Lögberg-Heimskringla - 10.11.1960, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 10.11.1960, Blaðsíða 2
1 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 10. NÓVEMBER 1960 Litið um öxl Útdrættir úr Lögbergi og Heimskringlu frá fyrri árum Valið hafa Dr. Þorvaldur Johnson og Dr. Tryggvi J. Oleson Úr Heimskringlu 6. nóv. 1900: Útdráttur úr bréfi frá G. J. Austfjörð: South Bend, Wash., 24. okt. 1900. „. . . Pólitíkin, heit og æs- andi, er nú efst á dagskrá hjá almenningi manna, og það má svo heita að báðir flokkarnir berist á banaspjótum . . . Flestir verkamenn hygg ég að séu andvígir núverandi McKinley-stjórn, og álít ég það vera mjög eðlilegt fyrir sanna þjóðvini, sem flestir óska að Bryan nái forseta- sætinu. En á hinn bóginn á McKinley-flokkurinn margan öflugan stuðningsmann, og því bágt að vita hvor ber sig- ur af hólmi að afstöðnum kosningunum . . . Árferðið má heita gott hér, bæði fyrir bændur og bæjar- lið. Bændur fá gott vörð fyr- ir afurðir búa sinna, en bæj- armenn hafa sæmilegt kaup. Á viðarmyllum er kaupið $45.00 til $50.00 um mánuðinn, með 10 stunda vinnu á dag. En handverksmenn og þeir, sem vinna við vélar, fá frá $2.50 til $3.00 á dag, og í skógarhöggi er kaup manna frá $40.00 til $60.00 um mán- uðinn og frítt fæði. Fiskiveiði er hér allgóð og er verðið á fiskinum 3 c. pundið. Egg 25 c. til 30 c. tylftin. Kýr eru frá $40.00 til $50.00. Kartöflur 1 c. pundið. Epli og perur á sama verði og kartöflur. 7 pd. kaffi $1.60. Munaðarvara hér held- ur dýrari en í Winnipeg, en hveitimjöl á líku verði eða heldur ódýrara . . . McKinley-menn segja að atvinna minnki og árferðið versni, ef Bryan komist að. En Bryan-sinnar kveða hall- æri í nánd, ef þeir nái ekki völdum; og óskar enginn eftir þeirri hörmung. ☆ Á fundi, sem stúkan Hekla hélt 2. þ. m., voru þessir emb- ættismenn settir í embætti af umboðsmanni stúkunnar, Miss Guðrúnu Jóhannsdóttur: Ingvar Búason; Guðmundur Johnson; Steina Thorsteinsson; K. B. Hallson; Sveinbjörn Gíslason; séra Bjarni Þórarinsson; Björn Hallson; B. M. Long; Mrs. B. M. Long; Dr. K. J. Steinberg; Dr. Ing. Ingo; St. Anderson; Elis Thomson. Á sama fundi taldi stúkan 281 góða og gilda meðlimi. Hekla er langstærsta góð- templarafélagið Vestur - Kan- ada. Frá Littleton, Colorado Það er unaðsríkt að hvílast í faðmi Klettafjalla á fögrum sumardegi, og mjög svipað því og hvílast í fögrum meyjar faðmi, aðeins sá munur, að hér sjást margbreytilegri myndir. Eg veit að þú lest í blöðun- um um hinar markverðustu fréttir Iféðan, en mér kom til hugar að þú kynnir að hafa gaman af að ég segði þér frá því helzta, sem fyrir augað bar á tveimur skemmtiferð- um, sem mér var boðið í. Sú fyrri var farin suðaust- ur í fjöll. Fyrsti stórbærinn á þeirri leið er Colorado Spring, laglegur bær, byggður að fjallasölum, en mjög dreifður yfri stórt svæði, líkt og Den- ver. Á hárri hæð fyrir vestan hann var numið staðar, því á henni er dýragarður, ekki mjög stór, en mjög merkileg- ur. Þar sáust skepnur, dýr og fuglar flestra landa og þar sá ég nokkrar tegundir, sem ég hafði aðeins áður séð af mynd- um, einkennilegar skepnur, sérstaklega hreyfingar þeirra. Mesta yndi held ég þó að ung- lingarnir hafi haft af að horfa á fimleik apanna, það lá vel á þeim þennan dag og spöruðu því ekki að sýna listir sínar. Ég leit þar í sterkan sjónauka og sáust þá margar afar ein- kennilegar náttúrumyndanir, einnig fannst mér þar bera meira á sléttlendi en hér. Þar á toppnum á háum hól stend- ur einkennileg bygging; fyrir byggingarstíl hennar sýnist hún lítil, en er þó 100 feta há, hún er helguð minningu leik- arans Will Rogers. Hugmynd- in var að skoða hana, en af því varð ekki, en ástæðan til þess að svo varð ekki, er mér ekki kunn. Þaðan lá leiðin suðaustur til Canon City, en í útjaðri hennar beygt austur í fjall og staðnæmst á gjáar- barmi, sem nefnt er Royal George. Yfir hana er byggð hengibrú úr stáli og er sú ferú talin vera hæsta brú veraldar — mikið mannvirki, sem hefir þurft höfuðsterka menn til að byggja, hú n er 1053 fet á lengd og svarar það til dýpt- ar gjárinnar. Þar sem ég stóð á barmi hennar, var hún að sjá sem að mestu þverhníft til botns og lá mér við að sundla, er ég leit niður í það mikla djúp. Það leit helzt út fyrir, að jarðhreyfing fyrri alda hafi klofið hnúkinn sem næst í miðju, en lyft toppnum af lagt hann austur, því að