Lögberg-Heimskringla - 17.11.1960, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 17.11.1960, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. NÓVEMBER 1960 GUÐRÚN FRA LUNDIs Römm er sú taug Framhald skáldsögunnar Þar sem brimaldan • brotnar „Það er einhver maður uppi hjá gamla manninum, sem vill finna þig,“ anzaði Lovísa og hafði ekki augun af pönn- unni. „Hver er hann?“ „Það veit ég ekki. Ég hef aldrei séð hann áður,“ svar- aði Lovísa. Maríanna lagði af stað upp stigann. Stór maður í sjóstíg- vélum og kápu, með þykkan svartan hárlubba stóð upp í dyrunum í herbergi Jóseps gamla og beið auðsjáanlega eftir henni. „Komdu sæl, Maríanna,“ sagði hann, þegar hún kom upp í efstu tröppuna. „Þú þekkir mig sjálfsagt ekki, þó að sú væri tíðin að við sæj- umst daglega á Fagranesi. Ég heiti Snæbjörn Einarsson frá Framnesi." „Þú hlýtur að muna eftir honum Snabba litla hennar Veigu í skúrnum," skrækti Jósep gamli innan úr herberg- inu. „Já, já, hvort ég man eftir honum,“ sagði Maríanna ráð- þrota og tók í framrétta hönd sjómannsins, stóra og harða ein og leðurskæði. Hún sá fyr- ir hugskotssjónum áínyim lít- inn fátækan dreng, sem var síhlaupandi fyrir þær mæðg- urnar á Fagrhnesi, meðan móðir hans vann í lóðinni hjá föður hennar. Dugleg kona og síkát á hverju sem gekk. Nú var þessi sonur hennar orð- inn fullorðinn maður og sjálf- sagt dugandi útvegsbóndi. „Svona er það. Þú ert orð- in svei mér mannalegur,“ sagði hún svo upphátt. „ólík- ur litla Snabba„sem ég þekkti einu sinni.“ ,jÓjá, það er gamla sagan, að svo bjargast bý sem ernir,“ sagði hann. „Ég óx úr grasi, þótt fátækur væri. Og marga magafyllina fékk ég á Fagra- nesi. Þess vegna er ég hingað kominn eftir ósk föður þíns til þess að sækja hann. Þú vildir kannske hjálpa mér til og finna fötinhans og hjálpa honum í þau, þó að systir þín vilji það ekki. Sjálfsagt á hann eitthvað til að klæðast í annað en þessar flónels- flíkur.“ Maríanna svitnaði. „Og hvert ætlarðu að fara með hann?“ spurði hún skjálf- rödduð. „Ég ætla að flytja hann heim til mín, eftir hans eigin ósk. Nema að þú ætlir að veita honum húsaskjól. Hér á þessu heimili virðist fokið í flest skjól fyrir hann.“ Maríönnu létti talsvert, þegar hún heyrði föður sinn segja: „Já, hann ætlar að flytja mig suður í blessaða sveitina mína.“ „Það stendur nú svoleiðis á fyrir mér hér,“ sagði Marí- anna, „að ég er eins og hver annar frumbýlingur. Er tæp- lega búin að koma mér fyrir og hef þar að auki ekki nægi- legt húsrúm fyrir mig og dæt- ur mínar, hvað þá fyrir hann.“ „Og líklega því minna hjartarúm,“ skaut hann inn í ræðu hennar, sem átti að verða enn þá lengri. „En þó að ég fengi margan spóninn og bitann á Fagranesi, sat ég þó aldrei við sama borð og þið systurnar. Samt ætla ég að ryena að skjóta skjólhúsi yfir gamla manninn. Ég get ekki neitað honum. En það er áreiðanlega ekki rýmra íijá mér. Ég á sex börn, svo er mamma h jámér og tengda- mamma líka. Svo að hann verður áreiðanlega ekki hafð- ur í glerskáp, karlanginn.