Lögberg-Heimskringla - 26.05.1960, Side 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. MAI 1960
Lögberg-Heimskringla
Published every Thursday by
NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD.
Printed by
WALLINGFORD PRESS LTD.
303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man.
Editor: INGIBJÖRG JÓNSSON
EDITORIAL BOARD
Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur
Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Mr.
Stefán Einarsson, Dr.. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline
Gunnarsson, Prof. Thorvaldur Johnson, Mr. Jón K. Laxdal,
Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson.
Grand Forks: Dr. Richard Beck
Minneapolis: Mr. Valdimar Björnson
Monireal: Prof. Áskell Löve
Subscriplion $6.00 per year—payable in advance.
TELEPHONE WH. 3-9931
Authorlzed as Second Class Ma|l, Post Offlce Department. Ottawa,
DR. RICHARD BECK:
Aldarafmæli Káins
Þann 7. apríl síðastliðinn voru 100 ár liðin frá fæðingu
hins vinsæla og sérstæða kímniskálds vor Vestur-íslendinga,
Kristjáns N. Júlíusar (K.N.). Ekki hefir þess afmælis, mér
vitanlega, enn verið minnzt opinberlega hér vestan hafsins,
þó að ýmsir í vorum hópi hafi vafalaust munað daginn og
hugsað hlýtt til hins mikla gleðigjafa, sem jós óspart á báðar
hendur af brunni glettni- og gamanyrða sinna áratugum
saman. Efalaust verður aldarafmælis hans þó minnzt að
verðugu áður en árið er úti, og hefi ég hugsað mér að hlut-
ast til um, að það verði gert meðal annars með minningar-
grein í Tímariíi Þjóðræknisfélagsins, og enn fremur þegar
vikið að því í samtali við íslenzka sóknarprestinn í Norður-
Dakota, að þar ætti að minnast hans á sæmandi hátt ein-
hvern tíma á árinu, t. d. á samkomu, sem þjóðræknisdelidin
þar stæði að, en því hefi ég ekki enn hreyft við deildarfólk.
Hitt er alkunna, og kemur vel fram í kveðskap Káins, hvað
honum var Dakotabyggðin kær.
En skáldsins hefir þegar verið minnzt vel og virðulega í
dagblöðum og vikublöðum heima á ættjörðinni, og með sér-
stakri dagskrá í íslenzka Ríkisútvarpinu, þar sem sér Benja-
mín Kristjánsson flutti erindi um skáldið og lesið var upp
úr kvæðum hans. Þessa ræktarsemi við minningu hans met-
um vér íslendingar vestan hafs mikils og þökkum af heilum
huga, því að með henni er oss einnig óbeinlínis sómi sýndur.
Þessari smágrein er það eitt ætlað að minna á aldar-
afmæli Káins, en ég vonast til að fá tækifæri til að gera því
efni betri skil síðar. Að þessu sinni vil ég aðens taka upp
nokkur orð úr inngangi mínum að heildarútgáfu verka skálds-
ins, Kviðlingar og kvæði (Bókfellsútgáfan, Reykjavík, 1945):
I meira en hálfa öld vann K.N. það þarfa verk meðal
landa sinna vestan hafs að koma þeim til að hlæja, opnaði
þeim víðlendan og fjölskrúðugan hlátraheim, með því að láta
þá sjá aðra, og horfast í augu við sjálfa sig, í spegli kímni
hans. Mun það ekki ofmælt, að K.N. hafi jafnvel komið út á
fólki tárum með hláturvekjandi vísum sínum og ljóðum, svo
fimum og tónvissum fingrum strauk hann kímnistreng skáld-
hörpunnar. Þessa var hann sér einnig meðvitandi, eins og
segir í einni vísu hans:
Stundum var ég seinn til svars og seinn á fæti.
En það voru engin látalæti,
að láta fólkið gráta af kæti.
En ekki var nóg með það, að K.N. skemmti löndum sín-
um í Vesturálfu með kímnikveðskap sínum og opnaði jafn-
framt augu þeirra fyrir mörgu, sem miður fór í andlegu lífi
þeirra og háttum. Léttvængjaðir kviðlingar hans flugu einnig
austur yfir íslandsála og út um allar íslandsbyggðir, og öfluðu
honum þar aðdáenda og vina.
Þetta hefir nú eftirminnilega komið á daginn í minn-
ingargreinum í íslenzkum blöðum og útvarpsdagskránni í
tilefni af aldarafmæli hans. Óhætt mun því að fullyrða, að
K.N. heldur áfram að lifa í vísum sínum í minni og á vörum
landa sinna um ókomin ár, og hann á sinn fasta sess í ís-
lenzkum bókmenntum, enda eru bæði vísur og kvæði eftir
hann tekin upp í hið mikla úrval íslenzkrar ljóðagerðar að
fornu og nýju, íslands þúsund ár (Helgafell, Reykjavík, 1947),
en Arnór Sigurjónsson rithöfundur sá um val kvæðanna frá
19. öld.
