Lögberg-Heimskringla - 22.09.1960, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 22.09.1960, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 22. SEPTEMBER 1960 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Editor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipegi Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y. Mr. Stefán Einarsson, Dr.. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thorvaldur Johnson, Mr. Jón K. Laxdal, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Grand Forks: Dr. Richard Beck Minneapolis: Mr. Valdimar Bjðrnson Montreal: Prof. Áskell Löve Subscription $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorlzed as Second Claas Majl, Post OfíRcc Department, Ottawa. Nauðsynleg ráðstöfun Þegar Nikíta Krushchef ferðaðist um Bandaríkin síðast- liðið haust, kostaði það Bandaríkjaþjóðina stórfé að taka á móti honum og förurieyti hans og sýna honum alls konar virðingu sem væri hann aufúsugestur og háttvirtur þjóð- höfðingi. Stærsti kostnaðarliðurinn mun hafa verið lögreglu- liðið, sem landsstjórnin lét fylgja honum hvert sem hann fór, til þess að varna því að hatursmenn hans gerðu honum mein, því að til Bandaríkjanna leitar athvarfs fjöldi fólks, sem flúið hefir undan harðstjórn hans í baltnesku löndun- um og öðrum sovézkum ríkjum, og er það minnugt á dráp og fangelsanir ættingja og vina í ættlöndum þess. Margt af þessu fólki myndi fagna því að geta launað honum lambið gráa, ef það hefði tækifæri til þess. Þrátt fyrir hinar vinsamlegu móttökur, sem þessi ein- ræðisherra átti alls ekki skilið, lét hann sér sæma að æpa hástöfum og svívirða hina vingjarnlegu Bandaríkjaþjóð í ræðum, vegna þess að hann fékk ekki að heimsækja Disney- land. Lögregluliðið treysti sér ekki til að halda þar öruggan vörð um hann. — Áður en hann fór heim, bauð hann Dwight Eisenhower forseta að heimsækja Sovétríkin og skyldi hann vera þar frjáls allra ferða. Forsetinn þáði boðið. En hvað kom á daginn? Eftir að Krushchef sprengdi upp Parísarfundinn með þeim brjálæðislátum, sem fræg eru orðin og hellti sér yfir Eisenhower forseta með svívirðingum, dró hann til baka heimboð sitt og fékk forsetinn ekki að stíga fæti inn á land Sovétríkjanna. En allir hafa eitthvað til síns ágætis og Nikíta Krushchef er enginn undantekning; hann virðist vera gæddur meiri hugkvæmni en andstæðingar hans og er fljótur að fram- kvæma það, sem honum dettur í hug. Það virðist hafa komið vestrænum þjóðum á óvart, að hann birtist nú þessa viku með fylktu liði á þingi Sameinuðu þjóðanna. 1 fylgd með honum eru sex æðstu menn leppríkja hans, Póllands, Ung- verjalands, Rúmeníu, Tékkóslóvakíu, Búlgaríu og Albaníu. Enn fremur mun það samkvæmt undirráðum höfuðpaursins, að aðrir óvæntir þjóðhöfðingjar sækja þingið: Nasser frá Egyptalandi, Tító frá Júgóslavíu, Nkrumah frá Ghana, Castró frá Kúba, Sukarno frá Indónesíu o> fl. Allir koma þeir á þingið sem formenn sendinefnda sinna landa og sem slíkum verður þeim ekki neitað um orðið né þátttöku í þingstörfum. Þinghús Sameinuðu þjóðanna er á Manhattan eyjunni í New York, og svo virðist sem það hafi jafnan verið hlut- verk lögreglunnar á Manhattan að bera ábyr|;ð á öryggi fulltrúa þeirra, er sækja þingið. Mun lögreglunni þykja koma þessara manna hin versta óheillasending. Allar þær áhyggjur, sem hún hafði af komu Krushchefs í fyrra, munu nú margfaldast. — Bandaríkin veittu fjölda ungverskra flóttamanna hæli, og myndu margir þeirra vilja