Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 05.10.1897, Qupperneq 7

Dagskrá - 05.10.1897, Qupperneq 7
299 »Nú jæja, þjer vitið þnð ekki; nú jæja — hvað, hvað viljið þjer þá?« »Jeg vil verða leikari« »Ojæja, þjer viljið verða leikmær og vitið þó ekki hvað er söngliðskona! ojæja, — en þjer talið mállýsku?« »Mállýsku, hvað er það?« »Þetta vitið þjer heldur ekki og ætlið samt að verða leikmær; jæja, þetta er líkt Norðmönnum — Mallýska, þ. e. að þjer talið ekki eins og vjer« — »Jú, en jeg hefi æft mig í því í allan morgun«. — »Þjer hafið æft yður í allan morgun! ojæja; ja sei seil lofið mjer að heyraU. Petra setti sig í sömii stell- ingar og brúðurin hafði verið í daginn áður og mælti í sama tón og hún. »Jeg heilsa þjer ástin mín, góðan daginn!«. Leikstiórinn verður rjúkandi reiður og segir: »Jeg held að þjer sjeuð djöfulóð, eruð þjer komnar hingað til þess að gjöra gys að konunni minni?«. Sjóð- andi hlátur heyrðist inni í hliðarherberginu; leikstjórinn lauk upp dyrunum og sagði við konuna sína án þess að muna eptir því að þau höfðu nýlega hnakkrifist og skilið í ósátt: »Hingað er kominn norskur stelpuskratti sem gjörir gys að þjer, komdu og sjáðu!«. Kvennmannshöfuð gægðist inn úr dyrunum, það var kona leikstjórans; hún var ógreidd og hálfklædd, augun voru svört og tindrandi og munnurinn stór; hún var hlæj- andi. Petra skundaði til hennar; henni sýndist það fyrst vera brúðurin, en þegar hún kom nær, hjelt hún jafn- vel öllu heldur að það væri móðir hennar. Hún horfði á hana og mælti: »Jeg veit ekki — hvort þetta eruð þjer -— eða hún móðir yðar«. Nú gat leikstjórinn held- ur ekki varist hlátri. Konan var komin inn í hliðar- herbergið aptur og rak þar upp skellihlátur. Petra varð svo vandræðaleg á svipinn, í öllu útliti og limaburðum að leikstjóranum varð starsýnt á hana. Hann horfði á hana stundarkorn, tók því næst bók og sagði: »Takið við bókinni og lesið, stúlka mín, en lesið þjer eins og þjer talið«. »Hún fór jafnskjótt að lesa«. »Nei, nei, þetta er vitlaust hlustið þjer nú ál« Hann las fyrir hana og hún át eptir honum. »Nei, nei, þetta er vitlaust; lesið þjer á norsku — hvern a..........1 lesið þjer á norskuL Petra tók að lesa eins og áður: »Nei, segi jeg, þetta er allt saman band-hringlandi vitlaustl. Skiljið þjer ekki hvað jeg meina? eruð þjer vitlaus?«. Hann reyndi hvað eptir annað að skipta um bækur. »Hjerna er skemmtileg bók« sagði hann »það eru kýmileikir sem allir hiæja að, lesið þjer þettal«. Petra gjörði eins og hann sagði, en það fór á sömu leið. Loksins varð hann leiður á þessu. »Nei, nei, nei, nei! h; ttið þjer sem fyrst bölvaður kjáninn, hvað er það sem þjer ætlið að leika? hvað hald- ið þjer að þjer getið leikið?— »Jeg vil leika það sem jeg sá í gær.« »Nú, jæja, það var svona; náttúrlega — og hvað svo?« »Já« sagði Petra og varð feimnisleg«. Mjerþótti það svo indislegt í gær og þó hjclt jeg að það rnundi verða enn skemtilegra í dag ef það cndaði vel og það vildi jeg láta það gjöra«. Já, það vilduð þjer, ojæja; það er ekkert því til fyrirstöðu, skáldið sem skrifaði leikritið, er dautt og það er náttúrlega ekki rjett lengur sem hann hefir skrifað svo þjer sem hvorki kunnið að lcsa nje skrifa ætlið að laga það — ja, þetta er norskt!«. Petra skildi ekki eitt einasta orð af því sem hann sagði, hún sá það einungis að crindið mundi ekki ganga greitt og varð því kvíðafull. »Fæ jeg ekki leyfi ti! þess?« spurði hún í hálfum hljóðum. »Jú, hví skylduð þjer ekki fá það? gjörið svo vel?. »Heyrið þjer?« sagði hann, gekknær henni og breytti málirómnum. »Þjer hafið ekki fremur vit á sjónleik en köttur; og þjer hafið hvorki hæfilegleika til þess að leika kýmileiki nje sorgarleiki; jeg hefi nú reynt yður f hvoru- tveggju. — Sökum þess að þjer eruð lagleg í vexti og fríð sýnum, hafa menn talið yður trú um að þjer getið leikið betur en konan mín og svo ætlið þjer að gjöra ósköpin öll, breyta öllu leikritinu og leika það sjálf. — Já, þarna er Norðmönnum rjett lýst, það er þjóð sem ekki er í vandræðum með það sem lítið er!«. Petra var farin að anda ótt og mæðilega; loksins sagði hún í hálfum hljóðum: »Er það alveg víst að jeg fái ekki leyfi til þess?«. Hann hafði staðið úti við gluggann og horft út, hann þóttist þess fullviss að Petra væri farinn en sneri sjer við steinhissa. Þegar hann hafði horft á hana stundarkorn og sjeð hversu alvarleg hún var á svipinn og hversu annt henni var um að fá eitthvert endilegt svar, tekur hann bók- ina aptur og segir: »Lestu þá, þarna! lestu hægt og láttu mig heyra til þín!« En hún gat ekki lesið því hún sá ekki stafaskil á bókinni, sökum þess að augun á henni fylltust tárum. »Vertu ekki hnuggin!« sagði leikstjórinn. Hún byrjaði að lesa en las án nokkurrar rjettrar áherslu og mjög óáheyrilega. »Lestu með meyri tilfinningu!« sagði leikstjórinn,

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.