Lögberg-Heimskringla - 12.05.1960, Síða 1

Lögberg-Heimskringla - 12.05.1960, Síða 1
Högberg - Hetmsfer ingla Stoínað 14. jan., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 74. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 12. MAÍ 1960 NÚMER 19 Biskup íslands yæntanlegur Sigurbjörn Einarsson biskup Herra Sigurbjörn Einars- son, biskupinn yfir íslandi, er væntanlegur hingað vestur í lok maímánaðar. Kemur hann í boði Islenzka-lút. kirkjufé- lagsins í Vesturheimi í tilefni þess, að sjötugasta og fimmta afmælisþing kirkjufélagsins verður hátíðlegt haldið í Argyle prestakalli dagana 5. til 8. júní næstk. svo sem aug- lýst er á öðrum stað í blaðinu. Sigurbjörn biskup kemur til New York 24. maí og fer það- an beint til Chicago til að heimsækja son sinn Þorkel, sem stundar þar nám við Illinois háskólann. Til Winni- pegborgar kemur hann laug- ardaginn 28. maí og mun pré- dika í Fyrstu lútersku kirkju sunnudaginn 29. maí, kl. 7 e. h. Meðan hann er í borginni mun hann dvelja hjá forseta kirkjufélagsins, séra Eric H. Sigmar og frú Svöfu að 151 Garrioch Ave., St. James. Ferðaáætlun hans til ann- arra íslenzkra prestakalla verður birt síðar. Svo sem skýrt var frá fyr- ir ári síðan var Sigurbjörn Einarssson þáverandi forseti guðfræðideildar Háskóla ís- lands kjörinn biskup 1. apríl 1959 og vígður í það háa emb- astti 21. júní. Hann var þá fyr- ir löngu þjóðkunnur maður fyrir lærdóm sinn og fræðslu- störf. Hann á sér glæsilegan menntaferil að baki. Hann tók guðfræðipróf við Háskóla Islands með mjög hárri einkunn árið 1938, en áður hafði hann tekið embættis- próf í grísku við Uppsalahá- skóla, og kandidatspróf í heimspeki við Stokkhólmshá- skóla; síðar stundaði hann nám í trúfræði við Cambridge háskólann. Hann var sóknar- prestur í nokkur ár, fyrst á Breiðabólsstað á Skógar- strönd og síðar við Hallgríms- kirkju í Reykjavík. Þótti hann snemma óvenjulega snjall og andríkur prédikari. Hann er ágætur fræðimaður og mikilvirkur rithöfundur. Þótt hann sé enn tiltölulega ungur að aldri, (f. 30. júní 1911), eru um tuttugu bóka- titlar tengdir við nafn hans; sumar þessara bóka eru stór- virki að því er innihald snert- ir og með snilldarbrag um efnisskipun og meðferð ís- lenzkrar tungu. Má þar til nefna Trúarbrögð mannkyns- ins (1954), Ævisögu Alberls Schweiizer (1955) og síðast Opinberun Jóhannesar (1957). Sigurbjörn Einarsson bisk- up nýtur mikilla vinsælda og virðingar hjá þjóð sinni; munu Vestur-lslendingar al- mennt fagna því að eiga þess kost að hlýða á hann og kynn- ast honum. Hörmulegt slys Á fimmtudagskvöldið í fyrri viku vildi það átakan- lega slys til, að þrír Mikley- ingar drukknuðu í ósunum milli eyjarinnar og megin landsins; það voru þeir bræð urnir Brynjólfur og Harold Jones og Ármann Jónasson, allir á bezta aldursskeiði. Þeir voru að koma frá meginland- inu til eyjarinnar, en vegna þess að ferjan var ekki tekin til starfa, lögðu þeir yfir sund- ið á smábáti um kvöldið. Þeg- ar þeim seinkaði, var farið að leita þeirra og fannst Harold á föstudagsmorguninn ör- endur í bátnum, sem var fast- ur í krapi úti á sundinu. Er talið, að bátnum hafi hvolft þegar þeir voru að reyna að komast gegnum krapið, en að Harold hafi tekizt að rétta hann við og komast upp í hann, en svo ekki þolað vos- búðina og frostið um nóttina. Leitað var hinna