Lögberg-Heimskringla - 12.05.1960, Síða 6

Lögberg-Heimskringla - 12.05.1960, Síða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. MAÍ 1960 GUÐRÚN FRA LUNDI: ÞAR SEM BRIMALDAN BROTNAR Þegar svo Hallur kom inn og leit ertnislega til hennar, sagði hún honum, að hann þyrfti varla að telja það lengur eftir, sem hann þyrfti að láta Tómas hafa. Hann væri ráðinn á skrifstofu hjá kaupmanni þar í Reykjavík og væri trúlofaður dóttur hans, svo að framtíð Tómas- ar þyrfti víst ekki að kvíða. Sjálf væri hún staðráðin í að fara suður, þegar hann væri farinn að halda heimili.“ Hallur hló dátt. „Þetta kalla ég nú góðar fréttir, að þurfa ekki að taka fleiri lánin handa honum, drenganganum,“ sagði hann. „En það verður þá seint, sem þú færð að sjá hann í sýslumannsskrúðanum, sem þú hefir alltaf búizt við að hann fengi, síðan hann var barn.“ Hún tárfelldi af gremju. „Þú ert sami durgurinn og hann faðir þinn, fyrirlítur allt annað en þrældóminn og skítinn hérna á Nesinu. En þú skalt ekki láta þér detta í hug, að ég hangi yfir þér lengur. Þú getur búið með Helgu og Döddu, en ég fer strax í vor, fyrst þú tekur svona skamm- arlega á móti mér.“ „Svona, vertu ekki með þessa skapvonzku, Maríanna. Það er ólíkt þér. Ég fer að halda, að þú hafir ekki haft gott af því að fara suður,“ sagði Hallur. „Mér finnst það mjög líklegt að unglinga inn- an við tvítugt muni langa til Reykjavíkur, þ e g a r hálf- fimmtugar kerlingar eru þreyjulausar að komast þang- að.“ „Þetta er svo sem nógu virðulegt, að kalla mig hálf- fimmtuga kerlingu,“ sagði hún. „Ég hélt, að þú værir orðin það gömul, enda býst ég við, að enginn álíti þig yngri, þar sem þú átt trúlofaðan son, sem búinn er að vera við lær- dóm í marga vetur. Þú ert stórmyndarleg sveitakona, góða mín, en í kaupstað mynd- ir þú verða kölluð „feita kerl- ingin að norðan“. Það er ég alveg viss um. Þess vegna skaltu hætta við þessar suður- ferðarhugleiðingar, og snúa þér fyrir alvöru að búskapn- um, því að bráðum verð ég bóndi á allri Látravík. Pabbi er á förum, og ég er búinn að segja honum, að ég muni taka jörðina en ekki inneignina.“ „Tómas segir, að það sé sjálfsagt fyrir þig að taka peningana. Fyrir þá er hægt að kaupa hús handa honum og okkur í Reykjavík. Svo vill hann líka, að þú seljir hálf- lenduna,“ sagði hún. Þetta varð daglegt deilu- efni á milli hjónanna. Marí- anna hafði aldrei verið jafn áhugalaus fyrir því sem þurfti að gera eins og nú. Helga vann húsmóðurstörfin eins og áð- ur, þó að húsmóðirin væri komin heim. i | ,i TÓMAS KEMUR í HEIMSÓKN Maríanna sagði Björgu í Básum frá trúlofun sonar síns. Það var því komið víða um Nesið, hvaða lán lægi fyr- ir þeim pilti. Það var ekki fyrr en í júlí, að Tómas sím- aði til móður sinnar og sagði henni, að hringarnir væru farnir að prýða hendur þeirra elskendanna, og þar með, að í næstu viku ætlaði hann að koma norður með ástmey sína. Þann dag stóð mikið til hjá Maríönnu. Hún heimtaði, að Helga yrði í bænum með sér, því að nú þurfti að baka fínt kaffibrauð og gera margt annað, svo að heimilið liti ekki út eins og hjá skrælingj- um. „Það verður víst svo að vera,“ sagði húsbóndinn. Svo þegar þurfti að fara að sækja kærustuparið inn á Breiðasand, fannst henni það sjálfsagt, að þau hjónin færu bæði inn eftir. Hallur sagði, að Dadda gæti farið inn eftir. Hann þyrfti að binda vestan úr heiði. Það yrði að sitja fyr- ir öllu öðru. „Þau fá líklega að sjá mig,“ sagði hann. „Og henni finnst ég sjálfsagt heldur karlaleg- ur, þessari sallafínu kaupstað- ardömu.“ Því varð heldur ekki neitað, að hann var orðinn hræðilega þrælkunarlegur og líktist karlinum honum föður sín- um meira og meira með hverju ári. „Og svo þessi vandræði með að láta þau sofa,“ sagði hún ergileg. „Það hefir alltaf ver- ið þrautaráðið að fá stofuna hjá mótbýlisfólkinu, þegar einhver meiri háttar mann- eskja gistir. En nú var loku skotið fyrir það með því að hafa þessa kolsvörtu líkkistu þar inni. Þvílíkt uppátæki. Það er auðvitað ekki meira en annað, sem okkur er gert til armæðu. Finnst þér nú ekki óskemmtilegt að hafa ekki önnur húsakynni að bjóða svona fólki inn í? Það er meiri nægjusemin að geta alltaf bú- ið í þessum kofum.