Lögberg-Heimskringla - 17.11.1960, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 17.11.1960, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. NÓVEMBER 1960 3 lllo leitað I Ferðabók sinni (bls. 198 í íslenzku þýðingunni) segir Ebenezer Henderson frá því, að nóttina milli 14. og 15. sept. 1814, þegar hann lá úti ein- samall austur í Skaftafells- sýslu, fyrir austan Hafursá, sem var í óðum vexti, en fylgdarmaður hans bjargaðist nauðulega yfir höfuðálinn í myrkrinu, þá efldi hann sál- arþrek sitt með því að hafa þrálátlega yfir um nóttina sálm Wesley’s „Jesus, lover of my soul“. Ekki þurfti hann að taka upp sálminn í Ferða- bókina, sem rituð var handa menrrtuðum mönnum ensku- mælandi, er flestir mundu kunna hann. En hér á íslandi var öðru máli að gegna, og feginn hefði ég tekið hann upp neðanmáls í þýðingunni, ef ég hefði fundið nothæfan íslenzkan texta. Ég var með sjálfum mér sannfærður um, að íslenzka þýðingu hafði ég séð, en að engu gagni var mér það, ef ég gat ekki fundið hana. Hitt kom ekki til mála, að ég færi að snúa honum í andlaust rím, en mig skorti trúarhitann til þess að þýðing gæti orðið öðruvísi en and- laus. Allar fyrirspurnir mínar á meðal kunningja, presta sem annarra, reyndust árang- urslausar. Mér til mikillar raunar fann ég ekki neina þýðingu. , En allan tímann voru 53 fyrstu árgangar Sameiningar- innar hérna á hillunni yfir skrifborði mínu, og endúr fyr- ir löngu hafði ég kynnt mér efni þeirra allra — þá miklu fróðleiksnámu. Svo var það síðar, að ég fór að heilsa upp á þessa gömlu kunningja og taka þessi þykku og þungu bindi ofan af hillunni. Þá rakst ég þar á ekki eina held- ur tvær mjög merkilegar þýð- ingar þessa fræga sálms. önn- ur þeirra er í aprílblaðinu 1903 (18. árg.) er eftir Jón Runólfsson, sem allir vita að var merkilega nákvæmur þýð- ari; hin, í febrúarblaðinu 1914 (28. árg.), er eftir Maríu G. Árnason, en því miður veit ég ekki hver sú kona var; það fá menn efalaust að vita, þegar hin nýja Árnapostilla kemur út. Og þess er nú sagt skammt að bíða. Þýðingar þessar eru mjög til með hvorum hætti, en báð- ar harla merkilegar. Fyrsta erindi sálmsins þýðir Jón þannig: Jesús, ást þín öll mér skín; opinn faðm þinn hríf mig í. Rýkur hrönn og geyst við gín gnýja fjármyrk þrumuský. Mig þín hylji mildin þá meðan stormsins dynja grönd, land upp síðan leiði á lausnarhönd þín mína önd. Ekki verður því neitað, að síðasta braglína er hér nokk- uð lýtt með hendingunum „hönd“, „önd“. En sjálfsagt mætti afmá þetta lýti. María þýðir sama vers þannig: Þú sem mína elskar önd, ég í skaut þitt, Jesú, flý; hrekst eg einn um hafsins strönd, himin byrgja storma ský. Skýl mér, ó mig guð son, geym, geystur lífs unz stormur dvín; veg minn greið til himins heim, herra, frelsa sálu mín. Okkar tunga á ekkert það orð, er fyllilega svari til enska orðsins „resignation“, en hún er svo djúp hlý og innileg í þýðingu Maríu að fyrir það nær sú þýðing betur til mín. En ekki hentar öllum hið sama. Séu fleiri þýðingar til Síðan Sir Edmund Hillary fór að undirbúa leiðangur sinn til þess að leita að hinum svo- nefnda snjómanni í Himalaja- fjöllum, hefir mikið verið tal- að og ritað um þessa furðu- skepnu. Franskur mannfræð- ingur hefir t. d. dregið saman hið helzta, er menn vita, eða þykjast vita um þennan snjó- fnann, og er hér útdráttur úr þeirri ritgerð. ☆ Um nokkra mánuði hefir sérstök nefnd, skipuð af vís- indastofnuninni í Moskva, verið að rannsaka hvað hæft muni vera í sögnunum um snjómanninn. Nefndarmönn- um hefir ekki komið