“ „Svona, svona! Hvað ertu að huga, Maríanna? Þú stend- ur og þvaðrar eins og þú ert vön,“ k a 11 a ð i afi gamli. „Reyndu að koma með fötin og hjálpa mér í þau, ef ég þarf þá nokkra hjálp. Mér finnst ég vera að yngjast upp við þá tilhugsun að komast suður á mínar æskustöðvar." „Ég hef aldrei séð nein föt af þér, nema þessi náttföt, enda hefirðu víst lítið með önnur föt að gera,“ sagði Maríanna. ,,Það er skápur þarna á bak við hurðina. Þar munu þau vera geymd,“ sagði gamli maðurinn. „Já, reyndar eru hér lagleg föt og skór, en engir sokkar,“ sagði Málfríður, sem varð fljótari að opna skápinn. „Hann verður að vera í tvennum sokkum,“ sagði Snæ- björn. Maríanna bað Málfríði að hlaupa ofan og sækja Lovísu. Sjálf átti hún svo bágt með að beygja sig. Gamli maður- inn náði sjálfur í sokkana sína oían í kommóðuskúffu. „Þú blæst og stynur,“ sagði gamli maðurinn óþolinmóður. „Þér væri nær að hlaða ekki öllu þessu spiki utan á þig, svo að þú gætir gert mér svona lítið til þægðar eins og að hjálpa mér í sokka. Það verður varla næsta daginn, sem þú þarft að hjálpa mér í þá.“ Málfríður kom upp aftur og sagði, að Lovísa fyndist hvergi. „Hún er nú búin að koma honum í aðra sokkana,“ sagði Snæbjörn og brosti háðslega. „Reyndu nú að hjálpa ofur- lítið til, Málfríður litla, svo að þetta gangi einhvern tíma.“ „Ég get áreiðanlega komizt hjálparlaust í buxurnar," sagði gamli maðurinn. „Það verður léttara fyrir þig, Maríanna, að koma mér í peysuna og jakkann." „Ég sé enga peysu,“ sagði Maríanna sárgröm. Henni fannst hann reglulega ósvíf- inn þessi sjómaður, sem hafði lifað á náðarbrauði foreldra hennar. Nú gat hann bara glott háðslega að öllum þess- um erfiðleikum, sem hún hafði við að stríða. „Það er peysa í kommóðu- skúffunni," sagði afi gamli og fálmaði og fumaði við að kom- ast í buxurnar. „Þú veizt um lyklana, Málfríður mín.“ Málfríður litla var fljót að finna lyklana. Þeir voru á bak við koffort, sem stóð þar út við gluggann, innan í ein- hverri smáskjóðu úr skinni. Á koffortið var breiddur dúk- ur, til að hylja hið raunveru- lega útlit þess, en það var orð- ið nokkuð gamalt. „Svona, svona. Peysan er í efri miðskúffunni." Maríanna tók lyklana af dóttur sinni og opnaði skúff- una. Hún var full af fatnaði. Þar voru meira að segja þrjár peysur, tvær úr garni og ein ullarpeysa. „Látið hann fara í tvennar peysur, ekki veitir af,“ sagði Snæbjörn. „Kuldinn sækir á þessi holdlausu bein.“ „Hér eru líka ullarsokkar,“ sagði Málfríður. „Sjálfsagt að láta hann vera í þeim,“ sagði Snæbjörn með sínu hlálega brosi. Málfríður fór að klæða afa sinn úr ytri garnsokkunum. Maríanna kallaði niður til að fá Lovísu sér til hjálpar, en enginn gegndi. „Það er þá víst ekki um annað að gera en reyna að koma honum í þá sjálf,“ sagði hún og kraup niður til að koma föður sínum í ullar- sokkana. Allt var tilvinnandi, ef hann gæti farið ánægður úr þessu húsi, í stað þess, sem hún hafði kviðið mest fyrir, að sjá hann fluttan nauðugan burtu. „Ég verð í inniskónum. Þeir eru svo hlýir og mjúkir,“ sagði afi gamli. „Það þykir sjálfsagt ekki smekklegt,“ sagði Maríanna. „Það sér h^nn enginn. Hann situr í bílnum heim í hlað hjá mér,“ sagði Snæbjörn. „Aðal- atriðið er að honum verði ekki kalt.“ „Átt þú þennan bíl?“ spurði Maríanna. „Það er nú skárri völlurinn á þér.“ „Nei, ég á hann ekki. Ég stunda aðallega sjóinn," sagði Snæbjörn. „Láttu hina skóna ofan í neðstu skúffuna, Málfríður mín,“ sagði gamli maðurinn. „Það er óþarfi að skilja þá eftir hérna, svo að þeir verði ónýtir.“ „Þeir verða víst ónýtir hvort sem er,“ sagði Marí- anna. „Þar sem þú notar ekki annað en inniskó.“ „Það er ekki gott að segja um það, nema ég geti farið út fyrir úhsdyr, þegar gott er í veðri,“ skrækti gamli maður- inn. Málfríður lét skóna ofan í tóma skúffuna og læsti svo öllum skúffunum í kommóð- unni og stakk lyklinum í vasa afa síns. „Þú hefir ekkert með þessa kommóðu að gera, pabbi,“ sagði Maríanna. „Það er nóg fyrir þig að hafa . koffortið. Láttu mig hafa kommóðuna. Hún minnir mig á hana mömmu sálugu.