Lögberg-Heimskringla - 17.11.1960, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 17.11.1960, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. NÓVEMBER 1960 5 <:í ' DR. VALDIMAR J. EYLANDS:' ff Ævintýri í átján löndum IV. • ! Segir nú ekki af ferðum i urum, konungum, stjórnmála- okkar, unz komið var til kon- ungshallarinnar Windsor Cas- tle, á bakka Thames árinnar, rúmar tuttugu mílur frá Lon- don. Er talið, að Vilhjálmur Sigursæli (1028-1087) konung- ur Englands, hafi orðið fyrst- ur til að láta reisa stórbygg- ingar á þessum stað, en ýmsir aðrir valdamenn Breta hafa fetað í fótspor hans í þessu efni. Þetta er í raun og veru stórhallaþyrping, með sívöl- um turnum og himingnæfandi spírum og miklu útflúri í högglist og myndlist. Hæla Bretar sér af því, að þetta sé eini kastalinn í Evrópu, sem hafi verið konungabústaður í þúsund ár. Ógerningur er að lýsa húsakynnum á þessum stað. íburður er allur svo gíf- urlegur úti og inni, að naum- ast þarf meira til en að horfa á þetta allt til að kveikja kom- múnistahneigð í brjóstum snauðra manna. Er talið, að á dögum Viktoríu drottningar hafi kostnaðurinn við þennan stað numið rúmum fimm niilljónum dollara, og hefir víst drjúgt bætzt við síðan. Einkastofur drottningarinnar eru sagðar hafa verið heldur af betra taginu, og bera þær þess enn þá glöggan vott. Danssalur hennar er t. d. 64 feta langur og 22 fet á breidd. Skreytingin er svo mikil á Veggjum og lofti, að það er Uiesta furða, ef gestirnir hafa haft nokkra rænu á að dansa, en ekki bara gónt í allar áttir, er inn var komið. Ferðamönn- um eru einnig sýndar fyrsta °g önnur biðstofa drottning arinnar, en menn færðust úr fyrstu stofu í aðra, eftir því sem háspennan óx og tauga- stríðið við biðina, áður en komið var inn í sjálfan á heyrnarsalinn. En í áheyrnar salnum hlustaði hennar Há- hgn á mál manna, eða ein hver gæðingur fyrir hennar hönd. Ferðamönnum eru einn- ig sýndir alls konar minja- gripir. Þar er t. d. silfurkassi ^ueð glerloki, en í honum er riffilkúlan, sem varð Nelson iávarði að bana í orustunni við Trafalgar. Þar er einnig til sýnis japanskt sverð frá 15 hid, en þann grip lét yfirhers- höfðingi Japana af hendi við Louis Mountbatten í lok síð ustu styrjaldar til merkis um að Japanir væru búnir að fá nóg af svo góðu, og beiddust griða. Þar er einnig svonefnd ^aterloo stofa, sem hefir að geyma minjar frá úrslitaor- ustunni við Napoleon. Eru þar stórar myndir af öllum keis- skörungum og herforingjum, sem áttu þátt í því að koma Napoleon á hné. í miðjum salnum er langborð eitt mikið, og eru 75 stólar hvoru megin við það. Þar kvað vera haldin veizla mikil 18. júní ár hvert til að minnast ófara Napo- leons. En sjálfur hvílir „litli hershöfðinginn“ í sex líkkist- um, hverri utan yfir annarri, í Musée Des Plans, yfir í París og lætur sig litlu skipta árleg veizluhöld Breta. Sokkabandsorðan f r æ g a (The Order of the Garter) varð til á þessum stað. Talið er, að Játvarður konungur III. hafi stofnað orðu þessa árið 1348. Er sagt, að hann hafi verið á gangi út á víðavangi með nokkrum vinum sínum og ráðherrum, er hann rakst á sokkaband af kvenmanni. Konungur mátti ekkert aumt sjá, og hefir sennilega verið nýtinn og hirðusamur að eðl- isfari. En er hann laut niður til að taka sokkabandið sér í hönd, mæltu einhverjir sam- ferðamanna hans ruddaleg og ósmekkleg orð. Þá svaraði konungur: „Herrar mínir, sá tími mun brátt koma, að þetta sokkaband verður mörgum til sóma og gleði.