Lögberg-Heimskringla - 01.10.1959, Side 4

Lögberg-Heimskringla - 01.10.1959, Side 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. OKTÓBER 1959 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Mr. Stefán Einarsson, Dr.. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thorvaldur Johnson, Mr. Jón K. Laxdal, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Grand Forks: Dr. Richard Beck Minneapolis: Mr. Valdimar Björnson Monlreal: Prof. Áskell Löve Subscriplion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa, Ávarp forseta íslands Prestastefna 24. júní 1959 (Meginmál) Þjóðkirkjan er elzta stofnun landsins, næst Alþingi. Bæði kirkjan og þingið fá stundum orð í eyra, en íslend- ingum er þar fyrir sárt um þessar stofnanir. Ræturnar standa djúpt í sögu landsins, og limið er slungið saman við íslenzka menningu og allan vorn hugsunarhátt. Hvað sem dægurdómum líður, þá eigum vér framtíðina undir kristni og þingstjórn, og ég trúi, að fáir myndu í þess stað kjósa nokkurs konar heiðni né einræði í fullri alvöru. Vér minnumst enn með þjóðarstolti kristnitökunnar, sem hér varð með þingræðisíegum hætti. Siðaskiptin hafa og staðizt próf sögunnar. Þar blandast þó inn í erlent konungs- vald, sem engum kemur til hugar að eigi að hafa vald á trú þjóðarinnar né eignum landsmanna. Auk þess eru deilur sextándu aldarinnar um margt fyrndar, bæði trúarhugmyndir og þó sérstaklega um stjórnarfar. íslenzk kirkja er kristi- leg, og almenn að því leyti, en hefir þó varðveitt sinn sér- staka svip. Það finna erlendir menn fljótt, sem hingað koma. Að gera fulla grein fyrir því, væri langt mál, og jafn víðtækt og að skýra og skilgreina sjálft íslenzkt þjóð- erni. Enn öll finnum vér, að það er eitthvað, sem hvorki verður mælt né vegið, sem gerir þjóðina að sjálfstæðri hringiðu í tímans straumi. Þó vart sé rétt að tala um nema ein siðaskipti, þá er hver kynslóð nokkuð með sínum blæ, og í kirkjulegum efnum hafa tímabilin stundum fengið svip af sínum biskupum. Trú- arskoðanir eru breytingum undirorpnar eftir vaxandi — eða minnkandi — þekkingu og tíðaranda, sem gengur í öldum. Allt líf er á hreyfingu. Og þótt guðspjöllin vari, þá stendur háskólaguðfræðin ekki í stað, og nær á stundum ótrúlega skammt út til almennings. En um það er ekki að sakast, því að svo er um öll heimspekikerfi. Það hefir aldrei tekizt að semja á skrifstofu trú, sem fullnægir mannsins hjarta. Mér þykir alltaf vænt um söguna um Talleyrand, þegar þeir ætluðu í frönsku byltingunni að setja gyðju skynsem- innar, sem reist var á torgi, í stað kristindómsins, en fannst heldur dauft yfir dýrkuninni. Þeir komu þá nokkrir á fund hins vitra mann, og spurðu ráða. Svar hans var á þessa leið: „Hvernig væri það, ef þið létuð t. d. krossfesta ykkur, og ég tala nú ekki um, ef þið risuð svo upp á þriðja degi — þá væri öllu borgið.“ Trú og skoðun er ekki hið sama, og þess ber vel að gæta, að það er hin mesta áhætta fyrir öll trúarbrögð að spyrna á móti nýrri þekking. Slík íspyrna hefir orðið kirkjunni hvað dýrkeyptust, og erfitt að kippa aftur í liðinn, eins og sagan hefir sýnt síðustu aldir. Sú framför, sem orðið hefir í vís- indum og sögulegum fræðum frá því um siðbót, verður ekki kæfð, nema með hreinu afturhvarfi til ómenningar. Allur sannleikur er af einni rót, og það hefir jafnan sannazt á, að sannleikurinn gerir oss frjálsa. Vér viðurkennum, að vart séu tvö laufblöð nákvæmlega eins, þegar vel er að gáð, og. að hver einstaklingur sé með nokkrum hætti sérstæður og ólíkur öllum öðrum. Hví skyld- um