Lögberg-Heimskringla - 17.11.1960, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 17.11.1960, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. NÓVEMBER 1960 7 Frá Littleton, Colorado Síðari hringferðin lá fyrst norður um 60 mílur, síðan austur í fjöll og þvert yfir Rocky Mountain National Park, sem talinn er vera sá fegursti og mikilfenglegasti náttúrugarður, í miðjum norð- ur hluta Klettafjalla, sem til- heyrir Colorado. Eftir að við hann skilur, liggur brautin í suðaustur, þar til hún sam- einast aðalþjóðbraut, sem liggur þvert yfir þennan mikla fjallgarð, suður til Denver. Hvað langt norður , þessi braut rann á öldu, sem nefnd er Hveitialda, veit ég ekki, en á allri leiðinni til Love- land mátti sjá þróttmikinn, margvíslegan gróður, enda var þar áveita; en grunur minn er sá, að Rauðarárbænd- um hefði þótt þeir akurblett- ir smáir og sundur skornir. Það litla, sem sást af þurr- lendisbúskap, minnti mig á þurrlendisbúskap í Montana, land ilagt út í spildur. Loveland er stór bær að mér sýndist, að mestu leyti land- búnaðarbær. í útjaðri hans var tekin braut, sem lá aust- ur í fjöllin og lá hún meðfram lítilli á, sem Tomson nefnist, og rennur hún eftir gjá, sem hefir margbreytilegt landslag að geyma. Sjást þar margar einkennilegár náttúrumyndir. Pyggð er hún að mestu leyti. Eftir að beygt er frá henni, kemur maður innan stundar í lítinn en fallegan- náttúru- garð, er nefnist Estes Park, og þar stendur lítið þorp við fallegt vatn, þó ekki sé það ttijög stórt. Bygging er þar, sem ber langt af öðrum að stærð, og er það greiðasölu- hús, því hér er mikill ferða- mannastraumur og hér dvelja þrjá mánuði á ári nokkrir þeir, sem lífið leikur við, og eyða fímanum við að skemmta sér, onda er allt hugsanlegt gjört til að veita þeim þá skemmt- un, er þeir þrá, bæði á vatni °g landi. Hér eru leiðsögu- oienn, sem taka menn og hópa á hestum og jafnvel múlum til þeirra markverðu náttúru- staða, sem ekki verða séðir á annan hátt, nema úr lofti, en sú aðferð getur aldrei orðið fullnægjandi. Þar við vatnið er fjöldi sumarbústaða. Þessi iitli garður er dálítið vestar en fyrir miðju hins mikla garðs. Þeir, sem byggðu braiítina 1 gegnum hinn stóra náttúru- garð, hljóta að hafa haft ferða- ^ag slöngunnar sér til fyrir- ðiyndar, en þó hún sé með bugðum og snörpum beygjum, hefir hún eitt til síns ágæt- ls og það er, að meðal keyrslu- hraði, sem leyfður er, fer ekki fram úr 25 mílum og gefur því ferðamanninum meiri tíma til að fá (notið betur þeirra áhrifa, Sem hinar stórfenglegu, marg- ^rotnu náttúrumyndir veita úonum. Þar bar meira á fjöl- ki’eytnari trjágróðri í fjöllum en ég hef séð áður. l í þeim hluta Klettafjalla, sem heyra til Colorado, er tal- ið vera heimkynni hinnar bláu furu, og ber mikið á henni hér. Þessi braut er nefnd Ridge Road, sem við vorum á, og ekki numið staðar fyrr en á hæsta tindi hennar, sem ber nafnið Fall River Pass og er 11,797 fet. Þar opnaðist víðsýn og fög- ur veraldar jsýn, og svo sterk áhrif hafði hún á mig, að ég gleymdi stund og stað. Þeim margvíslegu náttúrumyndum, sem þar birtust, gleyma fáir, er sjá. Það, sem hreif þó hug- ann mest, voru hinir háu tindar Wþaktir skógi, því þar