“ „Ónei, ég hef hana hjá mér meðan ég tóri,“ sagði gamli maðurinn með hægð. „Þú mannst það nú sjálf- sagt, að ég fékk ekkert af þín- um eigum, svo að það væri ekki mikið, þó að ég fengi kommóðugarminn,“ s a g ð i Maríanna. „Vertu ekki að reyna að reyta þessa einu fjöður af honum, sem eftir er,“ sagði Snæbjörn. Svo þrammaði hann niður stigann og kom von bráðar aftur með bílstjór- ann á hælum sér. Hann fór ekki nema í miðjan stigann. Snæbjörn rétti honum kof- fortið. Fína dúknum, sem breiddur hafði verið yfir það, vöðlaði hann í kápuvasa sinn. Næst var kommóðan tekin og látin renna hægt niður stig- ann. Sjálfsagt færi ekki vel fína málningin á stiganum, en Snæbjörn skeytti því engu. Maríanna kunni ekki við að ámálga það frekar að kom- móðan yrði eftir. Hún var hálfkvíðandi í návist þessa einbeitta sjómanns, sem glotti svo illkvittnislega öðru hvoru. Þó hafði hún ekkert gert, sem hægt var að ásaka hana fyrir. Næst voru sængurföt gamla mannsins látin ofan í poka og fötin, sem voru inni í skápn- um. Þá litla borðið, sem stóð við rúmið hans til að setja á mat og kaffi handa honum. Þar næst dýnan úr rúminu og rúmið þar á eftir. Þá kom Lovísa hlaupandi upp stigann og sagði, að frúin ætti rúmið og litla borðið. Það ætti hvort tveggja að verða eftir. „Það e rkomið út á bílpall,“ sagði Snæbjörn. „Varla getur hún þó ætlað föður sínum að liggja á beru gólfinu. Ég hef ekkert rúmstæði handa hon- um.“ Svo sparkaði hann sjóstíg- vélunum af sér á loftskörina. Þau ultu niður stigann. Lovísa flýtti sér ofan, svo þau lentu ekki á hvíta sloppinn hennar. Málfríður litla þeyttist niður stigann og tók stígvélin af. gangveginum. Svo kom Snæ- björn niður með gamla mann- inn í fanginu. „Varaðu þig á þessum bölv- uðum stiga,“ tautaði gamli maðurinn dauðskelkaður og læsti höndunum aftur fyrir hálsinn á þessum verndara sínum. Maríanna kom á.eftir með upplitaða sumarkápu á handleggnum. „Svona, Jósep minn. Þetta er nú búið. Nú vantar þig bara hlýja kápu.“ j Maríanna rétti fram káp- una. „Það er lítið skjól í þessari flík,“ sagði Snæbjörn. Hann opnaði stofuhurðina og kallaði hástöfum: „Málfríður, komdu með hlýja kápu handa honum föður þínum. Sigtryggur á víst ekki svo fáar yfirhafnirnar.“ „Það var Lovísa, sem svar- aði: „Þær voru allar seldar i gær.“ „Ótrúlegt er það,“ sagði Snæbjörn og skimaði um for- stofuna, en þar var ekkert að sjá. Málfríður opnaði fataskáp, sem hún vissi að hjónin geymdu yfirhafnir sínar h Lykillinn stóð í skránni eins og vanalega. Það var farið að rýmkast þar eins og ann^rs staðar í þessu húsi. Samt voru þar tveir fínir frakkar af hús- bóndanum. S n æ b j ö r n var fljótur að grípa þann álitlegri og klæða gamla manninn 1 hann. , ALLT ÁRIÐ MEÐ LOFTLEIÐUM _______________^ LÆGSTU FLUGGJÖLD TIL ÍSLANDS Frá New York til REYKJAVÍKUR. Þaðan til STÓRA- BRETLANDS — HOLLANDS — ÞYZKALANDS — NOREGS — SVÍÞJÓÐAR — . DANMERKUR og FINNLANDS Allan ársins hring, að viðbættum hag- stæðustu fjölskyldufargjöldum, sem i boði eru . . . í 10% mánuð ársins. Bjóð- um einnig hin lágu 17 daga skyndi- ferðagjöld. Ágætar máltíðir, fyrirtaks fótrými. ÞRIGGJA MANNA FJÖLSKYLDA GRÆÐIR $232.40 A HRINGFERÐ TIL ÍSLANDS n /1 n ICELANDIC} ÁIRLINES u L-l / f i ts West 47th Street, New York 36 PL 7-858J New York • Chicano • San Francisco LEITIÐ UPPLYSINGA HJA FERÐASKRIFSTOFUNUM FOR RESERVATIONS CALL OR TELEPHONE Tel. WH 2-8424 P. LAWSON TRAVEL LTD. (D. W. Collett) Authorixed Agenit 247 NOTRE DAME AVE., WINNIPEG 2, MAN.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.