Og þegar ég nú horfi um öxl af sjónarhóli aldarafmælis
Káins vinar míns og minnist ánægjustunda með honum, er
leiðir lágu saman, koma mér í hug þessar vísur úr snjöllu
kvæði Guttorms J. Guttormssonar til þess skáldbróður síns,
sem eru ágæt lýsing á honum:
DR. THORVALDUR JOHNSON:
Indíánar — Hvaðan og
hvenær komu þeir?
Allt frá því að Evrópumenn
fyrst komu til Ameríku hafa
Indíánarnir verið þeim ráð-
gáta. Kólumbus hugði fyrst,
að hann hefði fundið Ind-
land, og þannig er nafnið á
þjóðflokknum til komið. Brátt
varð það deginum ljósara, að
hann fór hér villur vegarins.
Indíánar voru Indverjum ólík-
ir, bæði í útliti og um menn-
ingu. Þegar þeir voru bornir
saman við aðra kynflokka,
kom í ljós, að um líkams-
byggingu svipaði þeim í
mörgu til Mongóla, sem
byggja Norðaustur - Asíu.
Smám saman tóku menn að
hallast að þeirri skoðun, að
þeir væru brot af þeim kyn-
flokki. En ef þessi kenning
hafði við rök að styðjast,
hvernig átti þá að skýra flutn-
ing Indíána til þessarar álfu?
Menning þeirra, sérstaklega
þar sem hún var á hæsta stigi
eins og í Mexíkó og Peru, var
svo frábrugðin menningu I
Kínverja og Japana, að hún
virtist vera sjálfstæð og upp-
runalega í Ameríku. Ef hún
hefir átt frumrætur sínar í
þessari álfu, hefir hún þurft
mörg þúsund ár til þess að
ná fullum þroska. En þegar
fornleifafræðingar tóku að
rannsaka jarðneskar leifar
Indíána, var hvergi hægt að
sanna, að þeir hefðu dvalizt
í þessari álfu lengur en í
nokkur þúsund ár. Fyrir þrjá-
tíu árum var það algeng skoð-
un meðal fornleifafræðinga,
að Indíánar hefðu komið frá
Asíu yfir Bering-sundið við
lok ísaldar, það er að segja
fyrir um það bil sex eða átta
þúsund árum.
Nútímarannsóknir h a f a
breytt hugmyndum fornleifa-
fræðinga talsvert, eins og sjá
má af ritgerðum, sem komið
hafa út á síðastliðnu ári í vís-
idaritinu Science. Ýmsar or-
sakir liggja til þessara skoð-
anabreytinga, og má þar helzt
telja þá vísindalegu aðferð að
telja aldur plöntu- eða dýra-
leifa með „radiocarbon“ að-
ferðinni. Lifandi verur hafa
alltaf ákveðið magn kolefnis
(carbon). Efni þessu er þann-
ig farið, að það minnkar smám
saman í réttu hlutfalli við
tímalengd, og í leifum, sem
eru meira en 30,000 ára gaml-
ar, er lítið sem ekkert kol-
efni. Aldur yngri leifa, svo
sem beina, trjátegunda o. s.
frv. má mæla og ákvarða með
talsverðri nákvæmni. í hell-
Fyndna vísu fram hann bar.
Féll mér vel sá lestur.
Inni hjá mér aldrei var
ánægjulegri gestur.
Er sá karl í engu veill.
Ekkert hylja klæðin.
Þar er merkur, mætur, heill
maður á þak við kvæðin.
um og fornum tjaldstöðum
finnast oft leifar, sem rann-
saka má með þessari aðferð.
Slíkar rannsóknir hafa sýnt,
að menn bjuggu á sléttunum
fyrir austan Klettafjöllin í
Bandríkjunum fyrir a. m. k.
12,000 árum. Leifar þessar
sanna enn. fremur, að hér var
á ferðinni þjóðflokkur, sem
ekki ,var ólíkur nútíma Indí-
ánum. Þeir voru veiðimenn,
sem veiddu vísunda (bison),
mammut dýr (mammoth og
mostodon), úlfalda og hesta.
Öll þessi dýr nema vísundar
voru liðin undir lok löngu áð-
I ur en hvítir menn komu til
þessa meginlands.
Leifar veiðidýra, sem fund-
izt hafa í sambandi við þess-
ar rannsóknir, gefa nokkra
hugmynd um veðurfar á um-
ræddum tíma. Úlfaldar og
hestar þrífast aðallega á slétt-
um, en mammut-dýrið, sem
er eins konar risavaxinn fíll,
hafðist við í nágrenni við
jökla. Það er sýnilegt, að þessi
þjóðflokkur var uppi á seinni
hluta ísaldar, þegar jökla-
breiðan var að rýrna að sunn-
an. Við suðurbrún jöklanna
var mikið dýralíf, sem Indíán-
ar færðu sér í nyt.