saman. Sumir halda því fram, að snjó- maðurinn sé til og sé nokkurs konar eftirlegukind, er stað- ið hafi í stað meðan þorri mannkynsins hélt áfram á þroskabraut sinni. Aðrir telja að sögusagnirnar um snjó- manninn sé ekki annað en hégómi og hindurvitni. Nefndin hefir gefið út tvo bæklinga um þetta efhi og á þeim má sjá, að sagnirnar um snjómanninn eru ekki bundn- ar við einn stað, heldur hefir hans orðið vart mjög víða. Nefndin hefir lagt kapp á að halda öllum sögusögnum til haga, og þess vegna eru í þess- um bæklingum sögur, sem sýnilega eru uppspuni einn, en svo eru aðrar sögur, sem verðskulda að þeim sé ræki- legur gaumur gefinn. Ein af elztu sögunum er komin frá manni, sem Jóhann Schildtberger hét. Hann hafði ferðazt um Asíu í 30 ár og kom heim til Bayern 1427. Hann sagði svo frá, að í fjalla- keðju, sem sé á milli Síberíu og eyðimerkunnar, hafist við „villimenn", sem sé allir kaf- loðnir, nema í andliti og á höndum. Þessi fjallakeðja er sennilega Altaifjöllin. Schildt- á sálmi þessum (mér er nær að halda að svo sé), verður máske einhver til þess að benda á felustaði þeirra. Fjarska eigum við annars mikið af góðum sálmum, sem ekki eru í Sálmabók lútersku kirkjunnar, og fjarska eru þeir lélegir sumir, sem þar eru; þeir lýta bókina, nýir og gamlir. Það ætla ég að sá komi tími að þýðing Ferðabókar Hender- sons verði prentuð á ný. En ekki um mína daga. Þegar þar að kemur, á þýðing þessa sálms að koma neðanmáls á sínum stað. Og þá eiga að koma miklu fleiri neðanmáls- greinar en nú eru þar. Ég harma það, að þegar prentað var gafst mér ekki tóm til að leita til Oscars Clausens um Snæfellsnes. Og Austurlandi þarf að gera betri skil. berger getur um höfðingjann Ediguei, og að honum hafi verið gefin „villimannahjón“. Síðan segir hann: „Ég hefi verið í þessu landi og vissi um þetta, og þegar ég var með Tchekra konugssyni, þá sá ég þau með mínum eigin augum.“ Það er kunnugt, að þessi Tchekra var uppi, og Schildt- berger hefir gefizt gott tæki- færi til þess að sjá villimenn- ina, því að Tyrkir höfðu her- tekið hann og gáfu hann Edi- guei konungi, eins og villi- mennina.---------- Vér skulum nú athuga yngri heimildir. Til er ritgerð frá árinu 1930 eftir prófessor Jamtsanano. Hann segir þar frá því, að Mongólar hafi sagnir um snjómanninn og telur að þess- ar sagnir séu alveg sannar, en getur þó ekki komið með nein dæmi, er staðfesti það. Árið 1958 ritaði prófessor Rintchen í Ulan Bator í Mon- gólíu um þetta efni. Segir hann þar frá því að menn séu sannfærðir um að snjómaður- inn sé til' en kemur ekki með neinar beinar sannanir fyrir því. Hann hefir og frásagnir rússneskra hermanna, sem gættu landamæranna í Pamír- fjöllum. Þessir hermenn segj- ast hafa séð snjómanninn, en frásagnir þeirra eru heldur ruglingslegar. Þó eru þar tvær undantekningar. Önnur þeirra er frá Dr. Karapetian herlækni, sem var í Daghestanfjöllum í Kákasus á ofanverðu árinu 1941. Hann segir, að lögreglan þar hafi komið með mann til sín og beðið sig að skoða hann. Þessi maður var allsnakinn, enda þótt þetta væri um hávetur. Lögreglan hélt að hann væri njósnari. „Ekki var að efa, að hér var um mann að ræða,“ Frh. bls. 7. Sn. J. Lesbók Mbl. Jötnarnir í Himalaja Business and Professionul Cards ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ISLENDINGA í VESTURHEIMI Forsetl: DK. RICHARÐ BECK 801 IJncoln Drive, Orand Forks, North Dakota. Styrklð félagið með þvi að gerast meCUmli. ÁrsKjald $2.00 — Tímarit félagsins fritt. Sendist tll fjflrm&laritara: MR. GUÐMANN I/EW, 188 Llndsay Street, Winnipeg 9, Manltoba. SELKIRK METAL PRODUCTS Reykh&far, öruggasta eldsvörn. og áva.lt hreinir. Hitaelnlngar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- vits, heldur hita frá aB rjflka út meB reyknum.