myndaði hin bláa fura mildan, töfrandi blæ, sem ég hef eigi séð á skógi fyrr og sem breytt- ist eftir því sem geislar sólar féllu á hann, en það er ekki fyrir lítt menntaðan mann að lýsa þeirri sýn sem skyldi. Það þarf menn eins og Jónas til að gera það Yneð áhrifa- orðum. Er kallið kom til brott- farar, var sem ég hrykki upp af værum blundi. Ferðastraumur var þar mik- ill, og því var það, að skömmu eftir að lagt var af stað kom- um við að hóp ferðamanna, sem voru í snjókasti. Lítill snjódíll var þar rétt við veg- inn og þaðan sáust pmádílar í hæstu tindum. Niður tindinn var ferðin hæg, því margar voru bugður og sumar hættu- legar, en við rætur hans varð brautin greiðfær nokkrar míl- ur, því þar lá hún meðfram tveimur eða þremur stórum vötnum. Þar fórum við fram- hjá litlu þorpi og fjölda sum- arbústaða. Þessi vötn hljóta að vera mikil veiðivötn, því ég minnist ekki að hafa fyrr séð svo hátt í fjöllum jafn marga báta, bæði við veiðar og til skemmtunar. Eftir jað beygt var frá vötn- unum, nálgaðist stöðugt him- inn og jörð, þar til komið var á flöt milli hárra tinda. Á fyrstu mílunum sást talsvert af beitilandi pg hjörðum og mönnum við heyvimíu, og var þar vel sprottið, eftir það margbrotin, stórskorin fjalla- sýn. Flötur þessi, sem er fremur lítill að þvermáli, er nefndur Berthout Pass og er 11,312 feta hár. Þar er stórt greiðasöluhús með þremur á- föstum búðum eða einni í þremur deildum. Þetta hús er opið allt árið, því þar er skíðalist iðkuð, sagðar góðar skíðabrekkur af t i n d u m beggja megin, og eru lyftur upp í þær. önnur er starfrækt allt árið, því ferðamenn sækja mikið eftir því að sjá þá víð- sýnu sjónar sýn, sem þar birt- ist, en þar sem kvöldsett var orðio, misstum við af því. Eft- ir það ríkti heiðbjört nótt þar til heim kom. Fyrir norðan þá ^hásléttu, sem ég dvel á, eru fjöllin dá- lítið bogamynduð, og er hún í suður frá byggðinni. Þar myndast daladrög við rætur fjalla, sem renna að mestu til suðausturs og norðausturs. Ekki hafa fallið nema fáir dropar hér í rúma þrjá mán- uði, en hitinn verið flesta daga frá 90 til 95, en stundum læðzt upp í 98, og því er það, að sá maður, sem flytur veður- fregnir í útvarpinu, sem heyra má að er spaugsamur, er að grínast með það, er honum finnst hitinn keyra úr hófi, að regnið sé þornað áðui^en það nái að falla á jörð. En það er svipað með þetta og það, sem menn eru að spauga með hér, er þeir þykjast geta talið þá regndropa, sem fallið hafa. Þó þeir hafi ekki verið til- tölulega margir, þá gætl ég trúað því, að það hafi getað reynzt þeim erfitt að leysa þá þraut. Stórskúrir hafa fallið hér í kring, en þeim hefir oft- ar en hitt fylgt vágestir, vind- ur og hagl. Hér er fagurt og hressandi kvöld og morgna og nætur ávallt svalar. H. Ólafsson Jötnarnir í Himalaja Frá bls. 3. segir Dr. Karapetian, „en hann var kafloðinn á brjósti og baki. Háraliturinn var brúnn, en annars eru allir svarthærðir á þessum slóðum. Þess má og geta, að loðnan var líkust bjarnhéðni og hár- in 2 til 3 sentimetrar á lengd.