En ef Indíánar voru hér á
seinni hluta ísaldarinnar, þá
vaknar sú spurning, hvenær
þeir hafi komið til þessarar
álfu. Voru þeir hér áður en
ísöldin byrjaði? Það virðist
mjög ólíklegt. Að áliti jarð-
fræðinga hófst ísöldin fyrir
meira en 50,000 árum, en allar
mannaminjar, sem fundizt
hafa í Norður- og Suður-
Ameríku, eru miklu yngri.
Það virðist óhjákvæmilegt,
að þeir hafi komizt hingap,
meðan ísöldin stóð yfir. Víð
fyrstu athugun er það þó
mjög ólíklegt. Þegar ísöldin
stóð sem hæst fyrir hér um
bil 35,000 árum, lá samfelld
ísbreiða frá Atlantshafi til
Kyrrahafs. En ísöldin var
ýmsum sveiflum háð. Á
henni miðri, það er að segja
á tímabilinu frá 35,000 til
25,000, miðað við nútíð, er
haldið, að veðrátta hafi gerzt
mild. Á þessu tímabili rýrn-
uðu jöklarnir svo mjög, að
landið fyrir austan Kletta-
fjöllin varð íslaust, þ. e. land-
svæðið milli Klettafjalla jök-
ulsins og Wisconsin jökulsins
mikla, sem huldi Austur-Kan-
ada og norðaustur héruð
Bandaríkjanna. Þó að land-
svæði þetta væri freðmýri
(tundra), mun þar hafa verið
plöntu- og drýalíf, en með því
móti einu gátu menn þrifizt
á þessum slóðum. Mikill hluti
Alaska var þá jökullaus, og
Bering-sundið var þá þurrt
land og tengiliður Ameríku
og Síberíu. Úr því að Indíán-
ar eða forfeður þeirra höfð-
ust einhvern tíma við í Aust-
ur-Síberíu, hafa þeir upp-
runalega hlotið að lifa í sam-
ræmi við lifnaðarhætti Eski-
móa. Það er hugsanlegt, að
þeir hafi á þessu tímabili
smáþokazt suður eftir íslaus-
um sléttunum, þar sem nú er
McKenzie dalurinn, Alberta
og Montana. Á seinni hluta
ísaldar gengu jöklarnir aftur
saman, unz þeir tóku að þiðna
fyrir um það bil 13,000 árum.
Forfeður Indíánanna gátu
auðvitað hafa komið sömu
leið rétt fyrir lok ísaldar,
þ. e. a. s. fyrir 12 til 13 þúsund
árum. En það er ástæða til að
halda, að sumir þeirra að
minnsta kosti hafi komið
fyrr. Menning Indíána var svo
margbreytileg, að sumum
fornleifafræðingum og mann-
fræðingum finnst, að 12 til 14
þúsund ár séu ekki nægilega
langur tími til að koma á öll-
um þeim breytingum innan
sama kynstofns. Það er til
dæmis sagt, að í Kaliforníu-
ríkinu einu séu tungumál
Indíána fjölbreytilegri en
þjóðtungur a 11 r a r Vestur-
Evrópu. Og gera yrði ráð fyr-
ir löngum tíma, þegar skýra
á hinar ýmsu tegundir sið-
menningar, sem þróuðust í
Mexíkó, Yucatan og Peru.
Fræðimenn eru sammála
um eitt atriði, þ. e. að menn-
ing Indíána eigi rætur sínar
innan sjálfs kynstofnsins, en
sé ekki eftirlíking á menn-
ingu annarra þjóðflokka. Þeir
komu hingað sem skinn-
klæddir veiðimenn. Hingað
og þangað settust þeir að og
lærðu akuryrkju, eins og t. d.
í Mexíkó-dalnum og Yucatan.
Þar eins og annars staðar var
akuryrkjan fyrsta skrefið í
áttina til hærra menningar-
stigs. Þorp urðu að bæjum
með strætum, höllum og
musterum. Pyramidar eins
mikilfenglegir og pydamid-
arnir í Egyptalandi voru
reistir úr höggnum steini.
Myndastyttur voru gerðar úr
ýmsum steintegundum, og
líkneski í fullri líkamsstærð
voru steypt úr silfri og gulli.
Og allt þetta var gert með
áhöldum úr steini, því að hér
voru á ferðinni steinaldar-
menn, sem þekktu hvorki
bronz né járn. Að mörgu leyti
þroskaðist menning þeirra á
sama hátt og aðrar menning-
ar. Kvikfjárræktin fylgdi í
kjölfar akuryrkjunnar. Llama
og „alpaca“ dýrin voru tamin
og ullin af þeim notuð í klæði
og dúka, sem enn í dag vekja
undrun manna í fornminja-
söfnum víða um heim.
öll þessi menningarþróun
stöðvaðist fáum árum eftir að
Cortes fann Mexíkó árið 1519
og Pizarro Peru árið 1532.
Endirin hefir verið skráður
með ógleymanlegum hætti
með orðum Prescott og ann-
arra sagnfræðinga. Þó að upp-
hafið sé enn þá hulið rökkri
fornaldarinnar, er það smám
saman að skýrast við ljós vís-
indalegra tilrauna.