Lögberg-Heimskringla - 17.11.1960, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 17.11.1960, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. NÓVEMBER 1960 Lögberg-Heimskriiigla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edltor: INGIBJÖRG JÓNSSON ' EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Dr. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thor- valdur Johnson, Mr. Jón K. Laxdal, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Grand Forks: Dr. Richard Beck Minneapolis: Mr. Valdimar Bjðmson Monireal: Prof. Askell Löve Subscripiion $6.00 par year—payable in advanca. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorlzed Second ClaM M»ll. Poet Offlce Depirtment. OtUw« John F. Kennedy John Fitzgerald Kennedy, 43 ára, þrítugasti og fimmti forseti Bandaríkjanna, er yngstur allra þeirra, er þjóðin hefir kosið í forsetaembættið; hann er og fyrstur kaþólskra manrja er skipar þann háa sess. Hann vann kosninguna að vísu með naumindum, en þegar tekið er til greina, að á átta ára stjórn- artímabiíi Eisenhowers, hefir ríkt meiri velmegun í landinu en nokkru sinni fyrr og auk þess friður við aðrar þjóðir hvað vopnaskipti snertir, gegnir það mikilli furðu að hann gat sannfært helming þjóðarinnar um að stjórnarskipti væru nauðsynleg. Meginádeila hans á fráfarandi stjórnarvöld var kyrr- staða þeirra og undanhald: „Það er svo bágt að standa í stað, og mönnunum munar annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið.“ Þessi orð skáldsins hefði hann sennilega tekið sér í munn, hefði honum verið þau kunn. Hann kvað áhrif Bandaríkjanna og vinsældir þeirra meðal þjóðanna hafa farið þverrandi á síðari árum og velmegun innanlands ekki eins almenna eins og stjórnarvöldin létu í veðri vaka, því 17 milljónir Bandaríkjamanna hefðu ekki nægilegt fæði. Sennilega hefir Dwight D. Eisenhower verið sá vinsæl- asti forseti, bæði innanlands og utan, sem Bandaríkin hafa átt, en hann notfærði ekki sér og þjóð sinni þessar miklu vinsældir sínar og áhrif nema með höppum og glöppum, og þá oft um seinan, eins og t. d. í kosningabaráttu Nixons. Með öðrum orðumr hann var talinn af mörgum nokkuð værugjarn. Ekki er líklegt, að John F. Kennedy nái nokkurn tíma slíkum vinsældum, en hins vegar er ólíklegt að honum verði borið á brýn að hann leiki golf, þegar hans er þörf í Hvíta húsinu. Hann verður ekki svarinn inn í embættið fyrr en 20. janúar og er nú á tveggja vikna hvíldardögum í Florida, en þó eru þegar farnar að berast fréttir um ýmislegar undir- búningsráðstafanir hans. 1 þessari viku flaug hann á fund Nixons varaforseta og eru ýmsar getgátur um, að hann muni fara fram á, að Nixon beiti á einhvern hátt hæfileikum sínum, sem éru óneitanlega miklir, í þjónustu lands og þjóðar. Stjórnmál og pólitík eru John F. Kennedy í blóð borin. Hann er af írskum ættum. Afar hans Patrick Kennedy og John Francis Fitzgerald, báðir búsettir í Boston, voru mikið riðnir við stjórnmál um aldamótin; sá fyrrnefndi átti sæti á ríkisþinginu, bæði í neðri málstofu og sem senator, og sá síðarnefndi var tvisvar borgarstjóri og svo U.S. Congressman. Faðir forsetaefnisins, Joseph Kennedy, var sendiherra Banda- ríkjanna í London á árunum fyrir seinna heimsstríðið. Kennedy fjölskyldan er stór og er náið samband milli allra meðlima hennar. Faðirinn, Joseph Kennedy, er milljóna- mæringur og börn hans öll hafa því aldrei haft við neinar fjárhagslegar áhyggjur að stríða. Þau tækifæri, sem auðurinn hefir veitt John Fitzgerald Kennedy, hefir hann óneitanlega fært sér vel í nyt. Hann er prýðilega menntaður, víðlesinn og víðförull. Hann hefir verið senator í fjölda mörg ár. Hann er einbeittur og fylginn sér svo af ber, og virðist flestum koma saman um, að í honum hafi Bandaríkin fundið