Lögberg-Heimskringla - 28.04.1960, Side 1

Lögberg-Heimskringla - 28.04.1960, Side 1
Högberg - I^etmskrmgla Stofnað 14. jan., 1888 StofnuS 9. sept.. 1886 74. ARGANGUR ___WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 28. APRÍL 1960__NÚMER 17 Kvenfélagið Björk fimmtugt Kirkjusaga Finns meðal fágætra bóka á uppboði Á Pálmasunnudag síðastl. hélt lúterska kvenfélagið Björk á Lundar hátíðlegt 50 3fa afmæli sitt með samkomu i samkomuhúsinu á Lundar. Samkomustjóri var séra Jón Bjarman. Samkoman hófst toeð bæn, sem sóknarprestur- inn flutti, síðan bauð forseti kvenfélagsins, Mrs. K. Byron, alla viðstadda velkomna og minntist hún hugsjóna kven- félagsins og tilgangs þess á þessum 50 árum, sem það hef- ir starfað. Einnig minntist hún látinna félagssystra og bað alla viðstadda að r'ísa úr sæt- um og heiðra minningu þeirra með sameiginlegri þagnar- stund. Að því loknu las hún Upp heillaóskir, er kvenfélag- inu höfðu borizt í tilefni af- mælisins. Einnig afhenti hún forseta lúterska safnaðarins á Lundar $50.00 sem minning- argjöf um Mrs. Guðrúnu Eyj- ólfsson og D. J. Lindal. Að loknu ávarpi Mrs. Byron sungu viðstaddir s á 1 m i n n .,Our Church’s One Founda- tion“. Því næst tók til máls Miss Salome Halldorson, fyrr- Verandi þingkona. Rakti hún sögu kvenfélagsins. Ræða Miss Halldorson mun verða birt annars staðar í blaðinu. Fluft af Miss Salome Halldorson Það gleður mig mjög að vera hér á þessu hátíðahaldi í dag, °g ég vil þakka konunum í kvenfélaginu fyrir að heiðra mig með því að bjóða mér kingað til að tala um uppruna °g sögu kvenfélagsins Björk. £* *að er mjög tilhlíðilegt, að þessi hátíð sé haldin. Mér hef- *r oft dottið í hug, hvað það mundi vera erfitt fyrir kirkj- hrnar að mæta kröfum sínum, ef ekki væri fyrir hin ýmsu kvenfélög, er styðja þær. Það er ugglaust, að kvenfélagið ^jörk hefir verið máttarstólpi kirkjunnar á Lundar, og eiga konurnar mikið þakklæti skil- ið fyrir það, og einnig fyrir °onur mörg góðverk, er þær þafa unnið. Konurnar, sem buðu mér Lingað í dag til að rifja upp sögu félagsins, lögðu mér í hendur stutt ágrip úr fundar- Sjörningum félagsins yfir 50 sra skeið. Margt af því, sem eg hefi að segja, er tekið orð- rett úr þessu ágripi. Hér er sagt frá, að 10. apríl 1910 fyrir nákvæmlega 50 ár- Uln í dag hafi fundur verið h^ldinn að heimili móður Miss Halldorson minntist sér- staklega viðstaddra heiðurs- gesta, Mrs. Ólafar Hallson og Mrs. Guðrúnar Sigfússon. Hin síðarnefnda er ein þeirra kvenna, er stofnuðu félagið, þann 10. apríl fyrir 50 árum síðan, en Mrs. Hallson hefir verið meðilmur í félaginu í 49 ár. Að lokinni ræðu Miss Halldorson tók Mrs. Sigfús- son til máls. Talaði hún um fyrstu kvenfélagsárin og á hvern hátt saga félagsins væri samofin sögu byggðarinnar. Formaður safnaðarins, G. A. Breckman, flutti kvenfélaginu kveðjur frá söfnuðinum. Arn- old Erlendson flutti kveðjur frá sveitarráði og fyrir hönd þess afhenti hann kvenfélag- inu peningagjöf til minningar um D. J. Lindal. Aðrir, sem til máls tóku, voru Vigfús J. Guttormsson, sem flutti kven- félaginu kvæði, og þingmað- ur kjördæmisins, Elman Gutt- ormsson. Milli atriða var al- mennur söngur. Dagskránni lauk með því, að sunginn var sálmurinn „God be with you till we meet again“. Að því loknu bar kvenfélagið fram rausnarlegar veitingar. Var þessi samkoma hin myndar- legasta, kvenfélaginu til