tveggja all- an daginn á mörgum bátum, og fundust þeir loks þá um kvöldið. Brynjólfur og Harold voru báðir fæddir að Hecla; for- eldrar þeirra eru hin mætu hjón Þorbergur og Anna Jones, sem jafnan hafa átt heima á Birkilandi í Mikley og hafa alið þar upp sinn stóra og mannvænlega barnahóp. Auk þeirra lætur Brynjólfur eftir sig eiginkonu sína? Kristjönu, dóttir Sigurðar og Sigfríðar Johnson, og 6 börn öll á unga aldri, hið yngsta fjögurra ára og elzta 15 ára, og heita þau Brynjólfur Jr., Wendy, Wanda, Vicky, Bon- ny og Craig. Hann var 42 ára að aldri og búsettur í Mikley. Harold var 28 ára, yngstur systkinanna; hann kvæntist Edith Rud 2. apríl síðastlið- inn og syrgir nú hin unga brúður mann sinn. Systkini þeirra bræðra, sem eru á lífi, eru Helgi og Beggi, báðir i Mikley; Marjorie og Ingibjörg Adelaide (Mrs. M. D. Webb), báðar búsettar í Winnipeg, og Einarína í Los Angeles og kom hún þegar heim. Ármann Jónasson var 54 ára að aldri. Hann lifa eigin- kona hans, Lilja, dóttir Jó- hannesar heitins Grímólfs- sonar og eftirlifandi konu hans, Guðrúnar að Jónsnesi í Mikley; fimm dætur og einn sonur, og er yngsta barnið átta ára. Þau eru: Arlene (Mrs. Thorarinsson í Riverton, Lil- lian og Constance í Winni- peg og Phyllis, Clifford og Valerie heima. Foreldrar hans voru landnámshjónin Ármann og Ósk Jónasson, er lengi bjuggu í ísafoldar-byggð. Eft- irlifandi bræður hans eru: Tómas, Alex í Verboten, Man- itoba, Grámann í Riverton og Lárus í Prince Rupert, B.C. Ein systir, Rakel (Mrs. Geel- latly) í Winnipeg. Ármann heitinn átti heima að Jóns- nesi í Mikley. Með hinu sviplega fráfalli þessara manna er nú þungur harmur kveðinn að fjölskyld- um þeirra og frændaliði. Þeir stunduðu allir fiskiveiðar á Winnipegvatni og voru vask- ir vatnamenn, vinsælir og drengir góðir; mun þeirra sárt saknað af öllum eyjarbúum. Útförin var gerð frá Mikl- eyjarkirkju á miðvikudaginn, 11. maí, kl. 2. Jarðsett var í grafreit byggðarinnar. Aihvarf fyrir blökkumenn Kanada, svo sem og allur hinn siðmenntaði heimur, for- dæmir meðferð stjói'narvalda Suður-Afríku á blökkumönn- um, en hvað getum við gert til þess að sýna í verki, að við viljum hjálpa blökkumönnum í neyð þeirra? Sumir vilja halda því fram að reka ætti Suður-Afríku úr bandalagi Samveldisþjóðanna ( C o m - monwealth). í ritstjórnargrein í McLeans tímaritinu er bent á, að ef vandlæting okkar er byggð á öðru en einni saman hræsni, ættum við að bjóða þessu kúgaða fólki athvarf í Kanada eins og við veittum 37 þúsund Ungverjum mót- töku 1956. Fréttir frá Árborg og nágrenni Þegar ég skrifaði um dag- inn, var þjóðræknisdeildin Esjan í Árborg að undirbúa sumarmálasamkomu. Hér fyrr á árum komu meðlimir lestr- arfélagsins „Vísir“ í Geysi stundum saman á sumardag- inn fyrsta. Ekki var skemmti- skráin margbrotin, voru lesin kvæði, sagðar smásögur og sungnir g ö m 1 u íslenzku söngvarnir og svo drukkinn kaffisopi á eftir, og þótti þetta þá hin bezta skemmtun, en einn var gallinn og það var að komast. Oftast var vont að fara og fljótið að flæða og þess vegna lagðist niður sá fallegi siður að fagna sumr- inu, en þá þótti það ekki í frásögur færandi þó allt væri ófært og fljótið að flæða upp að húsdyrum; það var svona á hverju vori og þótti sjálf- sagt. í vor voru allir stórhuga og héldu að eftir þennan langa vetur mundi koma