Lögberg-Heimskringla - 22.09.1960, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 22.09.1960, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 22. SEPTEMBER 1960 GUÐRÚN FRA LUNDI: Römm er sú taug Framhald skáldsögunnar Þar sem brimaldan brolnar „Við skulum vera rólegar,“ sagði Maríanna. „Ég ætla að tala við systur mína og vita hvað hún segir. Mér sýnist vera nóg húsrýmið hjá henni, blessaðri." Svo kjagaði hún niður stig- ann til að finna hina kald- lyndu systur sína, og hitti hana í eldhúsinu. „Jæja, góða mín,“ byrjaði Maríanna ósköp blíðmálg. „Hvar heldurðu að þú getir lofað henni Helgu minni að sofa. Hún er svo úttauguð eft- ir ferðalagið og bílveikina, aumingja stráið, og langar til að fara að hvíla sig. Það eru nú meiri ósköpin, að fá þessa bílveiki. Heldurðu, að hún Lovísa geti ekki tekið hana inn til sín í nótt.“ „Hvernig getur þér dottið í hug, að draga hana hingað heim,“ sagði frúin. „Finnst þér ég ekki gera vel að undir- halda ykkur þrjár, þó að hún bættist ekki í hópinn. Kemur svo kannske vinnumaðurinn þinn á morgun og eiginmað- urinn hinn daginn, og öllu þessu ætlarðu mér að taka á móti. Ég á nú bara engin orð til yfir þessa frekju." „Hún Lovísa hlýtur að geta lofað henni að sofa inni hjá sér í nótt. Svo leggst kannske eitthvað til á morgun,“ sagði Maríanna. „Þetta er mann- eskja, sem búin er að vera hjá mér öll mín búskaparár. Þar að auki er hún leiksystir okk- ar. Dóttir hans Jóns gamla í Miðhúsum. Þú hlýtur að muna eftir þeim Miðhúsasystrum." „Það er víst alveg sama hvort ég man eftir þeim eða ekki. Ég hef ekkert rúm til handa henni. Svo er það mál útrætt. Lovísa sefur í eins manns rúmi og fer varla að taka bráðókunnuga stúlku tii sín, og veika þar til og með, enda yrði það engin hægð fyr- ir hana,“ sagði frúin og geyst- ist inn í stofu og skellti hurð- inni á eftir sér. Þá birtist húsbóndinn fram úr skrifstofunni sinni með venjulegt gæðabros sitt á and- litinu. „Hvað er nú að, Maríanna mín? Er einn fjölskyldumeð- limurinn kominn enn? Hvað áttu annars mörg börn í allt?“ sagði hann og hló dátt. „Ó, það er ekki barn, mágur góður,“ sagði Maríanna, og var mikið niðri fyrir. „Það er bara vinnukonan mín, sem búin er að vinna hjá mér öll mín bú- skaparár og þolað súrt og sælt með mér þarna út á Nesinu fyrir norðan. Nú er hún kom- FYLLIÐ ÞAÐ UPP FYLLIÐ HANN UPP FYLLIÐ HANA UPP in hingað sárlasin og þekkir enga manneskju, og ég er al- deilis ráðalaus með rúm handa henni.“ „Já, já, ég skil, góða mín. Ég heyrði til ykkar. En það eru þessi andstyggðar þrengsli, meðan við höfum karlinn hérna. Jóhann læknir er búinn að lofa mér spítala- rúmi fyrir hann, en það er ekki laust enn þá. Þegar hann er farinn, getur Helga okkar sofið í herberginu hans. Ég fer alltaf þann veginn, sem greiðfærastur er, og alltaf til- búinn að semja um frið, ef hægt er. Karlinn er að gera konuna mína vitlausa og ég hjálpa honum kannske eitt- hvað til. En nú sé ég ráð eins og vanalega. Bíllinn minn er hérna fyrir utan dyrnar. Ég Skal fara með stúlkuna á gisti- hús og koma henni þar fyrir. Það verða engin vandræði með það. Þú sezt í bílinn líka. Það er annars mjög skammar- legt, að þú skulir aldrei hafa komið í bíl með mér þessa daga, en það verða kannske einhvern tíma betri ástæður hjá mér en þær eru núna, og þá get ég boðið í ökuferð.