—SkrifiB, slmlB tii KEIXY SVEINSSON «25 WaU St. Wlnnlpeg Just North of Portage Ave. SPruce 4-1034 — SPruce 4-1034 Minnist BETEL í erfðoskróm yðar A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 643 Sherbrook Street Selur likklstur og annast um flt- farlr. Allur ðtbúnaBur sft beztt StofnaB 1894 SPruce 4-7474 G. F. Jonasson, Pret. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Dlatrioutora of FBESH AND FROZEN FISH 10 Martha St. WHltehall 2-0011 P. T. Guttormsson BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC 474 Groln Exchonge Bldg. 147 Lombord Stroot Office WHlteliall 2-4829 Residence GL 3-1820 PARKER, TALLIN. KRIST- JANSSON. PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker. Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker. Clive K. Tallln. Q.C.. A. F. Krlstjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martln Sth fl. Canadian Bank of Commerc* Building, 389 Maln Street Winnipeg 2, Man. WHitehall 2-3541 SPruce 4-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Reroof Aphalt Shlngles. Roof repalra, lnstall vents, aluminum wlndows, doors. J. Inglmundson. SPruce 4-7866 032 Slnicoe St. Wlnnlpeg 3, Man. CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE. Managlng Dlrector Wholeeale Distrlbutors of Freah and Frozen Fiah 311 CHAMBERS STREET Office: Be«.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 Thorvaldson, Eggertson. Saunders & Mauro Barrvters and Soliciton 209 BANK OF NOVA RCOTIA Bldg. Portage and Garry St. WUltehal! 2-8291 FRÁ VINI S. A. Thorarinson BarrUter and Bolicitor 2nd Floor Crown Trnst Blllg. 804 MAIN 8T. Offlce WHitehall 2-7061 Residence HU 9-6488 EGGERTSON & EGGERTSON Borristen ond Solldtors GUNNAR O. EGGERTSON, B.A., LL.B. ERLINGUR K. EGGERTSON, B.A., LL.B. 500 Power Bulldlng, Portoga at Vaughon, Wlnnlpeg 1. PHONE WH 2-3149. The Business Clinic Anna Larusson „ * Office at 207 Atlantic Ave. Phone JU 2-2548 Bookkeeplng — Income Tax Insurance Halldór Sigurðsson «. SON LTD. Contractor & Buildar • Officg end Worehousa: 1410 ERIN ST. Ph. SP 2-6860 Rgg. Ph. SP 2-1272 ICELANDIC RECORDINGS available al JAMES CROFT & SON Baldwin Pianos & Organs 321 GARRY PH. WH 2-5012 Off. SP 2-9509 - SP 2-9500 Ret. SP 4-6753 Opposite Meternity Hotpitel Nell's Flower Shop 700 Noire Dame Wedding Bouquets - Cut Flowera Funerel Designt - Coraogeg Bedding Plants S. L. Stefonsson — JU. 0-7229 Mrs. Albert J. Johnson ICELANDIC SPOKEN NASA TAPPAR LÆKNA SINUSITIS Seldir undir nafninu „Nevo". algerlega ný aðferð til að lækna langvarandi sinusiiis og kvef. Með því að nota hina gegn- dreypiu tappa nokkrar min- útur á hverjum degi, hverfur hið sóttnæma slím úr nösun- um og i staðinn myndast í þeim notaleg og heilnæm vökva- hula. Bali er hraðfara og einkenni sjúkdómsins hverfa með öllu. „NEVO'* fæst nú þegar í lyfja- búðum fyrir $5.00, eða sendið til ,NEVO", 36 Powell Slreet, Vancouver 4, B.C. „NEVO" ábyrgist endur- greiðslu. ef viðskiptavinir verða fyrir vonbrigðum. Inveslors Syndlcat* of Canada. Llmlfed H. Brock Smith Manager, Winnipeg Region 280 Broadway Ave. WH 3-0361 Dr. ROBERT BLACK SérfræClngur 1 augna, eyrna, nef og hftlsajúkdðmum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy 8t. Office WHitehali 2-8861 Retidence: HU 1-3784

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.