yndælt vor og sumar, og nú ætti að fagna sumri eins og gjört er í stórborginni og Esjan ætlaði að efna til reglu- legrar sumarmálasamkomu í Arborg Hall. Mrs. Herdís Erickson ætlaði að segja frá ferðalagi sínu til Islands, — sýna og útskýra myndir, sem hún tók, og spila plötu þar sem Davíð Stefánsson les upp ljóð sín, og voru margir farn- ir að hlakka til þessarar skemmtunar. Og vorið' kom í allri sinni dýrð. Snjó leysti á nokkrum dögum og svo kom margra klukkutíma regn og fljótið fór að flæða yfir bakka sína. Fyrst í stað kipptu menn sér ekkert upp við þetta. Það var svo vanalegt, að það flæddi upp undir hús og gjörði þeim, sem meðfram því búa, mikla aukavinnu og óþægindi á all- an hátt. En nú fór að versna fyrirlitna litla fljótið, sem gestir sjá á sumrin og kalla læk eða sprænu, varð orðið að stöðuvatni, og nú hefði enginn hlegið, ef honum hefði verið sagt að þetta væri íslendingafljót. Mun það hafa farið hærra en núlifandi menn muna eftir, og var nú hætt við að hugsa um sam- komur, og var sumarmála- samkomunni fyrirhuguðu frestað til 13. maí. Nokkrar fjölskyldur í Árborg flúðu heimili sín, einnig í Framnes, Víði og Geysi. Var það mjög erfitt fyrir stórbændur með margar skepnur að flytja burt, en enginn annar kostur var gefinn, þar sem vatn var í fjósum og engu fóðri hægt að ná að sér. Stórskemmdir urðu á brúm og vegum, og verður langt þangað til hægt verður að koma öllu í lag og mun kosta stórfé. Er útlit því allt annað en glæsilegt hér norður frá eins og stendur. Arborg Women Hospital Auxiliary hélt fund 19. apríl. Halda þær fund í hverjum mánuði og oftar, ef nauðsyn krefur. Var sérstaklega vand- að til þessa fundar, því Mr. Eric Stefánsson M.P. hafði verið beðinn að koma og út- skýra afstöðu stjórnarinnar um neitun fjárframlags til smáspítala, einnig átti að fagna nýrri forstöðukonu. Fyrst fóru fram störf fé- lagsins, og eru þau mörg, þar sem margt þurfti að kaupa til að hægt væri að starfrækja viðbót þá, er gjörð var við spítalann, og hefir þessi fé- lagsskapur sýnt dugnað og ósérplægni við þau störf. Mrs. E. L. Johnson bauð forstöðukonuna, Miss Voet- berg, velkomna og flutti hún stutt ávarp til fundarins. Mr. Eric Stefánsson M.P. talaði um tillag það, er stjórn- in neitaði spítölunum og sagði að stjórnin væri með því að fólkið sjálft tæki þátt í kostn- aðinum og hefði umráð með spítalanum, þar sem það vissi betur um ástæður innan byggðarinnar og hefði meiri áhuga fyrir málefninu, ef það sjálft legði eitthvað að mörk- um. Þakkaði hann félags- skapnum fyrir góða frammi- stöðu í þágu spítalans. ’ Mrs. T. S. Erickson þakkaði Mr. Stefánsson fyrir komuna og afsakaði að ekki væru fleiri á fundi vegna flóðsins og æskilegt hefði verið að sem flestir hefðu getað heyrt hans góða erindi. í grein minni í Lögbergi- Heimskringlu 14. apríl hefir slæðzst inn hjá mér villa. Er það í umgetingunni um Árna heitinn Brandsson. Er þar: „Hann var meðlimur í River- ton lestrarfélaginu meðan það var starfandi." Átti að vera meðan hann var starfandi. Bið ég lestrarfélagið í Riverton velvirðingar á þessum mis- tökum, þar sem það er enn þá vel starfandi og bætir við bókaforða sinn árlega. Mrs. Hrund Skúlason LÖGBERG-HEIMSKRINGLA Eina íslenzka vikublaðið í Norður Ameríku Styrkið það, Kaupið það Lesið það.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.