leiðtoga, sem muni láta veru- lega að sér kveða. Mikið er undir því komið, að honum lánist að fylkja um sig liði góðra og ráðhollra manna. Hann mun ekki tilkynna hverja hann hefir valið í ráðuneyti sitt fyrr en um 24. þessa mánaðar. En í vali sínu á Lyndon Johnson sem varaforseta sýndi hann fyrirhyggju og ekki síður hitt, að hann er reiðubúinn að leita til fyrrrverandi andstæð- inga sinna um fylgi, ef honum finnst að þeir geti orðið sér eða landi sínu að góðu liði. Forseta Bandaríkjanna er gefið mikið vald í hendur; hann er leiðtogi þeirrar þjóðar, sem nú er talin með voldugustu þjóðum heimsins — ef ekki sú voldugasta. Afstaða banda- rísku þjóðarinnar og forseta hennar í heimsmálunum getur stutt verulega að því að koma á varanlegum friði í heiminum. Bréf Fró Hensel, N. Dak. „Svífur að hausti og sval- viðrið gnýr, svanurinn þagnar og heiðlóan flýr.“ Þannig orti eitt góðskáld Is- lands af eldri skáldunum, Þorsteinn Erlingsson. Við hér í Dakota höfum samt sem áður ekki þurft að kvarta yfir svalviðrinu, þær vikur sem liðnar eru af haust- inu, ein stöðug veðurblíða, svo bændurnir til dæmis hafa ástæðu til að vera ánægðir og þakklátir fyrir góða uppskeru og nýting á henni, og ef af- koma bændanna og velmegun er góð, þá er einnig bjartara yfir öllu viðskiptalífi, — því nú eins og fyrr er allt undir því komið hvað móðir nátt- úra er gjöful við mennina. Við höfum ekki hér tignar- legu hvítu fuglana, sem hann Þorsteinn talar um í haust- vísunum sínum — og sem fljúga „með svanasöng á heiði“. Samt sem áður vorum við svo lánsöm að fá aðra söngvasvani og sem líka gátu flogið „Uppi yfir heiðloftin bláu“. Þegar það fréttist hingað vestur, að Karlakór Reykja- víkur kæmi í söngför til Bandaríkjanna og Kanada, töldu margir dagana til komu þeirra. Ein af þeim er íslenzk kona, Laufey að nafni. Hún hafði líka frekar öðrum ástæðu til að fagna komu þessara góðu gesta, þar sem hún þekkti suma söngmenn- ina persónulega og vegna þess að einmitt hún er þess vald- andi, að þessar línur eru sett- ar á blað, þá verður að segja meira um hana. Laufey ólafsdóttir er ættuð úr Austur-Landeyjum, Rang- árvallasýslu. Kom hingað vestur fyrir rúmum átta ár- um, er gift norskum manni, Andrew Aaland að nafni, og er heimili þeirra í bænum Hoople, N. Dak. Á íslandi á hún foreldra á lífi, sex syst- ur og þrjá bræður, eina syst- ur hér, Katrínu, Mrs. Matt. Hjálmarson, og bróður í Los Angeles, Calif., Engilbert að nafni. Það er stundum talað um gestrisni og höfðingskap þeirra manna og kvenna, sem fyrr og síðar hafa skarað fram úr öðrum á því sviði. Ég fæ ekki betur séð en að sú rausn hafi endurtekið sig við hljómleika karlakórsins í Crookston, Minn. kvöldið 25. október, þar sem Mrs. Aaland bar öllum söngmönnum ágæt- ar veitingar, allt heimabakað, smurt brauð með áleggi, ávaxta-jólakaka, bollur, smá- kökur og rjómapönnukökur, ásamt ávaxtadrykk og mjólk. Hún hafði ofurlitlar áhyggjur Megi John F. Kennedy veitast skilningur, samúð og styrkur til að leiða þjóð sína í áttina að.því takmarki. með kaffið, en úr því rættist fljótt og vel. Kórinn söng í Central High School Audi- torium, og þar talaði Laufey við skrifstofustúlku hús- mæðradeildar skólans, sem greiddi úr öllu með kurteisi og góðvild og svo myndar- lega, að hún fékk bæði eld- hús og setustpfu deildarinnar til afnota. Húsmæðrakennar- inn og vinkona hennar komu og hjálpuðu við veitingarnar, sem um 50 manns nutu. Kór- inn og þeir aðrir, sem eyddu þarna glöðu kvöldi, voru mjög hrifnir af þessum fína og góða veizlukosti, ekki sízt fyrir að vita að ein kona sá um allt. Slík rausn er vissu- lega fágæt. Að síðustu var Mrs. Aaland beðin að koma fram og voru henni afhentar þessar gjafir: Silfurmerki kórsins, grammofón p 1 ö t u r (records) með 15 