“ „Ég get sofið í tjaldinu út á túni og systurnar hjá mér. Þá ættir þú að geta látið þau sofa inni í húsinu okkar,“ sagði hann og flýtti sér í burtu eins og honum kæmi þetta alls ekkert við. „Ö, þessir karlmenn. Þeir voru ekki að ómaka sig til að hjálpa til, þó að einhvers þyrfti með. Allt varð kven- fólkið að gera. Hann þóttist gera vel að lofa Helgu að vera í bænum þessa dagana,“ and- varpaði hún. Seinna um daginn fór hún inn til að finna mótbýliskon- una og tala um stofuna. „Þetta er nú alveg dæmalaust, hvernig allt er gert mér til erfiðleika,“ byrjaði hún hás af gremju. „Það hefir þó allt- af verið hægt að fá stofurúm- ið handa gestum, en nú er bú- ið að fyrirbyggja það með þessari líkkistu, sem þar þarf að standa. Varla hefði hún Þórey heitin liðið svona lag- að.“ „Jóhann hlýtur að færa kistuna yfir í skálann þessa daga, sem þau verða hérna,“ sagði Sifa. „Þú skalt tala um það við hann, þegar hann kemur heim að drekka kaff- ið.“ „Ég hef áreiðanlega annað að gera en bíða eftir því,“ sagði Maríanna. „Þú hleypur ofan á víkurbakkann fyrir mig, Sifa. Þér er svo létt um sporið.“ „Mér sýnist hún nú hafa enn þá meira að gera en þú,“ sagði Ingibjörg. „Hún stendur í stórþvotti." ,?Ef ég væri í ykkar spor- um, skyldi ég brjóta þessa kistu í smátt með sleggju," sagði Maríanna, sem var í ó- vanalega slæmu skapi. „Það mundir þú ekki gera,“ sagði Ingibjörg, „vegna þess að þú nenntir því ekki,“ bætti hún við dálítið meinfýsin. Þá skellti Maríanna hurð- um á hæla sér og strunsaði út úr baðstofunni. Sifa þeyttist ofan á víkur- bakkann til að fá leyfi gamla mannsins til að flytja kistuna burt úr stofunni. Hann lofaði að færa hana burtu um kvöld- ið, þegar piltarnir væru komn- ir heim. Það væri ekki kven- mannsverk. Sifa færði mágkonu sinni svarið. Hún lét það gott heita og sagði, að Sifa yrði að gera stofuna vel hreina, hátt og lágt, og hengja þrein glugga- tjöld upp, helzt ný. „Þau eru ekki til,“ sagði Sifa. Svo bauðst hún til að þvo gluggatjöldin, sem voru fyrir gluggunum. Einnig að þvo gólfið. Annað sagðist hún ekki hafa tíma til að gera. „Það er ekki hægt að segja, að það hlaupi af sér hornin fyrir mann, hyskið hérna,“ tautaði hún, þegar Sifa var farin inn. „Það er bágt að þurfa að sækja nokkuð til svona fólks. En það verður líklega síðasti greiðinn, sem éfg bið það að gera mér. Bezt að það geri sér það til skamm- ar að láta gestina sofa í ó- hreinni stofunni." „Hún hefir nú líklega ann- að gera, konuvesalingurinn, en að standa í hreingerning- um,“ sagði Helga. „Ef þú álít- ur, að það þurfi að gera hreina stofuna, er líklega bezt að ég geri það. Það ert þú sem ætl- ar að nota hana, en ekki hún.“ „Það verður þá líklega svo að vera, þó að nóg sé annað, sem þarf að gera,“ sagði Marí- anna. Daginn eftir riðu ungu elsk- endurnir í hlaðið. Maríanna stóð úti, ásamt Málfríði dótt- ur sinni, og faðmaði gesti sína ákaft. Dadda reiddi stóra ferðatösku fyrir framan sig og Tómas aðra minni. „Ég er alveg hissa á ykkur að senda okkur ekki hest und- ir töskurnar,“ sagði lærði maðurinn, þegar hann hafði heilsað. „Ekki gátuð þið þó ætlazt til þess, að við yrðum alltaf í reiðfötunum. Ég er orðinn uppgefinn í handleggj- unum að halda um töskuna alla þessa leið.“ „Þá er hún orðin lúin, blessuð stúlkan hún systir þín, sem reiðir enn þyngri tösku en þú,“ sagði unnustan. „Við reyndum að fá lánaða hesta á tveim bæjum á leið- inni, en það var verið að binda á báðum heimilunum,“ sagði Tómas. „Líklega er verið að binda hérna líka.