sóma og öllum til ánægju. J. B. minnar til að stofna kvenfé- lag í byggðinni. Tíu konur voru viðstaddar: Mrs. H. Hall- dorson, Mrs. W. H. Eccles, Mrs. G. Breckman, Mrs. J. Westman, Mrs. D. Backman, Mrs. S. Sigfusson, Mrs. Anna Einarson, Mrs. B. Johnson, Mrs. S. Dalman, og Miss Maria Halldorson. Ef ég má víkja frá málinu eitt augnablik, vil ég draga athygli að því, að þessi fund- ur var haldinn á allt öðru tímabili en við lifum á nú. Konurnar eru sóttu fundinn, komu keyrandi á hestum, kerrum og vögnum, og þegar þær komu, voru hestarnir teknir frá og settir inn í fjós og gefið. Ég get ímyndað mér, að móðir mín hafi farið út og sótt spýtur til að kveikja eld í stónni, að hún hafi svo tekið vatnsfötu og sótt vatn í brunn- inn, borið hana heim og að hún hafi soðið vatnið á stónni og búið til kaffið. Talsímar, útvarp, bílar, flugvélar og rafmagnstæki voru þá ekki til. Maður mundi hugsa — og yngri kynslóðin er nærri viss með að hugsa — að þetta líf hafi verið mjög lítið spenn- Frh. bls. 7. Á næsta bókauppboði Sig- urðar Benediktssonar verða nokkrar afarfágætar bækur, sem varla hafa sézt hér um árabil. Merkust þessara bóka er Historia Ecclesiastica Is- landiæ I-IV, Havniæ 1772-78. Þessi kirkjusaga Finns bisk- ups hefir verið algerlega ófá- anleg, en nú gefst bókamönn- um kostur á að eignast hana á uppboði Sigurðar. önnur fágæt bók, sem þar verður, er Sjö krossgötur, sem Arngrímur lærði þýddi og út var gefin 1618. Aftan við þá bók er bundið handrit af kvæði, ef til vill með rithönd séra Stefáns Ólafssonar skálds í Vallanesi, en hann var eitt af austfirzku skáldunum, eins og kunnugt er og ýmis ljóða GENF, 13. apríl. — í dag fór fram atkvæðagreiðsla í heild- arnefnd landhelgisráðstefn- unnar um framkomnar tillög- ur. — Urðu úrslit hennar sem hér segir: Tillaga íslands um for- gangrétt strandþjóða til veiða utan hinna eiginlegu fisk- veiðimarka var samþykkt með 31 atkvæði gegn 11 — en 46 sátu hjá. Hin sameiginlega til- laga Kanada og Bandaríkj- anna, þar sem kveðið er á um 10 ára „sögulegan rétt“ fjar- lægra þjóða til að veiða milli 6 og 12 mílna markanna á miðum strandríkis, var einn- ig samþykkt — með 43 at- kvæðum gegn 33. Tólf sátu hjá. — Tillaga 18 þjóða um landhelgi og fiskveiðimörk allt að 12 mílum var hins vegar felld með 39 atkvæðum gegn 36, og sátu þá 13 hjá. ísland — fleiri alkvæði en síðasi (Það er athyglisvert við þessi úrslit, að íslenzka til- lagan fékk nú vonum betri af- greiðslu en á síðustu ráð- stefnu, og sýnir það, að menn gera sér æ betur ljósa algera sérstöðu íslands og að mál- staður þess á vaxandi stuðn- ingi að fagna. — Að öðru leyti virðast úrslitin eindregið benda til þess, sem margir hafa raunar áður spáð, að engin hinna framkomnu til- laga nái fram að ganga með nægum meirihluta, þegar til atkvæða verður gengið á alls- herjarfundinum eftir páska, en þá þarf tvo þriðju atkvæða til þess að tillaga skoðist sam- þykkt. hans hafa ætíð verið í mikl- um metum hér á landi. !, 1 i : María mey kölluð kona Af öðrum fágætum bókum á upboðniu má nema Orðabók Fritzners, frumútgáfu í þrem- ur bindum, sem út koma í Kristjaníu 1886-96, en nú hef- ir sú bók verið ljósprentuð fyrir ekki mörgum árum. Þá verða þarna Sýslumannsævir Boga Benediktssonar, kápu- eintak, og er það mjög fágætt, að slík eintök sjáist á bóka- markaði hér. Að lokum má svo nefna Biblíuna frá 1908, sem