vér þá óttast nokkurn skoðanamun? Innan ríkis og kirkju verður jafnan ágreiningur meðal frjálsra þjóða, og blátt áfram kristileg skylda að gera sér far um að sjá ein- inguna í margbreytninni. Þegar komið er úr hita bardag- ans, þá reynist hún ótrúlega mikil einingin, og allt það sem sameinar. Eitt af því, sem vér getum fagnað um íslenzka þjóð- kirkju, er, að hún þolir ágreining. Jafnvel á tímum ofstækis og þröngsýni, var hennar skjöldur hreinni en flestra annarra. Það er ekki ástæðulaust að nokkuð sé rætt um, að trúar- félög eigi erfiða aðstöðu á síðari tímum. Trúarfélög hafa jafnan ágalla, sem þó verða ekki raktir til lifandi trúar. Bókaþáttur Hafa leynilögreglusögur bókmenntagildi? Guðbjörg Freeman Hún lézt að heimili dóttur sinnar, Mrs. Ellen Fafnis, í Bottineau, N. D., 7. júlí s. 1., og var lögð til hinztu hvíldar við hlið manns síns, Guð- mundar (George), í íslenzka grafreitnum nálægt Upham, N. Dak., 10. júlí. Hún var fædd í Borgarnesi á Islandi 17. maí 1872, komin af svo nefndri Hjarðarfellsætt, sem er víð- kunn á Islandi. Þau Guð- mundur og Guðbjörg giftust á kirkjuþinginu á Mountain í júní 1888, og fóru síðan brúð- kaupsferð sína á uxavagni vestur í Mouse River byggð, og gerðust þar frumherjar og byggðarleiðtogar um áratuga- skeið. Þau ólu upp níu börn, og sjö þeirra eru á lífi; Mr. Asmundur Benson, Mrs. T. J. Thorleifson, Mrs. Ellen Fafn- is, til heimilis í Bottineau; Mrs. Louise Madsen, og Emily Freeman, í Fargo, og tveir synir, Jón og Carl í Bottineau. Hún lætur einnig eftir sig 24 barnabörn, og 41 barnabarna- börn. í ýtarlegri grein, sem Dr. Beck ritar um þessi merk- ishjón í Alm. O. Th. 1947, seg- ir svo um Guðbjörgu: „En illa myndi Guðmundi þykja saga sín sögð, ef eigi væri getið að verðleikum hinnar m i k 1 u hlutdeildar Guðbjargar konu hans í farsæld þeirra og hag- sæld, því að hún hefir verið honum hinn ágætasti föru- nautur á langri leið. Hún er . . . fríð kona og virðuleg í framgöngu, hæglát, en athug- ul og ber hag annarra fyrir brjósti. Listræn er hún og bókhneigð, og hefir miklar mætur á fögrum skáldskap, Jastlynd og trygglynd, og vin- sæl og virt að sama skapi . . .“ Guðbjörg hafði misst fjóra sonu, tvo í bernsku, og tvo fullorðna og gifta, þá Victor og William, hinn síðastnefnda fyrir rúmlega ári síðan. Hún naut góðrar heilsu fram til hins síðasta, og ævikvöld hennar var friðsælt og fagurt. Hún var sátt við Guð og menn og hlakkaði til endurfundanna við þá, sem hún hafði elskað og misst. Þessi s p u r n i n g kemur manni stundum í hug, þegar lesnar eru ritgerðir um nú- tímabókmenntir. Þar kemur sjaldan fyrir, að á leynilög- reglusögur sé minnzt. En ef maður tekur tímabilið frá því um 1890 til þessa dags, þá leik- ur enginn vafi á því, að al- þýðan hefir lesið leynilög- reglusögur jafnvel meir en nokkra aðra tegund sagna. Það virðist þá vera þannig, að alþýðan og bókmennta- menn hafi mjög ólíka skoðun um þetta mál. En hver hefir á réttu máli að standa? Fram- tíðin sker sjálfsagt úr því. Við getum aðeins rætt málið án þess þó að komast að ákveð- inni niðurstöðu. Leynilögreglusögur byrj- uðu með Edgar Allan Poe fyr- ir meir en hundrað árum síð- an. En það var ekki fyrr en um 1890, að Conan Doyle gerði þær vinsælar með sögum sín- um um Sherlock Holmes. Ógrynni slíkra sagna fylgdi í kjölfarið. Fjöldi rithöfunda tók að skrifa þessa tegunc. sagna, og á árunum 1910—40 stóðu þær líklega í mestum blóma. Má þar til dæmis nefna verk eftir R. Austin Freeman, Freeman Wills Crofts, S. S. Van Dyne, Agatha Christie og fleiri. En