leggja lífið í sölurnar til þess að hefna sín á fjandmanni sínum, Janos Kadar, og sama hug mun flóttafólk frá öðrum kommúnista- leppríkjum bera til forustumanna frá þeim löndum. Stjórn Bandaríkjanna hefir því tekið þá skynsömu ákvörðun að ráði lögregluliðsins að takmarka ferðir margra þessara manna við Manhattan eyjuna til þess að auðvelda lögreglu- vernd þeirra. Engir þessara manna komu til Bandaríkjanna í boði lands- stjórnarinnar; þeir eiga því engan rétt til að ferðast um landið eftir eiginn geðþótta og ætlast samtímis til lögreglu- verndar. Þeir ættu að þakka fyrir þá vernd, sem þeim er góðfúslega látin í té. Eiginlega væri réttast að þeir kæmu upp á sína eigin ábyrgð eða þá ábyrgð Sameinuðu þjóðanna. En hvað skeður? Nikíta Krushchef verður æfur vegna þess, að hann fær ekki að valsa um Bandaríkin eftir vild, Kominn heim úr íslandsferð og Noregsferð Dr. Richard Beck kom heim úr ferð sinni til íslands og Noregs í byrjun síðustu viku. Mestan hluta sumarsins hafði hann dvalið á íslandi, ferðazt um landið og flutt erindi og ræður á samkomum svo tug- um skipti, er fjölluðu einkum um Vestur-íslendinga, íslenzk menningar- og þjóðræknis- mál. Síðastl. fimmtudagskvöld flutti hann kveðju- og þakk- arávarp til þjóðarinnar í ís- lenzka Ríkisútvarpinu; einn- ig fluttu öll dagblöðin í Reykjavík frásögn um sumar- dvöl hans, þar sem hann þakkaði hinar frábæru við- tökur, sem hann og mál hans hafði átt að fagna um land allt. Birtist hér í blaðinu frá- sögn „Tímans“ um ferðalög hans og sumardvöl, er jafn- framt gefur nokkurt heildar- yfirlit yfir ræðuhöld hans. ☆ Dr. Richard Beck prófessor hverfur vesiur efiir sumar dvöl hér: „Það er yndislegi að hafa átl þeiia fagra og aiburðaríka sumar hér heima." Dr. Richard Beck Próf. Richard Beck, forseti Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, sem dvalið hefir í boði vina og velunnara hér á landi í sumar, að undan- teknum tveim vikum í Noregi seinni part júlímánaðar, held- ur heimleiðis vestur um haf næstkomandi sunnudagskvöld þ. 11 seþtember. - og er svo óskammfeilinn að klaga fyrir Dag Hammar- skjöld; — þessi maður, sem takmarkar ferðir bandarísku sendisevitarinnar í Moskva og leyfir ekki forseta Banda- ríkjanna inn fyrir landamæri Sovétríkjanna! Með tilliti til alls þessa, vekur það furðu, að heyrast skuli raddir í Kanada og á Bretlandi, er ámæla Banda- ríkjunum fyrir að hafa gert þessa nauðsynlegu og sjálf- sögðu ráðstöfun til að reyna að forðast vandræði í sam- aandi við komu þessara manpa. Fyrri hluta sumarsins var hann að miklu leyti hér í Reykjavík og flutti ræður og kveðjur frá Vestur-íslending- um á ársþingum margra fé- laga og öðrum samkomum, meðal annars á samkomunni á Arnarhóli á þjóðhátíðinni þ. 17. júní. Að lokihni Noregsdvöl sinni vár hann fulltrúi Vestur-ls- lendinga við embættistöku herra Ásgeirs Ásgeirssonar, forseta Islands, en ferðaðist síðan víðs vegar um land, til Vestfj^rða, um Norðurland, til Austfjarða, út í Grímsey og til Vestmannaeyja, og einnig allvíða um Suðurland. Lætur hann mikið af þessu ferðalagi sínu, kveðst „stöðugt hafa séð ættjörðina skarta sínu fegursta sumarskrúði", enda hafi hann yfirleitt ver- ið óvenjulega heppin með veður. Hann var ræðumaður á ýmsum meiri háttar sam- komum út um land, á 30 ára afmælissamkomu Skógrækt- arfélags Eyfirðinga í Vagla- skógi, á þjóðhátíð Vestmann- eyinga og á héraðssamkomu Ungmennasambands Skaga- fjarðar á Sauðárkróki. Fyrir- lestur sinn um Vestur-íslend- inga, „Með