nefnd var „Heiðna biblían" og gerð var upptæk, vegna þess að í henni var María mey kölluð kona. Mbl., 12. apríl Eigi að síður lét bandaríski fulltrúinn Dean svo um mælt að atkvæðagreiðslu lokinni, að hann teldi úrslitin „mjög uppörvandi“ — og lét í ljós þá skoðun, að „miklar líkur“ væru til, að miðlunartillaga Bandaríkjanna og Kanada næði tveimur þriðju meiri- hluta, þegar til úrslita kæmi. — Ekki er heldur loku fyrir það skotið, að svo kunni að fara. T. d. er talið víst, að nokkur þeirra 12 ríkja, sem sátu hjá við atkvæðagreiðslu um sameiginlegu tillöguna í dag, greiði henni atkvæði á allsherjarfundinum — og svo getur alltaf einhverjum úr andstöðufylkingunni snúizt hugur. Verður vafalaust unn- ið ósleitilega að því í páska- leyfinu að „kristna“ einhverja í þeim herbúðum. 1 ! ’ ! Norðmenn í hópi andstæðinga Við atkvæðagreiðsluna í dag voru þessi ríki á móti ís- lenzku tillögunni: Noregur, Belgía, Frakkland, Grikkland, ítalía, Japan, Holland, Portú- gal, Spánn, Bretland og Kam- erún. Danmörk greiddi at- kvæði með tillögunni, en Sví- þjóð og Finnland sátu hjá — sömuleiðis Bandaríkin og Kanada. Af Austur-Evrópu- ríkjunum g r e i d d i aðeins Júgóslavía atkvæði með til- lögunni, en hin sátu hjá. Stuðningurinn var aðallega frá Asíu-, Afríku- og Amer- íkuríkjum. Island greiddi atkvæði með 18 ríkja tillögunni, en Noreg- Frh. bls. 7. Thor Thors í framboði til forseta allsherjarþingsins Bandaríska b 1 a ð i ð New York Times skýrði frá því 12. apríl, samkvæm fréttum frá aðalstöðvum Sameinuðu þjóð- anna, að Thor Thors, sendi- fulltrúi íslands hjá S.Þ. hafi gefið kost á sér sem forseti Allsherjarþingsins á næsta starfstímabili þess. — Segir blaðið, að öllum sendinefnd- um S.Þ. hafi verið tilkynnt þetta í bréfi frá Guðmundi í. Guðmundssyni utanríkisráð- herra. Síðan segir í fréttinni. að enda þótt kosning forseta fari ekki fram fyrr en í sept. n. k. hafi tveir þegar gefið kost á sér til embættisins, Frederick H. Boland frá írlandi, sem njóti stuðhings Bandaríkj- anna og annarra vestrænna ríkja, eins og komizt er að orði, og Jiri Nosek frá Tékkó- slóvakíu, sem frambjóðandi „sovézku blakkarinnar". Loks segir: — Talið er, að hr. Thor Thors muni hljóta stuðning sumra Suður- og Mið-Ameríkuríkja og nokk- urra í Asíu og Afríku. Mbl., 14. apríl Flytja erindi ó órsfundi norræna-ameríska fræðafélagsins Á 50 ára afmælismóti Fé- lagsins til eflingar norrænum fræðum (Society for the Ad- vancement of Scandinavian Study), sem haldið verður í Chicago-háskóla 6. og 7. maí, flytja tveir íslendingar erindi, þeir prófessor Loftur Bjarna- son, sem ræðir um Halldór Laxness og rit hans, og Dr. Richard Beck, er tekur til meðferðar Gunnar Gunnars- son og sögulegar skáldsögur hans. Prófessor Bjarnason, sem k e n n i r Norðurlandabók- menntir á U.S. Naval Post Graduate School í Monterey í Kaliforníu, er fyrrv. féhirð- ir félagsins. Dr. Beck, sem ný- lega átti 30 ára starfsafmæli á University of North Dakota, hefir komið mikið við sögu félagsins, verið forseti þess þrisvar sinnum (1940-42, 1950- 51 og 1957-58), auk þess átt sæti í stjórnarnefnd þess ár- um saman og í ritstjórn árs- rits þess, Scandinavian Stud- ies, og flutt erindi á ársfund- um þess nærri óslitið síðasta aldarf j órðunginn. Fimmfíu ára afmæli Björk íslenzka tillagan samþykkt með 31 atkvæði

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.