“ Skömmu síð ar stofnaði hann Sokkabands- crðuna, með tilhlýðilegu orð taki: „Honi soit qui mal y pense“ („Sá sem elur lágar hugsanir fyrirverði sig“). Eins og að líkum lætur um jafn fornan sögustað, eru margar dapurlegar minningar tengdar við hann. Þarna lézt Albert, maður Viktoríu drottningar, 14. des. 1861, og er talið að drottningin hafi aldrei séð glaðan dag upp frá því. Eftir dauða hans var fremur dapurlegt í þessum sölum, og sú tilfinning ríkti, að húsbóndinn væri horfinn, eins fyrir því þó að drottn- ingin hafi sjálfsagt farið með húsbóndavaldið. Sjálf lagði hún svo fyrir, að stofan þar sem Albert prins lézt skyldi ávallt standa með sömu um merkjum eins og hún var á dánardegi hans. Rúmið var uppbúið, meðalaflöskur á borðinu við höfðalagið, og hreint vatn var látið í þvotta skálina á hverjum morgni. Þetta hélzt þangað til Edward VII. kom til ríkis, en hann var gleðimaður mikill, og fannst það óþarfi að láta minna sig á dauðann á hverjum degi Nýir siðir koma jafnan með nýjum herrum. En ekkert gat breytt hugarfari hinnar göf- ugu og trúlyndu drottningar, Hún harmaði elskhuga sinn til æviloka. Leiðsögumaður okkar segir okkur margt um þennan stað, sem ekki er hægt að greina frá í þessum ferðaminningum. En að lokum sagði hann, og fannst mér þá vera nokkur klökkvi í rödd hans: „Það var þarna í sívala turninum til hægri, að Edward konungur VIII. las ræðuna örlagaríku, þar sem hann afsalaði sér keisaratign og konungdæmi í brezka heimsveldinu; það var klukkan 10 að kvöldi, 11. des. 1936.“ Sú saga er alheimi kunn, svo og það að Edward vildi heldur bíða hel en horf- inn vera Wallie Simpsons örmum. Loksins komumst við til London, hinnar miklu heims- borgar. Þar er fleira að sjá og heyra en frá verði sagt. Auð- vitað verður viðkynningin á fjórum dögum á slíkum stað næsta yfirborðsleg. Ókunnug- ur ferðamaður er bundinn við þá staði, sem eru á ferðaáætl- un hans, og honum er ætlað að sjá. Sennilega eru það oft- ast sömu staðirnir: Þinghúsin, Westminster og St. Páls kirkj- an, Buckingham höllin, Lun- dúna turninn, gimsteinasafn ríkisins, aðsetursstaður for- sætisráðherrans, Nr. 10 Down- ing stræti, listigarðurinn Hyde Park og margvísleg söfn og sögustaðir. Auðvitað er ekki hægt að lýsa stórhýsum Lundúnaborg- ar, svo sem konungshöllinni, kirkjunum, eða hinum ýmsu safnhúsum að nokkru ráði. Allir dýrustu málmar, sem til ei'u á jörðu, frægustu lista- menn ýmsra landa, og tak- markalaust auðmagn hafa stuðlað að því að gera þessar byggingar glæsilegar ytra og innra. Snemma morguns 30. júní er allur ameríski hópurinn kominn á „mölina“ fyrir framan Buckingham höllina, þar sem sú sómakona, Elíza- bet drottning, býr með bónda sínum og börnum. Ameríku- menn sögðu sig nú reyndar úr lögum fyrir löngu við einn forföður hennar og fyrirrenn- ara, George III, en samt eimir eitthvað örlítið eftir í brjóst- um þeirra af forvitni um hagi þessarar konungsfjölskyldu, a. m. k. lét sig enginn vanta þennan dag. Allir vildu kom- ast eins nálægt þessum stað og kostur var á. En þar var ekki hægt um vik. Fyrir fram- an höllina er geysihá girðing úr einhverju, sem er sterkara en gaddavír. En fyrir innan girðinguna, á torginu fyrir framan höllina, er stór hópur risavaxinna manna. Þeir eru ekki árennilegir útlits og láta fremur ófriðlega. Þeir eru í bláum buxum og rauðum jökkupi, með leðurbelti um sig miðja og skábelti um öxl. A höfði bera þeir gríðarlega loðhúfu, sem nær niður á augabrýr. Fannst okkur, sem lítt vonxm kunnug háttum konunga, þetta einkennilegt lÖfuðfat í brennandi sólarhit- anum. Þessir menn gera aug- sýnilega grín að þeim orðum ritningarinnar, sem segja að maðurinn geti ekki aukið einni alin við hæð sína, hvern- ig sem hann láti. Ef allar þess- ar loðhúfur væru settar hver ofan á aðra, mundu þær verða margar álnir á hæð. En hver um sig, bæta þær sennilega hálfri alin við hæð eiganda sms, svo að hann verður miklu vænni að vallarsýn en ella. En það er göngulag þeirra, sem vekur mesta eftirtekt. 