lögum, söng- skráin með myndum af þeim öllum með eigin handarskrift, þar með taldir söngstjóri og fararstjóri. Mér er það sönn ánægja fyrir hönd frú Aaland að þakka Karlakór Reykja- víkur fyrir allan þann heiður og gjafir, sem þeir sæmdu hana með þetta eftirminni- lega kvöld í Crookston og síð- ast en ekki sízt þakkar hún fyrir þeirra dásamlega söng, sem hún heyrði í þremur samkomusölum. Guð blessi ykkur alla og lengi lifi ísland og íslenzka þjóðin. Þetta má ekki verða miklu lengra, annars verð ég sekur um að taka upp of mikið rúm í blaðinu. — Lögberg-Heims- kringla kemur hverja viku mjög reglulega og hefir margt gott á blaðsíðunum. „Litið um öxl“ eftir þá doktorana John- son og Oleson er nýtt til okk- ar. Kennir þar margra grasa eins og gengur og sumt til gamans eins og auglýsingin um rafmagnsbeltið á $1.25, er átti að lækna helzt alla mann- lega sjúkdóma. Þeir hafa kunnað að auglýsa hlutina þá, ekkert síður en nú á dögum. Svo eru það bréfin hans séra Roberts Jack. Ég get alltaf dáðst að íslenzkukunnáttu þessa manns. Hann hefir það vald á málinu, að einsdæmi er. Síðast tel ég það bezta, en það er „Ævintýri í átján lönd- um“ eftir Dr. V. J. Eylands. Þar kemur skemmtileg og fróðleg ferðasaga, lindin er næstum ótæmandi — og Dr. Eylands er löngu þekktur að vera snjall með pennan. Svo trúi ég ekki öðru en að mynd- ir hafi verið teknar og að þær fáum við að sjá, þegar tímar líða. Með beztu óskum, A. M. Ásgrímson Hlaupagikkir Mönnum er alltaf að fara fram að hlaupa, það sýna úr- slitin á seinustu Olympíuleik- unum. Það er því nógu gaman að bera saman spretthraða mannsins og ýmissa dýra og athuga hver eru frárri á fæti. Afríkufíllinn er stærsta og luralegasta skepna jarðarinn- ar, og hann vegur 6—7 lestir. Þegar hann gengur, er göngu- hraði hans álíka og manns, sem gengur hratt, eða um sjö kílómetra á klukkustund. En ef fíllinn tekur sprettinn, þá hafa beztu spretthlauparar ekki við honum. Einu sinni sáu tveir menn hvar fíll stóð í skógarrjóðri. Þeir læddust á bak við hann, annar gerði honum bylt við með því að hleypa af skoti upp í loftið, en hinn var með tímaklukku. Fíllinn tók sprettinn og hljóp þvert yfir rjóðrið. Hann var nákvæmlega 10 sekúndur að því, en vegalengdin mældist 120 metrar. Það samsvarar rúmlega 43 km. á klukku- stund. Nashyrningurinn er líka fljótur að hlaupa, þótt hann sé luralegur. Maður, sem var að ljósmynda villidýr í Afríku, lét eitt sinn reiðan nashyrn- ing elta sig í bíl og hraðinn var nær 45 km. á klukku- st.und. Seinna komst hann í kynni við grimma nashyrn- ingskú og flýði undan henni, en þá varð hann að aka á 56 km. hraða. Spretthraði veiðihunda og hesta hefir verið mældur einna nákvæmnast. Veiði- hundar geta hlaupið 100 metra á 5 sekúndum. Það eru hinir svonefndu gráhundar. En aðr- ir veiðihundar, sem nefnast á ensku „whippets“, geta hlaup- ið 200 metra á 12 sek. Fljót- ustu veðhlaupahestar hafa hlaupið 400 metra á 20.8 sek. Antilópur í Mongólíu eru r.æstbeztu hlauparar í heimi. Þær geta hlaupið sem svarar 96 km. á klukkustund á fyrsta sprettinum, en svo hpegja þær á sér. Kálfar þeirra geta hlaupið jafn hratt þegar þeir eru tveggja klukkustunda gamlir. Þessi mikli flýtir þeirra er sjálfsvörn til þess að komast undan sléttuúlf- unum. En fótfráasta dýrið er þó a m e r í s k i hlébarðinn, eða „cheetah", eins og hann er nefndur. Hann hefir bæði ó- trúlegan viðbragðsflýti og þol. Þess er dæmi, að „cheetah“ hefir hlaupið 700 metra á 20 sekúndum, en það samsvarar um 126 km. á klukkustund. Fiskar ná yfirleitt ekki miklum hraða, miðað við landdýr, en viðbragðsflýtir þeirra er þó enn meiri. Þeir ná hámarkshraða á 1/20 úr sekúndu'. Lesbók Mbl. Dettu ekki, þó þú hallist. ☆ Drjúg er innansleikjan.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.