hvoru. þegar tjaldið var dregið upp aptur, gat Petra ekki sjeð hvað fram fór á leiksviðinu, því brúðurin inni í klaustrinu og brúðguminn syrgjandi fyrir utan voru henni fyrir hugskotssjónum, hún leið með þeim, og bað fyrir þeim, en allt, sem í raun og veru fór fram á leik- sviðinu var eins og þoka fyrir auguin hennar. Allt í einu varð sú breytmg á, að ekkert heyrðist nema aðeins til klukkunnar, sem sló tólf; eptir litia stund drynur í hvelfingunni, múrarnir skjálfa; Olafur helgi hefur risið upp úr skríni sínu í líkklæðunum; hann er hár vexti og tilkomumikill, svipur hans er ægilegur, og eldar brenna úr augum hans; hann brunar áfram með spjót í hendi, varðliðið flýr, þruma ríður af og konungurinn rekur munkinn í gegn með spjótinu; að því búnu gjörist allt dimmt, og ekkert sjest nema ösku- hrúga þar, sem munkurinn hafði verið og eldingunni sló niður. Petra hafði haldið sjer dauðahaldi í gömlu konuna, án þess að hún vissi áf því; gamla konan var dauðhrædd og mælti með ákafa: »Guð hjálpi yður barn; þetta er ekkert annað, en hann Knútsen, hann getur ekkert leikið annað, en þett- a, því hann hefur svo dimman róm«. —• »Nei, nei, nei, nei, jeg sá loga í kring um hann« sagði Petra, »og kirkjan skalf við hvert spor er hann stje«. »Þegi þið nú!« hrópuðu fjöldamargir í scnn, »þegi þið nú! skulum reka alla þá út, sem ekki geta þagað! »Þegi þið« tók undir í öllu leikhúsinu. Petra hrökk saman af hræðslu. Nú sjer hún aptur elskendurna, eldingin hef- ur rofið múrinn og þau hafa fundist aptur; þau ætla að flýja; þau fallast í faðma. »Guð minn góður verndaðu þau nú!« hugsaði Petra. Ailt í einu lýstur upp ópi og gjaila 'lúðrar, hann er siitinn úr faðmi unnustu sinnar, hann verst sem hann má, hann er særður banasári og stynur upp hinni síðustu kveðju til ástmeyjar sinnar áð- ur en hann gefur upp andann. Brúðurin kemur inn og gengur hægt og stillilega, hún lítur á líkið; það er e.ns og allar hörmungar, sem mannleg sál getur hugsað sjer sjeu skráðar í andlit hennar og eptir litla stund segir hún: »Lofið mjer að deyja með ástvini mínum!« Him- ininn opnast uppi yfir henni«, hún sjer þar brúðarsalinn og líður þangað ti! elskhuga síns, semfariner á undan. — Petra sat grafkyr; hún hafði styrkst andlegum krapti; hún var hafin upp yfir allt lítilfjörlegt; hún var hafin upp yfir ótta og hörmungar, hún leit með gleði- brosi til alira; allir voru bræður hennar og systur, allt hið illa, sem aðskilur mennina var horfið, það hafði eyðilagtst í eldingunni. Allir hlógu aptur framan í hana, því það var hún, sem þeir höfðu mest gaman af, en hún tók ekki eptir öðru, en að þeir hlæju af sam- fögnuði yfir sigri þeim, sem orðið hafði og í þeirri trú hjelt hún áfram að hlæja framan í þá. Þegar farið var út úr leikhúsinu, barst hún með straumnum niður tröppurnar og allir voru skellihlæjandi í kring um hana. Þegar hún kom heim spurði hún hvað þetta hefði verið, kepptist þá hver við annan að gjöra henni það skiljanlegt, og þegar hún hafði fengið nokkurn veginn rjetta hugmynd um hvað sjónleikir væru og hversu nákvæmlega góðir leikendur gætu líkt eptir þeim er þeir stældu, þá sagði hún: þetta er mikilfeng- legast af öllu í heiminum! þetta vil jeg vera!« Því næst gekk hún út ein saman; hún gat ekki verið inni. Plún gekk út fyrir borgina, og fram á höfða nokkurn. Hvassviðri var mikið og æstar öldur bárust að björgunum og brotnuðu á þeim með drunum og dynkum. Bærinn var beggja-megin víkurinnar vafinn grárri þoku. Hún horfði út á ólgandi hafið hugsandi og kvíðafull; framtíðin var eins og reginhaf í augum hcnn- ar þar, sem hvergi grillti í land; henni fannst, sem hún bærist eptir því á skipsfleka og ætti engrar hjálpar von; hún hafði liðið skipbrot á hamingju sinni; líklega fyrir fullt og allt. Hún sat þarna stundarkorn þangað til henni yar orðið dauðkallt, þá stóð hún upp og hjelt heiinleiðis. Framh. Ivíisprentað í Dagskrá slðast. 4. bls. 2. d. 3. 1. a. n. skipin les: skýin. og 6. bls. 2. d. 21. 1. a. n. heitt les: hreint.

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.