Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 05.10.1897, Síða 2

Dagskrá - 05.10.1897, Síða 2
í fjelag við sig. A leiðinni mættu þeir skírisdómaran- um, er ætlaði að hefta för þeirra, þegar þeir ekki ljetu að orðum hans, skutu menn hans á verkhlýðinn, er var vopnlaus og illa útbúinn; 22 menn biðu bana í skot- hríðinni, 36 voru hættulega særðir og 40 fengu smásár. Þess er getið til að aðfarir þessar munu hafa talsverðar hreytingar í för með sjer, og þær ef til vill alvarlegar, þar sem hinir föllnu og særðu voru flestir útlendingar. Margir borgarar kröfðust þess, að rannsókn yrði hafinn gegn skírisdómaranum. Bergmál. Vinur vor ognábúi hefur í byrjun »nýju aldarinnar« gefið Reykjavíkurblöðunum »einkunnir« hvoru fyrir sig og skulum vjer taka þær hjer upp: »Þjóðólfur« er elsta blað landsins, »ísafold« helsta blað landsins, »ísland« skemmtilegasta blað landsins, »Fjallkonan« efnisríkasta blað landsins og »Dagskrá« djúpsæjasta blað landsins. — Auk þessa telur höf. upp til samanburðar ýmislegt, sem blað hans ætli sjer ekki að vera. Af því að einkunn »Dagskrár« verður að álítast best af öllu góðgætinu, álítum vjer oss bera að þakka fyrir »komplímentin«. Vinur vor og nábúi er elsti politíkus landsins, — þvi hann sjer tvær »Aldir« líða undir lok, bæði þá gömlu og þá nýju. Hann er helsti politíkus »Landsins« — því hann ritar leiðarana fyrir blaðið Island. Hann er skemmtilegasti politíkus landsins, — því menn hafa mesta gaman af rr.iðluninni hans, nr. 2. Hann er efnis- rlkasti politíkus landsins, — því hann er ríkasta efni til ágreinings meðal Valtýskuvinanna. Og hann er djúp- sœjasti politíkus landsins, — því honum einum ber heiðurinn fyrir það að »hafa fundið púðrið« — — í ríkisráðsafskiptunum af sjermálum íslands. „Corpus juris“ og ríkisráðíð. 11. Þegar Dagskrá byrjaði að svara Corpus Juris var gjört ráð fyrir því, að hann mundi færa röksemdir fyr- ir máli sínu á þann hátt — þótt rángar væru — að eitthvað gæti unnist við það að taka mál hans til greina, að minnsta kosti það, að sýna fram á að hann hefði rangt fyrir sjer. — Fyrsta svar Dagskrár var og sniðið eptir þessu. En nú hefur hr. C. J. tekið að kveða við þann tón, að enginn getur lengur grætt neitt á því að hon- um sje svarað. — Röksemdir hans eru orðnar svo ger- sneiddar allri skynsemi, að enginn þarf að ímynda sjer að neinn maður meti neins það, sem hann segir. — Hinar »tvær síðari« mótbárur gegn Valtýs-ábyrgðinni standa í augum allra manna jafn óhaggaðar fyrir það, sem hann segir í síðari Isafoldargrein sinni 29. f. m.— Fyrri kaflinn var að vísu einfeldningslega ritaður, en þó gat svo sýnst sem maðurinn ætlaði að segja það sem hann vissi best; — í síðari kaflanum hefur hann þar á móti einnig sleppt þessari viðleitni sinni og hefur þar með sett sig í flokk þeirra greinahöf. sem ekki eru svara verðir, þegar ræða er um skýring einhvers máls. Menn, sem ekki hafa lesið ísafold, kunna ef til vill að álíta þetta sleggjudóm — sjeu orð vor ekki rök- studd að neinu leiti, og skulum vjer því stuttlega drepa á þá einu röksemd sem hr. C. J. kemur með gegn því að alþingi geti ekki kært og hæstirjettur ekki dæmt politiskt ábyrgðarmál gegn neitium ráðgjafa fyrir gjörð- ir hans í ríkisráðinu. — Röksemd hr. C. J. er enn hin sama margupptugna fásinna að stjórnarskrá vor segi það og þessvegna hljóti það að vera svo að ákæruvald alþingis og dóms- vald hæstarjettar sje gott og gilt í þessu tilfelli. En nú munu allir þeir, scm nokkuð hafa fylgst með þessari deilu, eða sem hugleiða þetta málsatriði, skilja að þrætan veltur einmitt á þessu hvort stjórnarskrá vor geti gilt á móti grundvallarlögunum dönsku á dönsku rjettarsvæði (0: fyrir dönskum dómstóli og gegn dönsk- um ríkisstjórnaraðila). — Það er því svo heimskulegt að bera ekkert annað fyrir sig heldur en þessa einu sömu margendurteknu staðhæfing um það, sem átti að sanna 0 : að stjórnarskráin gildi undir þessum atvikum hvað sem hver segi -— að jafnvel hr. C. J. getur naum- lega álitist hafa verið þar í »góðri írú« — þótt ein- faldur og fákunnandi sje. — Hr. C. J. hefur að því er virðist grafið sitt litla pund í jörðu þegar hann skrifaði þetta, og þá vonum vjer að flestir virði oss til vor- kunnar að vjer viljum ekki gjöra fleiri málalengingar út af röksemd hans. Hina þriðju mótbáru gegn Valtýsábyrgðinni — að engin ábyrgðarlög sjeu samin um stjórnarathafnir ráð- gjafanna — þurfti hr. C. J. ekki að nefna, því hún getur gilt jafn vel á móti ráðgjafaábyrgð endurskoðunarfrum- varpsins — enda hefur enginn maður nema C. J. talað um hana í þessu sambandi. — Hr. C. klykkir út, með því að gjöra ráð fyrir ein- hverju borgaralegu rjettarbroti ráðgjafanna í ríkisráðinu til sönnunar því að aðrir dómstólar en hæstirjettur geti dæmt um gjörðir þeirra í ráðinu. — En hann hleypur þar alveg yfir það að hjer er talað um þolitisk rjettarbrot sem dæmast eptir grund-

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.