“ „Já, pabbi þinn er að binda vestan úr heiði. Fékk lánaða hesta í stað þeirra, sem þið fenguð,“ sagði Maríanna. „Svona er þrældómurinn og búskaparbaslið alltaf í sveit- inni. Ég vona að þú vinnir hann pabba þinn á að hætta að búa og flytja suður. Ég fæ engu áorkað í þeim efnum.“ Svo fór hún að afáaka við- tökurnar með mikilli mælsku, þessi húsakynni væru svo hræðilega gömul og leiðinleg. „Mér finnst svo gaman að sjá þessa sveitabæi með gras- ið á þekjunni,“ sagði unga stúlkan. Hún var átján ára unglingur, lítil og hvítleit um hendur og andlit. Hún hét Margrét og var kölluð Stella. „Þeir eru hræðilegir í sam- anburði við stóru og fallegu húsin í Reykjavík,“ sagði Maríanna. „Ég hef alveg verið veik með köflum, síðan ég kom heim í vetur, yfir því að geta ekki komizt suður strax.“ „Ég held það væri ósköp gaman að hafa ykkur hérna kyrr og koma til ykkar á sumrin til að hvíla sig,“ sagði Stella. „Verst hvað erfitt er að komast út á Nesið. Þið ættuð að kaupa ykkur jörð nær okkur. Þá gæti ég verið hjá ykkur mikið af sumrinu, einkanlega þegar krakkarnir fara að komast á legg,“ bætti hún við brosandi. „Ég tala nú við pabba,“ sagði Tómas í þeim tón að auðheyrt var, að hann taldi sigurinn vísan. , „Ég vil koma til ykkar í hornið, og það strax. Hallur getur búið hér. Það er ómögu- legt að hreyfa hann, frekar en jarðfastan stein. Dadda getur búið með honum. Hún er ekki farin að þrá Reykjavík enn, vegna þess að hún hefir ekk- ert af henni séð,“ sagði Marí- anna. Tómas leit til unnustunnar. „Við höfum nú ekki hugsað okkur að stofna heimili strax,“ sagði hann. „Ég kaupi fæði hjá Málfríði frænku, eins og ég hef gert, og hef þar her- bergi til nýárs.“ „Ég hélt að þú værir kom- inn til tengdaforeldranna til- vonandi að öllu leyti,“ sagði Maríanna. „Hvernig getur þú, Stella mín, látið hann kaupa sér fæði annars staðar, þar sem hann fengi það ókeypis hjá foreldrum þínum,“ bætti hún við og sneri máli sínu til tengdadótturinnar tilvonandi. „Það þekkist ekki að fá ókeypis fæði í Reykjavík. Það fæst ekki þar eins fyrirhafn- arlítið og í Látravík,“ sagði Tómas. „Ég er ósköp smeykur um, að þér þætti dýrt þar og brygði við margt, mamma mín.“ „í öllum bænum farðu nú að koma með eithvað handa okkur að borða, mamma,“ sagði Dadda óþolinmóð. „Þú hefir nógan tíma til að tala við þau. Við erum glorhungr- uð.“ „Það er ekki nokkur mynd á þessu matsöluhúsi þarna inn frá. Þvílíkur matur!“ sagði Tómas. „Auðvitað kann hún ekkert að matreiða eða bera á borð, kerlingarvesalingurinn sá,“ sagði Maríanna. Hún fór að bera fram fyrir gestina nýja kjötsúpu. Dadda hjálpaði henni, þð að hún væri ekki komin úr reiðfötunum. „Herra minn góður, hvað maturinn í sveitinni er góð- ur,“ sagði Stella. „Þá ættir þú að koma á vor- in, þegar eggin eru í bölum og fötum og alls kyns ílátum. Og þá veiðist líka selur,“ sagði Tómas. „Þá er búsældarlegt í Látravík.“ „Þú getur ekki látið þér detta í hug að . yfirgefa allt þetta,“ sagði Stella. „Ég lét nú sjálfsagt senda mér egg og sel og fleirj afurð- ir búsins suður,“ sagði Marí- anna hreykin. „Ég vil ekki hlusta á þetta og annað eins, að þú farir að yfirgefa pabba og litlu syst- urnar, og láta hann búa ein- an hér. Nærri má nú geta hvað Dadda getur sem hús- móðir,“ sagði Tómas með talsverðum merkissvip. „Við tölum nú um það bet- ur, vinur,“ sagði Maríanna og leyndi vonbrigðum sínum. Hún hafði búizt við því, að bæði hann og stúlkan hans mundu telja það mestu ham- ingju sína, að hún kæmi til þeirra, en nú létu þau það bæði í ljós, að það væri sjálf- sagt, að hún yrði kyrr í Látra- vík. Þegar búið var að béra fram matinn, settist Maríanna inn til gesta sinna. Hún masaði, þar til bæði Tómas og unnust- an hans voru orðin dauðsyfj- uð. Þá fór hann að tala um að hátta. Það þýddi ekkert að bíða eftir pabba. Hann kæmi ekki fyrr en einhvern tíma í nótt, fyrst hann væri að binda.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.