1 hverju spori lyfta þeir lær- legg lárétt við mjöðm, en fót- legg beint niður, og sparka svo í jörðina af öllu afli eins og hún væri versti óvinur þeirra. Þegar komið er á til- settan leiðarenda, snúa þeir sér með leifturhraða á hæli, með handavingsi miklu og spgrka svo með báðum fótum til skiptis, af því að það er ekki hægt að gera það með báðum fótum í einu svo að vel fari. Þetta göngulag útheimt- ir mikla þjálfun og þykir mikil list. En sú óverðuga hugsun læðist að útlendingn- um: Gætu nú ekki þessir menn hafzt eitthvað þarfara að fyr- ir land ©g þjóð? Mér dettur í hug gamalt vers, sem ég lærði á barnsaldri: „Indæla jörð, þú mátt ekki reiðast, til einskis hefi ég traðkað þín blóm. Guð- lega sól, þú lézt geislana eyð- ast, gagnslaust á húsin mín, þau voru tóm . . . “ En þetta á ekki við heldur, hér eru engin blóm. Þessir menn traðka aðeins á steinsteyp- unni, og þeir gera það aðeins eftir fyrirskipunum frá hærri stöðum, og til virðingar ‘og verndar drottningu sinni. Lundúna turninn er frægur staður frá fornu fari. Þetta er eins konar tugthús og aftöku- staður, og er ferðamönnum sýnt afgirt svæði, þar sem ýmsir óþarfir borgarar voru styttir um höfuðið. Á meðal þeirra, sem þarna létu líf sitt fyrir böðulsöxinni, eru að minnsta kosti tvær drottn- ingar og margt annað stór- menni. Þarna var Sir Walter Raleigh fangi um tólf ára bil vegna afskipta sinna af mál- um Arabellu Stuart, sem hann vildi koma í drottningarsætið. Þarna skrifaði hann hina miklu mannskynssögu sína, og er ferðamönnum sýnt eintak af henni, þár sem hún var skráð. Síðar var Raleigh leyst- ur úr fangelsinu, en svo aftur tekinn fastur, sakaður um landráð, dæmdur og háls- höggvinn. Okkur er sýnt demantasafn ríkisins (The Crown Jewels). Þetta eru 53 stykki alls, þar á meðal átta kórónur, svo að konungdómurinn þurfi ekki alltaf að vera með sama pott- lokið, en geti haft höfuðfat til skiptanna við hátíðleg tækifæri. Þar er svo nefnd- ur smurningarspónn, sem eins og nafnið bendir til er notað- ur til að bera heilaga olíu á líkama hinnar konunglegu persónu við krýninguna, en það táknar hið andlega vald, sem fylgir krúnunni. Þar er einnig sverð eitt mikið, sett gulli og demöntum. Við krýn- inguna er valdhafanum feng- ið sverðið í hendur með þess- um ummælum: „fremdu rétt- læti, stöðvaðu framgang hins illa, verndaðu ekkjur og mun- aðarleysingja, og bæt úr því, sem illa er farið . . . “ Vald- hafinn tekur við sverðinu og leggur það á háaltari kirkj- unnar, þar sem krýningin fer fram. Þetta er táknræn athöfn og á að minna á það, að vald og máttur ríkisins stendur hinni stríðandi kirkju til reiðu. Það er einkennilegur mið- aldablær yfir þessum kastala. Umsjónarmenn og leiðbein- endur ferðamanna eru búnir skarlatsskikkjum með gull- borðum, með rauða fjaðra- hatta á höfði, og eins konar prestakraga eins og tíðkast á íslandi. Segja og fróðir menn, að íslenzki prestakraginn eigi rót sína að rekja til brezka aðalsins á miðöldunum. En það er önnur saga. Bragð er að þá barnið finnur. ☆ Drjúg eru morgunverkin. ☆ Dimman skyggir á allt. ☆ Dýrt er Drottins orðið. Það er ekki kurteisi . . . að halda fast að einhverjum að neyta áfengs drykkjar The Manitoba Commiltee on Alcohol Education s 60-10

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.