hver eru helztu einkenni þessara sagna, og hver er á s t æ ð a n til þess, að bók- menntamenn gefa þeim ekki neinn sérstakan gaum? Leynilögreglusaga er aðal- lega r á ð g á t a . Samsetning hennar — að minnsta kosti þegar hún er sem fullkomn- ust eins og í sögum Freeman Will Crofts — er miklu erfið- ari viðfangs en samsetning skáldsögu. ímyndunarafl og rökrétt samhengi eru þar á hæsta stigi. Að þessu leyti hafa þessar sögur meira af einkennum stærðfræðinnar og vísindanna heldur en aðrar sögur. Og þess vegna verður lesandinn að lesa þær með mikilli athygli, ef hann ætlar sér að skilja nokkuð í þeim. Þetta er ef til vill ástæðan til þess, að margir mjög gáfaðir menn lesa þessar sögur sér til skemmtunar. En því betri sem sagan er frá þessu sjónarmiði, þeim mun verri er hún oft frá sjón- armiði bókmenntamannsins. Hann dæmir sögur í samræmi við fyrirmyndir Dickens, Tol- stoy og Balzac, sem sýna lífið nokkurn veginn eins og það er. Höfundur leynilögreglu- sögunnar beitir öllum kröft- um til þess að byggja völund- arhús af skynsemi og ímynd- unarafli og lætur mannlýsing- ar oft sitja á hakanum. En skynsamur maður getur sjald- an lesið hinar beztu þessara sagna án þess að dást af vits- munalegu innihaldi þeirra. En mun þetta nægja til þess að fá þeim sæti meðal bók- mennta? Það er í raun og veru ekki hægt að svara þeirri spurningu. Bókmenntir eru þau rit þjóðanna, sem lifa áfram og eru lesin kynslóð eftir kynslóð. Þegar ný teg- und ritverka kemur fyrst fram í dagsljósið, þá er ekki auðvelt að dæma um það, hvort hún geti talizt til bók- mennta. Þegar Shakespeare skrifaði Hamlet og King Lear, þá datt engum í hug, að þessi leikrit væru bókmenntir. Þau voru rituð til skemmtunar al- þýðu og höfðu sama gildi og kvikmyndir á okkar tímum. Aftur á móti hafði skáldskap- ur að almenningsáliti bók- menntagildi, og þess vegna ritaði Shakespeare Venus and A d o n i s og Sonnetturnar. Hann réðst í þetta að líkind- um til þess að fá viðurkenn- ingu sem rithöfundur. Það má vel vera, að hann hefði aldrei ritað Sonnetturnar, sem eru með gimsteinum ensks skáld- skapar, ef leikirnir hefðu unn- ið honum þessa viðurkenn- ingu. Það er sannað mál, að ekki má dæma bókmenntagildi eft- ir mannlýsingum einum sam- an. Öld eftir öld verðá heims- DÓkmenntirnar fjölbreyttari. Iæynilögreglusagan er ein af okkar nýjustu sagnategund- um. Á hæsta stigi vekur hún aðdáun skynsamra manna. Ef svo skyldi fara, að hún vekti aðdáun slíkra manna kynslóð eftir kynslóð, þá verður bók- menntalegt gildi hennar ekki lengur í efa dregið. Th. Johnson V. J.E. Jafnvel sjálf erfðasyndin birtist stundum í vandlæting og hroka innan trúarfélaga eins og í öðrum mannlegum félags- skap. En sú hætta að heimta útrýming eða tortíming þeirra, sem á annan veg kunna að hugsa, er annars staðar ríkari en í kirkju nútímans, og í ýmsum efnum sjáum vér nú móta fyrir straumhvörfum í tíðarandanum. Skynsemin skilar oss nokkuð á leið, en með vaxandi þekkingu verður æ ljósara, hve fjarri vér erum því að skilja hin hinztu rök náttúr- legum skilningi, og hve skammt vér sjáum niður í undir- djúp vorrar eigin sálar. Þrá hjartans er þar fyrir ætíð hin sama, og vér biðjum þess, að kristileg kirkja megi í fram- tíðinni vera máttug í því, að veita þann frið, sem hver ein- stakur og heimurinn allur þráir. Og eitt er víst, að hatur og styrjaldir verða þess aldrei umkomnar að veita frið og jafn- vægi, heldur sá kærleikur einn og miskunn, sem er kjarni kristindómsins. KIRKJURITIÐ

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.