alþjóð fyrir keppi- naut“, flutti hann í Háskóla íslands og á opinberum sam- komum á ísafirði, Akureyri og á sex stöðum á Aust- fjörðum. Þá flutti hann erindi um alþjóðasamvinnu og um samband íslendinga yfir haf- ið á fundum Rótaryklúbb- anna á þessum stöðum: Reykjavík, Akureyri, ísafirði, Vestmannaeyjum, Siglufirði, Hafnarfirði, og Keflavík. „Ég kom með fangið fullt af kveðjum vestan um haf, sem ég hefi verið að skila til ættingja og vina um land allt í sumar, og ég fer mefc fangið jafn fullt af kveðjum vestur yfir álana,“ segir hann. Eitt af helztu erindum próf. Becks heim um haf að þessu sinni var að halda hátíðlegt með samstúdentum sínum frá 1920 fjörutíu ára stúdentsaf- mæli þeirra og flutti hann á- varp af þeirra hálfu við upp- sögn Menntaskólans þann 15. júní. í því sambandi farast honum þannig orð: „Þegar ég nú af sjónarhóli 40 ára stúdents renni augun- um yfir farinn veg, þá verður mér ríkast í huga: Mikil gæfa var það að mega vera íslend- ingur á fyrra helmingi hinn- ar tuttugustu aldar, og hafa lifað hina minnisstæðu og áhrifaríku atburði, sem gerzt hafa í sögu þjóðarinnar á því tímabili, er náðu hámarki sínu með endurreisn lýðveldisins fyrir 16 árum síðan. Þá er það eigi síður metnaður og fagn- aðarefni hverjum sönnum Is- lendingi, hvar sem hann er bú- settur, að minnast þeirra miklu framfara, sem orðið hafa með svo mörgum hætti í íslenzku þjóðlífi síðasta ald- arhelminginn. Þetta hefi ég fundið betur og betur í hverri nýrri heimsókn minni til ætt- jarðarstranda, en þetta er fjórða koma mín heim um haf síðan ég fluttist til Vestur- heims fyrir 39 árum.“ Dr. Beck rómar mjög þær ástúðlegu og höfðinglegu við- tökur, sem hann hefir átt að fagna í þessari heimsókn sinni, og biður blaðið að flytja hjartans þakkir sínar ölluna þeim, sem þar eiga hlut að máli, opinberum aðilum og einstaklingum, og þá sérstak- lega nefnd þeirri, sem stóð að heimboði hans. En um áhrifin af sumardvöl sinni féllu honum þannig orð: „Það er yndislegt að hafa átt þetta fagra og atburðaríka sumar hér heima. Ég hverf héðan vestur um hafið til starfs míns hlaðinn nýjum þrótti, yngdur að anda og orku til dáða.“ Tíminn óskar Dr. Richard Beck góðrar heimferðar, þakk- ar honum dvölina hér og von- ar að hann komi sem fyrst aftur. Tíminn, 9. sept. ísiand getur átt framtíð sem ferðamannaland Eins og Vísir hefir áður skýrt frá hefir dvalizt hér á landi undanfarnar vikur, í boði Ferðamálafélags íslands, franskur ferðamálasérfræð- ingur, George Lebrec að nafni- Tilgangurinn með dvöl hans hér var sá, að hann gerði til- lögur um framtíðarskipan ferðamála hér. Sérfræðingurinn hefir nú skilað áliti og kemur þar fram, að hann álítur að ísland geti átt sér mikla framtíð sem ferðamannaland, ef rétt verð- ur á málum haldið. Hann minntist á nokkra staði, sem mjög mundu laða að sér ferðamenn. Nefnir hann þar helzt Þingvelli, Snæ- fellsnes, Mývatn og umhverfi þess og enn fremur Reykja- vík og nágrenni. Fram kemur í skýrslunni, að nauðsynlegt muni að bæta íþróttaaðstöðu hér, koma upp tennisvöllum og þó einkum að gefa fólki kost á hestaferð- um á íslenzka hestinum, en Lebrec virðist vera mjög hrifinn af honum. Aðalerfiðleikarnir eru fólgn- ir í gistihúsaskortinum úti á landi og því, hve þau, sem fyr- ir eru, eru léleg. Þar þarf að gera mikið átak, ef vel á að fara. Vísir, 5. ágúst Allir hafa nokkuð til síns máls. ☆ Allt vill lagið hafa. ☆ Auðlærð er ill danska.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.