“ Hann klappaði mágkonu sinni blíðlega á öxlina og strauk svö hendinni þægilega niður bakið á henni.' „Svona ert þú alltaf hlýleg- ur og dásamlega hjálpsamur,“ sagði Maríanna. „Ég skal svei mér tala við Helgu.“ „Þú þarft ekki að ómaka þig upp,“ sagði Helga, sem stóð uppi á loftskörinni og hafði heyrt allt, sem talað var niðri. Hún kom ofan og rétti hús- bóndanum höndina. „Komdu sæll, Sigtryggur. Þakka þér fyrir að þú skyldir muna, hvað ég heiti,“ sagði hún. „Þó nú væri, að ég myndi eftir þér og ykkur systrunum, sem voruð svo anzi duglegar í lóðinni hjá okkur á Fagra- nesi. Þú mátt vera viss um, að ég gleymi ekki gömlum vini,“ sagði Sigtryggur og hristi hönd hennar. „Og svo ætlar hann að flytja þig í bílnum sínum á gistihús og útvega þér rúm þar,“ sagði Maríanna. „Það er nú meiri ágætismaðurinn, sem hann er þessi mágur minn.“ „Ég er víst ekki þannig út- lítandi, að ég fari að gista á fínu gistihúsi,“ sagði Helga. „En fyrst hann er svona greið- vikinn, er honum sjálfsagt sama, þó að hann fari með mig heim til hennar Guð- bjargar systur minnar. Þang- að hefði ég reynt að komast, hefðu ekki litlu systurnar endilega viljað láta mig koma hingað.“ „Auðvitað ek ég þér hvert sem þú vilt, nema út í hafs- auga,“ sagði Sigtryggur. „Og svo kemur þú vitanlega hing- að og færð þér kaffisopa með okkur, svona upp á gamlan kunningsskap, og gleymir vonandi þessum óþægindum, að ekki var hægt að hýsa þig. Sjáðu þennan fína bíl þarna, sem ég ætla að flytja þig í,“ bætti hann við um leið og hann opnaði útidyrnar, og benti henni á rauðbrúna glansandi bifreið. Helga bað Málfríði litlu að sækja skýluna sína upp. Hún var fljót að því. Svo s-veipaði Helga skýlunni um höfuðið og flýtti sér út í bílinn, án þess svo mikið sem kasta kveðju á húsmóður sína. Mál- fríður klæddi sig í kápu, með- an Sigtryggur bar farangur Helgu inn í bílinn. Svo flýtti hún sér út og settist inn í bíl- inn við hliðina á Helgu. Svo rann bíllinn af stað og var horfinn á augnabliki. „Hvað er Málfríður að troða sér inn í bílinn,“ sagði Dadda. „Ætli hann rati, þegar hann er svona mikið drukkinn, og kannske keyrir hann á. Þetta er meiri garmurinn, alltaf svínfullur á hverjum degi og með sveittan skallann.“ Maríanna aðvaraði hana með augunum. Hún vissi að systir sín var svo nærri að hún gat heyrt til hennar. Dadda sletti bara í góm og kærði sig kollótta. „Henni er víst sama hvað sagt er um hann,“ sagði hún lágt. „Hún er víst ekki betri við hann en þú varst við pabba.“ „Hamingjan góða, hvað þú getur látið út úr þér, barn. Að ég hafi verið vond við hann pabba þinn. En þú tókst það ekki með í reikninginn, hvern- ig hann var við mig. Láttu svona lagað aldrei út fyrir varir þínar aftur,“ sagði Marí- anna við dóttur sína. Svo gekk hún upp í her- bergið sitt og Dadda kom á hæla henni. Dadda reyndi að bæta fyrir óvarkárnislegar umræður sínar um hjóna- bandssambúð foreldra sinna, sagði glaðlega við móður sína: One in a series presented in the public interest by tha MANITOBA COMMITTEE on ALCOHOL EDUCATION Department of Education, Boom 42, Legislative Building, Winnipeg L

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.