“ Þessi maður var um 6 fet á hæð. Hann var hörundsdökk- ur og skegglaus, en þó loðinn í framan. Hann var með stórt nef, og í engu líkur apa. Ekki virtist hann geta talað. Hann leit ekki við brauði og vatni, sem var borið fyrir hann. Svitinn streymdi af honum og var það au'gljóst merki þess, að hann þoldi illa hús- hita. Var því farið með hann út til skoðunar. Að lokum má þess geta, að hann var mor- andi í lús frá hvirfli til ilja, og það var alveg óþekkt teg- und lúsa. Því miður hafði Dr. Karapetian ekki rænu á því að hirða nokkrar af þessum lúsum. Hin sagan er komin frá Kína og er frá prófessor Koo Wai Loo sagnfræðingi við háskól- ann. Hann segir að til sé frum- stæður maður í Himalaja- fjöllum, en hann sé öðruvísi en „villimaðurinn“ í fjöllun- um suður af Shensi. Sá villi- maður sé líkari nútímamanni, nema hvað hann sé kafloðinn. Hann hefst við í ískulda á há- fiöllum, en gengur þó nakinn og menn vita ekki til þess áð hann hafi nein verkfæri. Og eftir því sem prófessor Loo segir, hefir hann ekki lært að fara með eld, og kann ekki að tala. Prófessorinn segir að til hafi verið fjöldi af þessum villimönnum, og áður en bylt- ingin hófst hafi bændur veitt þá eins og skepnur, eða fang- að þá og notað þá sem þræla, því hægt hafi verið að kenna þeim e i n f ö 1 d vinnubrögð. Hann segist hafa séð einn af þessum villimönnum 1954. Þó hann væri ótalandi, hafði hann lært nokkur orð í kín- versku og gat leyst ýmis kon- ar erfiði af höndum. Út af þessu vakna nokkrar spurningar. Hvernig stendur á því, að vísindin kannast ekki við þessa villimenn, ef mikið hefir verið af þeim og þeir hafa verið notaðir sem þrælar til skamms tíma? Hverjir eru þessir menn, sem ekki eru loðnari en Aino (sem mann- fræðingar þekkja vel), en kunna ekki að tala?-------- Eftir öllum þessum upplýs- ingum að dæma, er snjómað- urinn víða til, allt frá Mon- gólíu, yfir Tíbet og vestur í Kákasusfjöll. Margt í þessum frásögnum er eflaust þjóðsögur. En ýmsu í þessum frásögnum ber þó saman. í Mongólíu er snjó- maðurinn t. d. kallaður ",,al- mass“, en vestur í Kákasus er hann nefndur „almassty“ eða Frh. bls. 8- VINNU SOKKAR MEÐ MARGSTYRKTUM TÁM OG HÆLUM NYLON Beztu kjorkaup vegna endingar- og auka- þæginda og auka- sparnaðar. Endingar- góðir P E N M A N S vinnusokkar. af stærð og þykkt, sem tilheyra hvaða vinnu sem er. EINNIG NÆRFÖT OG YTRI SKJÓLFÖT Frægt lirma síðan 1868 No. WS-11-4 Lægsti kostnaður á mann í vesturfylkjunum Samanburður er sagður ógeðfelldur, en þessi stutta skýring er gefin í þeim til- gangi að hrekja áróður um að spítala- iðgjöld í Manitoba séu há í samanburði við spítalagreiðslur í öðrum fylkjum. Það er erfitt að gera samanburð í þess- um efnum • vegna þess að fjárgreiðslu- fyrirkomulag spítala er ekki það sama í öllum fylkjunum: Sum fylkin afla rekstursfjár fyrir spítala með sölu- skatti; og önnur, bæði með iðgjöldum og söluskatti og önnur aftur á móti notá fé úr fjárhirzlu fylkisins. Það, sem aðallega skiptir máli, er að spítalakostnaður Manitoba á hvern íbúa er ltegstur hinna fjögurra vesturfylkja. íbúar Manitoba ættu einnig að fá að vita, að rekstursfé M.H.S.P. er aðeins 4c af hverjum dollar. HON. ®. JOHNSON, M.D. Mlnlítér of Hoalth & Public Wolfaro G. I. PICKERING Commisjíonor of Hotpitalization MANITOBA HOSPITAL SERVICES P L A N 60-9

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.