aust- an er brúnin hærri og líðandi Arkansas árin rennur eftir henni og á bakka hennar að vestan rennur lest ferðamönn- um til fróðleiks og skemmtun- ar, en tíminn leyfði ekki þá ferð. Skömmu eftir að lagt var af stað aftur var svo mikil bílaþröng á brautinni, að hvergi var komizt; við héld- um að þar hefði orðið eitt meiri háttar slys, en við nán- ari rannsókn kom það í ljós, að þar voru á ferð þrjú múl- dýr og annað karldýrið það stærsta sem við höfðum séð, og voru þau að gæða sér á góð- gæti, sem að þeim var rétt, og þvílík skothríð, maður minn, sem yfir dundi, en ekki féllu dýrin, því hún var háð með myndavélum. Ég hef aldrei séð algerlega frjáls dýr haga sér á þennan hátt, en lögreglumann bar að og þá greiddist fljótt úr þvögunni. Þegar komið var að ánni, lá þar á bökkum hennar ágæt- is akbraut margar mílur, en eftir að við hana skilur, beyg- ir hún norðvestur um fjöll og síðar austur og sameinast að- alþjóðvegi í Colorado Spring. Þessi á bar þess vott, að hún væri mikil veiðiá, því hún var þéttsetin af stangveiðimönn- um. Meðfram henni sáust marg ar einkennilegar jarðmyndan ir, en ekki átti ég von á að sjá svo hátt í fjöllum jafnmikið beitiland og sást eða jafnstór ar hjarðir gripa og kinda, en það er góð kindabeit, þar sem mikið er um grávíðir; gras- vöxtur, sem sást, var lágur en þéttur. Nokkur stór gripa- bú sáust, en mest mun þetta beitland leigt af stjórninni. Þar sáust flákar villtra blóma og veittu þeir auganum unað og stórbrotnu landslagi mild- ari blæ. Á stöku stað sáust krossar á leiði þeirra, sem þar hafa séð hið síðasta sólarlag. Þessi hringferð var bæði skemmtileg og fræðandi, því blíðviðri ríkti. I Framhald DEPARTMENT OF PUBLJC WORKS. OTTAWA TENDERS Veðurguðirnir ætla ekki að gera endasleppt við okkur í ár. Eftir einstakt sumar kem- ur þessi óvenjumilda haust- veðrátta, sem við búum enn við þótt aðeins sé tekið að kólna. — (Mbl. 26. okt.) ☆ Sá einstæði og óhugnan- legi atburður gerðist s. 1. mið- vikudag í Svíþjóð, að sjö manns, börn og fullorðnir, biðu bana, er mannlaus þota (jet) frá sænska hernum lenti á bóndabæ skammt frá Köp- ing í Vestmanland. Flugmað- urinn hafði skotið sér úr flug- vélinni, eftir að bilun hafði orðið í mótor. — (Mbl. 29. okt.) SEALED TENDERS addressed to Secretary, Department of Públic Works, Room B-322, Sir Charles Tupper Building. River- side Drivé, Ottawa and endorsed "Tender for New Slairway and Alierations, Cusloms Examiuing Warehouse, Winnipeg. Man.", will be received until 3.00 p.m. (E.S.T.), WEDNESDAY, NOVEMBER 30, 1960. Plans, specifications and forms af tender can be seen, or can be obtained on deposit of sum of $25.00 in the form of a Cerli- fied bank cheqUe to the order of the Receiver General of Canada. through: Chief Architect, Room D-715, Sir Charles Tupper Building, Riverside Drive, Ottawa, Ond., District Architect, 201 Fed- eral Building, 269 Main Street, Winnipeg, Man. The deposit will be released ou return of the documents in' good condition within a month from the date of reception of tenders. If not returned within that period the deposit will be forfeited. To be considered each tender must— (a) be accompanied by one of the alternative securities dalled for in the tender documents. (b) be made on the printed forms suppled by the Depart- ment and in accordance with the conditions set forth therein. The lowest or any tender not necessarily accepted. ROBERT FORTIER, Chief of Administrative Services and Secretary LEGSTU FLUGGJÖLD ALLT ÁRIÐ TIL ÍSLANDS LOFTLEIÐIR eru flugfélag þitt, ef þú vilt fara sparlega með farareyri. Lægstu fargjöld ársins, þrátt fyrir allt að 12 mánaða viðdvöl . . . að ógleymdum ótrúlega lág- um fjölskyldufargjöldum í 10V2 mánuð á ári. Við bjóð- um einnig hin hagstæðu 17 daga skyndiferðagjöld til íslands og 7 annarra Evrópulanda. Ókeypis máltíðir, ágætt fótrými. Frá New York beinl iil REYKJAVÍKUR. ÞaSan iil STÓRA- BRETLANDS — HOLLANDS — ÞYZKALANDS — NOREGS — SVÍÞJÓÐAR — DANMERKUR og FINNLANDS LEITIÐ UPPLYSINGA HJÁ FERÐASKRIFSTOFUNUM mm ..**.*» /i * r >».//=? L / A/ E S L.OF=TLE /D/ f? 15 West 47th Street, New York 36, PL 7-8583 New York ' Chicago San Francisco Þriggja manna f jölskylda GRÆÐIR $232 40 ef hún ferðasi fram og afiur milli íslands og Bandaríkjanna á líma- b i 1 i f jölskyldufargjald-

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.